Le Pen ætlar sér að herma eftir Donald Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. febrúar 2017 23:30 Marine Le Pen, frambjóðandi Frönsku þjóðfylkingarinnar. Vísir/EPA Marine Le Pen, leiðtogi og forsetaframbjóðandi Frönsku þjóðfylkingarinnar, setti fram stefnuskrá sína fyrir forsetakjörið í Frakklandi sem fram fer í maí. Hún virðist vera undir miklum áhrifum frá kosningasigri Donald Trump í Bandaríkjunum og lofar Frökkum skjóli frá hnattvæðingu. Reuters greinir frá. Skoðanakannanir sýna að Le Pen muni bera sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna sem fer fram 23. apríl en tapa í seinni umferðinni þar sem tveir frambjóðendur berjast um forsetaembættið. Flokkurinn vonast til þess að hneykslismál í tengslum við Francois Fillon, forsetaframbjóðanda franskra Repúblikana og vaxandi vinsældir popúlisma á Vesturlöndum muni sannfæra kjósendur um að styðja Le Pen. „Okkur var sagt að Donald Tump myndi aldrei sigra í Bandaríkjunum en hann vann nú samt,“ sagði Jean-Lin Lacapelle, einn af forkólfum flokksins. „Okkur er sagt að Le Pen muni ekki vinna kosningarnar en 7. maí mun hún standa uppi sem sigurvegari.“Engin evra, FREXIT og færri flóttamenFlokkurinn heldur nú flokksþing sitt í Lyon. Helstu stefnumál flokksins fyrir forsetakosningarnar eru þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi veru Frakklands í ESB, að Frakkar hætti að nota evruna sem gjaldmiðil, auknir tollar á influttar vörur auk þess sem hún vill stórbæta velferðarkerfið á sama tíma og hún leggur til að tekjuskattur verði lækkaður. Þá er lagt til að ákveðin réttindi sem allir íbúar Frakklands njóti, á borð við ókeypis menntun, muni aðeins verða í boði fyrir franska ríkisborgara. Þá vill flokkurinn ráða mun fleiri lögreglumann til starfa og minnka fjölda flóttamanna sem koma til Frakklands. Búist er við Le Pen muni mæta hægri kratanum Emmanuel Macron í síðari umferð forsetakosninganna. Var hann skotspónn flestra þeirra sem héldu ræði á flokksþingi Frönsku þjóðfylkingarinnar. „Í þessum kosningum mætast tveir andstæðir pólar,“ sagði Le Pen. „Val um alþjóðahyggju sem allir andstæðingar mínir styðja eða þjóðernishyggju sem ég stend fyrir.“ Donald Trump Tengdar fréttir Líklegasti sigurvegari forsetakosninganna í Frakklandi bauð alla þá sem óttast Trump velkomna til Frakklands Emmanuelle Macron, forsetaframbjóðandi í Frakklandi, segir að vísindamenn, fræðimenn og aðrir sem óttist Donald Trump Bandaríkjaforseti og stefnu hans geti fengið nýtt heimaland, Frakklands. 4. febrúar 2017 21:10 Víðtæk rannsókn hafin á máli Fillons Saksóknarar og lögregla rannsaka nú mál François Fillon, forsetaframbjóðanda Repúblikana í Frakklandi. Hann er sakaður um að borga konu sinni laun án þess að hún hafi unnið. Fillon neitar sök. Stuðningsmenn segja að fjölmiðlar reyni a 3. febrúar 2017 07:00 Hamon verður á kjörseðlinum Benoit Hamon verður frambjóðandi Sósíalistaflokksins í frönsku forsetakosningunum sem fram fara í apríl. 30. janúar 2017 07:00 Börn Fillon talin tengjast spillingarmáli hans Spillingarmál François Fillon, forsetaframbjóðanda franskra Repúblikana, er nú talið ná til barna hans, sem talin eru hafa þegið þúsundir evra fyrir uppdiktuð störf. 2. febrúar 2017 18:48 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Marine Le Pen, leiðtogi og forsetaframbjóðandi Frönsku þjóðfylkingarinnar, setti fram stefnuskrá sína fyrir forsetakjörið í Frakklandi sem fram fer í maí. Hún virðist vera undir miklum áhrifum frá kosningasigri Donald Trump í Bandaríkjunum og lofar Frökkum skjóli frá hnattvæðingu. Reuters greinir frá. Skoðanakannanir sýna að Le Pen muni bera sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna sem fer fram 23. apríl en tapa í seinni umferðinni þar sem tveir frambjóðendur berjast um forsetaembættið. Flokkurinn vonast til þess að hneykslismál í tengslum við Francois Fillon, forsetaframbjóðanda franskra Repúblikana og vaxandi vinsældir popúlisma á Vesturlöndum muni sannfæra kjósendur um að styðja Le Pen. „Okkur var sagt að Donald Tump myndi aldrei sigra í Bandaríkjunum en hann vann nú samt,“ sagði Jean-Lin Lacapelle, einn af forkólfum flokksins. „Okkur er sagt að Le Pen muni ekki vinna kosningarnar en 7. maí mun hún standa uppi sem sigurvegari.“Engin evra, FREXIT og færri flóttamenFlokkurinn heldur nú flokksþing sitt í Lyon. Helstu stefnumál flokksins fyrir forsetakosningarnar eru þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi veru Frakklands í ESB, að Frakkar hætti að nota evruna sem gjaldmiðil, auknir tollar á influttar vörur auk þess sem hún vill stórbæta velferðarkerfið á sama tíma og hún leggur til að tekjuskattur verði lækkaður. Þá er lagt til að ákveðin réttindi sem allir íbúar Frakklands njóti, á borð við ókeypis menntun, muni aðeins verða í boði fyrir franska ríkisborgara. Þá vill flokkurinn ráða mun fleiri lögreglumann til starfa og minnka fjölda flóttamanna sem koma til Frakklands. Búist er við Le Pen muni mæta hægri kratanum Emmanuel Macron í síðari umferð forsetakosninganna. Var hann skotspónn flestra þeirra sem héldu ræði á flokksþingi Frönsku þjóðfylkingarinnar. „Í þessum kosningum mætast tveir andstæðir pólar,“ sagði Le Pen. „Val um alþjóðahyggju sem allir andstæðingar mínir styðja eða þjóðernishyggju sem ég stend fyrir.“
Donald Trump Tengdar fréttir Líklegasti sigurvegari forsetakosninganna í Frakklandi bauð alla þá sem óttast Trump velkomna til Frakklands Emmanuelle Macron, forsetaframbjóðandi í Frakklandi, segir að vísindamenn, fræðimenn og aðrir sem óttist Donald Trump Bandaríkjaforseti og stefnu hans geti fengið nýtt heimaland, Frakklands. 4. febrúar 2017 21:10 Víðtæk rannsókn hafin á máli Fillons Saksóknarar og lögregla rannsaka nú mál François Fillon, forsetaframbjóðanda Repúblikana í Frakklandi. Hann er sakaður um að borga konu sinni laun án þess að hún hafi unnið. Fillon neitar sök. Stuðningsmenn segja að fjölmiðlar reyni a 3. febrúar 2017 07:00 Hamon verður á kjörseðlinum Benoit Hamon verður frambjóðandi Sósíalistaflokksins í frönsku forsetakosningunum sem fram fara í apríl. 30. janúar 2017 07:00 Börn Fillon talin tengjast spillingarmáli hans Spillingarmál François Fillon, forsetaframbjóðanda franskra Repúblikana, er nú talið ná til barna hans, sem talin eru hafa þegið þúsundir evra fyrir uppdiktuð störf. 2. febrúar 2017 18:48 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Líklegasti sigurvegari forsetakosninganna í Frakklandi bauð alla þá sem óttast Trump velkomna til Frakklands Emmanuelle Macron, forsetaframbjóðandi í Frakklandi, segir að vísindamenn, fræðimenn og aðrir sem óttist Donald Trump Bandaríkjaforseti og stefnu hans geti fengið nýtt heimaland, Frakklands. 4. febrúar 2017 21:10
Víðtæk rannsókn hafin á máli Fillons Saksóknarar og lögregla rannsaka nú mál François Fillon, forsetaframbjóðanda Repúblikana í Frakklandi. Hann er sakaður um að borga konu sinni laun án þess að hún hafi unnið. Fillon neitar sök. Stuðningsmenn segja að fjölmiðlar reyni a 3. febrúar 2017 07:00
Hamon verður á kjörseðlinum Benoit Hamon verður frambjóðandi Sósíalistaflokksins í frönsku forsetakosningunum sem fram fara í apríl. 30. janúar 2017 07:00
Börn Fillon talin tengjast spillingarmáli hans Spillingarmál François Fillon, forsetaframbjóðanda franskra Repúblikana, er nú talið ná til barna hans, sem talin eru hafa þegið þúsundir evra fyrir uppdiktuð störf. 2. febrúar 2017 18:48