Íhuga að senda þjóðvarðliðið á innflytjendur Guðsteinn Bjarnason skrifar 18. febrúar 2017 07:00 Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur haft í mörgu að snúast undanfarið. Nordicphotos/AFP Í ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur verið skoðað hvort kalla eigi út tugi þúsunda þjóðvarðliða til þess að smala saman skilríkjalausum innflytjendum. AP-fréttastofan fullyrðir þetta og vísar í ellefu blaðsíðna minnisblað Trump-stjórnarinnar, sem dagsett er 25. janúar og John Kelly heimavarnaráðherra er sagður hafa sett saman. Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, ber þetta reyndar til baka og segir það ábyrgðarleysi að tala um þetta, en neitaði því ekki að einhvern tímann hafi þetta komið til tals. Samkvæmt minnisblaðinu er hugmyndin að kalla út þjóðvarðliða í ellefu ríkjum Bandaríkjanna, bæði þeim sem liggja næst mexíkósku landamærunum og einnig í ríkjum lengra frá landamærunum. Þjóðvarðliðin eru ekki undir stjórn alríkisins heldur lúta ríkisstjórum hvers ríkis, þannig að í minnisblaðinu er gert ráð fyrir því að ríkisstjórar ríkjanna ellefu þyrftu að samþykkja útkallið. Þetta yrði ekki í fyrsta sinn sem þjóðvarðlið yrðu kölluð til að sinna landamæragæslu og eftirliti með innflytjendum, en aldrei í jafn viðamiklum aðgerðum. Samkvæmt minnisblaðinu gæti þurft að kalla út allt að hundrað þúsund þjóðvarðliða. Eitt af kosningaloforðum Trumps var að reka úr landi ólöglega innflytjendur. Nokkuð var þó á reiki í málflutningi hans hvort það átti að þýða að allir skilríkjalausir innflytjendur yrðu gerðir brottrækir, en alls eru þeir um ellefu milljónir talsins í Bandaríkjunum. Trump hefur verið iðinn við að efna kosningaloforð á fyrstu vikum sínum í embætti, en framkvæmdin hefur stundum þótt flausturskennd og mætt andstöðu, jafnvel úr röðum þingmanna Repúblikanaflokksins. Þá þurfti Trump að biðja Michael Flynn, sem hann hafði gert að þjóðaröryggisráðgjafa sínum, að segja af sér síðastliðinn mánudag vegna þess að hann hafði sagt Mike Pence ósatt um samskipti sín við rússneska ráðamenn. Á blaðamannafundi á fimmtudag sagðist Trump ekki telja að Flynn hafi gert neitt rangt annað en að segja Pence ósatt. Samskiptin við rússneska ráðamenn hafi ekki verið aðfinnsluverð. Á sama blaðamannafundi sagðist Trump svo hafa ákveðið að fela embættið öðrum herforingja, Robert Harward, en stuttu síðar sagðist Harward ekki hafa áhuga. Í gær skýrði Trump svo frá því að hann væri með fjóra aðra menn í huga, þar á meðal herforingjann Keith Kellog sem Trump fékk til að sinna embættinu tímabundið eftir að Flynn hætti þangað til að varanlegur eftirmaður hans fyndist.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Í ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur verið skoðað hvort kalla eigi út tugi þúsunda þjóðvarðliða til þess að smala saman skilríkjalausum innflytjendum. AP-fréttastofan fullyrðir þetta og vísar í ellefu blaðsíðna minnisblað Trump-stjórnarinnar, sem dagsett er 25. janúar og John Kelly heimavarnaráðherra er sagður hafa sett saman. Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, ber þetta reyndar til baka og segir það ábyrgðarleysi að tala um þetta, en neitaði því ekki að einhvern tímann hafi þetta komið til tals. Samkvæmt minnisblaðinu er hugmyndin að kalla út þjóðvarðliða í ellefu ríkjum Bandaríkjanna, bæði þeim sem liggja næst mexíkósku landamærunum og einnig í ríkjum lengra frá landamærunum. Þjóðvarðliðin eru ekki undir stjórn alríkisins heldur lúta ríkisstjórum hvers ríkis, þannig að í minnisblaðinu er gert ráð fyrir því að ríkisstjórar ríkjanna ellefu þyrftu að samþykkja útkallið. Þetta yrði ekki í fyrsta sinn sem þjóðvarðlið yrðu kölluð til að sinna landamæragæslu og eftirliti með innflytjendum, en aldrei í jafn viðamiklum aðgerðum. Samkvæmt minnisblaðinu gæti þurft að kalla út allt að hundrað þúsund þjóðvarðliða. Eitt af kosningaloforðum Trumps var að reka úr landi ólöglega innflytjendur. Nokkuð var þó á reiki í málflutningi hans hvort það átti að þýða að allir skilríkjalausir innflytjendur yrðu gerðir brottrækir, en alls eru þeir um ellefu milljónir talsins í Bandaríkjunum. Trump hefur verið iðinn við að efna kosningaloforð á fyrstu vikum sínum í embætti, en framkvæmdin hefur stundum þótt flausturskennd og mætt andstöðu, jafnvel úr röðum þingmanna Repúblikanaflokksins. Þá þurfti Trump að biðja Michael Flynn, sem hann hafði gert að þjóðaröryggisráðgjafa sínum, að segja af sér síðastliðinn mánudag vegna þess að hann hafði sagt Mike Pence ósatt um samskipti sín við rússneska ráðamenn. Á blaðamannafundi á fimmtudag sagðist Trump ekki telja að Flynn hafi gert neitt rangt annað en að segja Pence ósatt. Samskiptin við rússneska ráðamenn hafi ekki verið aðfinnsluverð. Á sama blaðamannafundi sagðist Trump svo hafa ákveðið að fela embættið öðrum herforingja, Robert Harward, en stuttu síðar sagðist Harward ekki hafa áhuga. Í gær skýrði Trump svo frá því að hann væri með fjóra aðra menn í huga, þar á meðal herforingjann Keith Kellog sem Trump fékk til að sinna embættinu tímabundið eftir að Flynn hætti þangað til að varanlegur eftirmaður hans fyndist.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira