Í frétt Washington Post kemur fram að þáttastjórnendur Morning Joe, morgunþáttar MSNBC, ætli sér framvegis ekki að fá hana í þáttinn, en Trump hefur lengi sætt talsverðri gagnrýni í þættinum.
Fyrr í mánuðinum neitaði CNN að fá hana til að taka þátt í stjórnmálaumræðum í þætti sem sýndur er á sunnudögum. Brzezinski tísti þá og sagði að CNN væri ekki fyrst til að hafna boði um að fá Conway í þátt.
Þáttastjórnendur Morning Joe lýsa Conway sem athyglissjúkri konu sem sendi framleiðendum þátta skilaboð í tilraun til að komast í útsendingu til að ræða mál fyrir hönd Hvíta hússins þar sem hún er í raun ekki einu sinni í innsta hring.
„Hún sækir enga af mikilvægustu fundunum,“ segir Joe Scarborough, annar þáttastjórnenda Morning Joe.
.@CNNPR @KellyannePolls you are not the first.
— Mika Brzezinski (@morningmika) February 6, 2017