Þetta er ein metnaðarfyllsta aðgerð í loftslagsmálum til þessa og hefur sænska ríkisstjórnin þar með lagt áherslu á nauðsyn þess að berjast gegn hlýnun jarðar. Einnig er verið að leggja til hliðar þær áhyggjur sem margir hafa gagnvart fyrirætlunum Donalds Trumps í loftslagsmálum og vinna að markvissum aðgerðum.
„Okkar markmið er að verða jarðefnaeldsneytislaust velferðarríki,“ segir Isabella Lovin, ráðherra loftslagsmála.
„Við sjáum að það eru miklir kostir við það að byggja upp loftslagsmeðvitað samfélag, bæði þegar kemur að heilsu íbúa, atvinnumöguleikum sem og öryggi íbúanna. Að vera háður jarðefnaeldsneyti og gasi frá Rússlandi er ekki það sem við þurfum á að halda sem stendur,“ segir Lovin.
Allir nema einn
Allir flokkar sænska þingsins, að undanskildum hægri flokknum Sænskir demókratar, studdu við löggjöfina sem gerir ríkisstjórnina skylduga til að setja fleiri og hnitmiðaðri markmið til minnkunar jarðefnaeldsneytisnotkunar á fjögurra ára fresti fram til ársins 2045 þegar markmiðinu á að vera náð.
Búist er við að löggjöfin muni byrja að hafa árið 2018.

Áhugavert er að myndin er algjör andstæða við mynd sem birtist nýverið af Donald Trump, umkringdum karlmönnum, að undirrita tilskipun um minnkun fjárframlaga til fóstureyðinga.
Lovin hefur spurningum varðandi þetta á þá leið að hægt sé að túlka myndina á þann hátt sem maður vill og bendir á að sænksa ríkisstjórnin sé femínísk og að löggjöfin sem undirrituð hafi verið sé áhrifamikil og skipti virkilega miklu máli.