Afsögn Flynn ekki endirinn á vandræðunum Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2017 18:30 Michael Flynn. Vísir/AFP Michael Flynn, fyrrverandi öryggisráðgjafi Donald Trump, vissi að hann þurfti að segja af sér eftir að í ljós kom að hann hafði afvegaleitt Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Demókratar kalla eftir ítarlegri rannsókn á tengslum hans við yfirvöld í Rússlandi. Flynn er sagður hafa rætt við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Rússlandi, áður en Trump tók við embætti.Flynn þvertók í fyrstu fyrir að þeir hefðu rætt um þvinganirnar, en þeir ræddu nokkrum sinnum saman í síma í desember. Seinna sagði Flynn að hann gæti ekki verið viss. Slíkt samtal hefði brotið gegn lögum um að almennir borgarar megi ekki taka beinan þátt í utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna mun hafa bent starfsmönnum Hvíta hússins á ósamræmi á milli frásagna embættismanna af símtölunum og þess sem leyniþjónustur vissu, þar sem minnst eitt símtalið var hlerað. Samkvæmt AP fréttaveitunni er það reglulega gert varðandi símtöl við erlenda erindreka sem staðsettir eru í Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildum fjölmiðla úti bað Donald Trump Flynn um að segja af sér. Kellyanne Conway, einn æðsti ráðgjafi Trump, segir að Flynn hafi áttað sig á því að hann hafi orðið of umdeildur. Í gær sagði hún þó að Trump bæri fullt traust til Flynn. Sean Spicer, talsmaður Hvíta hússins, segir að Trump hafi vitað af ósamræminu í sögu Flynn frá því í síðasta mánuði. Háttsettir meðlimir Repúblikanaflokksins segja ákvörðun Trump að biðja Flynn um að segja af sér hafa verið rétta.Rússneskir þingmenn koma Flynn til varnar Talsmaður Vladimir Putin, forseta Rússlands, hefur ekki viljað tjá sig um málið og segir það innanríkismál Bandaríkjanna. Það komi Rússum ekki við. Rússneskir þingmenn hafa hins vegar komið Flynn til varnar. Samkvæmt BBC segir einn þeirra að Flynn hafi verið neyddur til að segja af sér. Ekki vegna mistaka sinna heldur vegna árásargjarnar áætlunar og að Trump verði næsta skotmarkið. Formaður utanríkismálanefndar Rússlands sagði að uppsögn Flynn lýsti ekki einungis ofsóknaræði, heldur einhverju sem væri enn verra. Hann sagði að annað hvort hefði Trump ekki „öðlast nægjanlegt sjálfstæði“ eða hann hefði verið þvingaður út í horn. Annar möguleiki væri að ríkisstjórn Trump væri full af Rússahöturum. Sean Spicer, talsmaður Hvíta hússins, staðfesti nú fyrir skömmu að Trump hefði beðið Flynn um að segja af sér."@POTUS was very concerned that General Flynn had misled @VP and others." - @PressSec says President Trump asked Flynn to resign pic.twitter.com/Qt91EWrmBw— Fox News (@FoxNews) February 14, 2017 Donald Trump Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Sjá meira
Michael Flynn, fyrrverandi öryggisráðgjafi Donald Trump, vissi að hann þurfti að segja af sér eftir að í ljós kom að hann hafði afvegaleitt Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Demókratar kalla eftir ítarlegri rannsókn á tengslum hans við yfirvöld í Rússlandi. Flynn er sagður hafa rætt við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Rússlandi, áður en Trump tók við embætti.Flynn þvertók í fyrstu fyrir að þeir hefðu rætt um þvinganirnar, en þeir ræddu nokkrum sinnum saman í síma í desember. Seinna sagði Flynn að hann gæti ekki verið viss. Slíkt samtal hefði brotið gegn lögum um að almennir borgarar megi ekki taka beinan þátt í utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna mun hafa bent starfsmönnum Hvíta hússins á ósamræmi á milli frásagna embættismanna af símtölunum og þess sem leyniþjónustur vissu, þar sem minnst eitt símtalið var hlerað. Samkvæmt AP fréttaveitunni er það reglulega gert varðandi símtöl við erlenda erindreka sem staðsettir eru í Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildum fjölmiðla úti bað Donald Trump Flynn um að segja af sér. Kellyanne Conway, einn æðsti ráðgjafi Trump, segir að Flynn hafi áttað sig á því að hann hafi orðið of umdeildur. Í gær sagði hún þó að Trump bæri fullt traust til Flynn. Sean Spicer, talsmaður Hvíta hússins, segir að Trump hafi vitað af ósamræminu í sögu Flynn frá því í síðasta mánuði. Háttsettir meðlimir Repúblikanaflokksins segja ákvörðun Trump að biðja Flynn um að segja af sér hafa verið rétta.Rússneskir þingmenn koma Flynn til varnar Talsmaður Vladimir Putin, forseta Rússlands, hefur ekki viljað tjá sig um málið og segir það innanríkismál Bandaríkjanna. Það komi Rússum ekki við. Rússneskir þingmenn hafa hins vegar komið Flynn til varnar. Samkvæmt BBC segir einn þeirra að Flynn hafi verið neyddur til að segja af sér. Ekki vegna mistaka sinna heldur vegna árásargjarnar áætlunar og að Trump verði næsta skotmarkið. Formaður utanríkismálanefndar Rússlands sagði að uppsögn Flynn lýsti ekki einungis ofsóknaræði, heldur einhverju sem væri enn verra. Hann sagði að annað hvort hefði Trump ekki „öðlast nægjanlegt sjálfstæði“ eða hann hefði verið þvingaður út í horn. Annar möguleiki væri að ríkisstjórn Trump væri full af Rússahöturum. Sean Spicer, talsmaður Hvíta hússins, staðfesti nú fyrir skömmu að Trump hefði beðið Flynn um að segja af sér."@POTUS was very concerned that General Flynn had misled @VP and others." - @PressSec says President Trump asked Flynn to resign pic.twitter.com/Qt91EWrmBw— Fox News (@FoxNews) February 14, 2017
Donald Trump Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Sjá meira