Rukka ekki fyrir gagnareiki innan ESB Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. febrúar 2017 07:00 Sé þessi símaeigandi ferðalangur frá Evrópusambandsríki og staddur í Evrópusambandinu eftir 15. júní mun hann ekki þurfa að borga himinhá gjöld fyrir að skoða þær átta tilkynningar sem bíða eftir honum á Facebook. Nordicphotos/AFP Þegnar Evrópusambandsins verða ekki lengur rukkaðir aukalega fyrir að nota gagnareiki í farsímum símum í öðrum ríkjum sambandsins. Framkvæmdastjórn ESB, Evrópuþingið og fulltrúar aðildarríkjanna 28 hafa komist að samkomulagi um þetta. Þó á framkvæmdastjórnin, sem og þingið, enn eftir að samþykkja breytinguna með formlegum hætti. Það ætti þó einungis að vera formsatriði fyrst samkomulagi hefur verið náð. Í tilkynningu í gær lýsti Andrus Ansip, einn varaforseta framkvæmdastjórnarinnar sem sér jafnframt um hinn stafræna sameiginlega markað, ákvörðuninni sem síðasta púslinu í spilinu. „Þetta var síðasta púslið. Frá og með 15. júní munu Evrópubúar geta ferðast innan Evrópusambandsins án þess að þeir verði rukkaðir aukalega fyrir að nota gagnareiki,“ sagði Ansip, sem áður var forsætisráðherra Eistlands. Hámark verður einnig sett á aukagjöld fyrir farsímanotkun. Mun hver mínúta símtals að hámarki kosta 3,2 evrusent aukalega, um fjórar krónur, og hvert SMS mun kosta eitt sent aukalega, rúma eina krónu.Andrus Ansip, framkvæmdastjórn ESB. Nordicphotos/AFPHámarksverð niðurhals mun þá lækka ár frá ári. Úr 7,7 evrum aukalega, um 940 krónur, á hvert gígabæti í júní og niður í 2,5 evrur aukalega, um 310 krónur, á hvert gígabæti þann fyrsta janúar árið 2022. Til samanburðar greiða Íslendingar á ferðalagi innan EES nú sex krónur aukalega fyrir símtalsmínútu, 2,5 krónur aukalega fyrir send SMS og um sex þúsund krónur aukalega fyrir hvert gígabæti niðurhals. Evrópusambandið hefur áður reynt að útrýma háum kostnaði notkunar gagnareikis. Áætlun þess efnis var samþykkt árið 2013 og sömuleiðis var ráðist í aðgerðir árið 2007. Ætlunarverkið virðist þó hafa tekist í þetta skiptið. Ákvörðunin er þó ekki óumdeild. Til að mynda hefur hún verið gagnrýnd fyrir að gera fólki kleift að kaupa sér farsímaþjónustu í öðru ríki en heimalandinu og nota hana heima hjá sér án hárra aukagjalda. Hins vegar benti framkvæmdastjórnin á það í gær að regla gegn þess konar athæfi hefði verið samþykkt í desember síðastliðnum. Þannig muni nýja gjaldskráin ekki ná yfir ferðalanga sem nota farsíma sína óeðlilega oft og mikið utan heimalandsins. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Þegnar Evrópusambandsins verða ekki lengur rukkaðir aukalega fyrir að nota gagnareiki í farsímum símum í öðrum ríkjum sambandsins. Framkvæmdastjórn ESB, Evrópuþingið og fulltrúar aðildarríkjanna 28 hafa komist að samkomulagi um þetta. Þó á framkvæmdastjórnin, sem og þingið, enn eftir að samþykkja breytinguna með formlegum hætti. Það ætti þó einungis að vera formsatriði fyrst samkomulagi hefur verið náð. Í tilkynningu í gær lýsti Andrus Ansip, einn varaforseta framkvæmdastjórnarinnar sem sér jafnframt um hinn stafræna sameiginlega markað, ákvörðuninni sem síðasta púslinu í spilinu. „Þetta var síðasta púslið. Frá og með 15. júní munu Evrópubúar geta ferðast innan Evrópusambandsins án þess að þeir verði rukkaðir aukalega fyrir að nota gagnareiki,“ sagði Ansip, sem áður var forsætisráðherra Eistlands. Hámark verður einnig sett á aukagjöld fyrir farsímanotkun. Mun hver mínúta símtals að hámarki kosta 3,2 evrusent aukalega, um fjórar krónur, og hvert SMS mun kosta eitt sent aukalega, rúma eina krónu.Andrus Ansip, framkvæmdastjórn ESB. Nordicphotos/AFPHámarksverð niðurhals mun þá lækka ár frá ári. Úr 7,7 evrum aukalega, um 940 krónur, á hvert gígabæti í júní og niður í 2,5 evrur aukalega, um 310 krónur, á hvert gígabæti þann fyrsta janúar árið 2022. Til samanburðar greiða Íslendingar á ferðalagi innan EES nú sex krónur aukalega fyrir símtalsmínútu, 2,5 krónur aukalega fyrir send SMS og um sex þúsund krónur aukalega fyrir hvert gígabæti niðurhals. Evrópusambandið hefur áður reynt að útrýma háum kostnaði notkunar gagnareikis. Áætlun þess efnis var samþykkt árið 2013 og sömuleiðis var ráðist í aðgerðir árið 2007. Ætlunarverkið virðist þó hafa tekist í þetta skiptið. Ákvörðunin er þó ekki óumdeild. Til að mynda hefur hún verið gagnrýnd fyrir að gera fólki kleift að kaupa sér farsímaþjónustu í öðru ríki en heimalandinu og nota hana heima hjá sér án hárra aukagjalda. Hins vegar benti framkvæmdastjórnin á það í gær að regla gegn þess konar athæfi hefði verið samþykkt í desember síðastliðnum. Þannig muni nýja gjaldskráin ekki ná yfir ferðalanga sem nota farsíma sína óeðlilega oft og mikið utan heimalandsins. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira