Erlent

Trump fullviss um sigur fyrir dómstólum

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. vísir/afp
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist fullviss um að ríkisstjórn sín muni vinna sigur þegar ferðabannið svokallaða verður tekið fyrir hjá dómstólum landsins. Alríkisdómstóll staðfesti í gær að ferðabannið, sem kveður á um að einstaklingar frá sjö ríkjum megi ekki ferðast til Bandaríkjanna, væri ólögmætt.

Trump sagðist á blaðamannafundi, með Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, í Hvíta húsinu í dag ætla að leita allra leiða til þess að tryggja öryggi þjóðarinnar. Sagðist hann ætla að grípa til aðgerða strax í næstu viku, en gaf þó ekki upp hvað fælist í aðgerðunum.

Forsetinn hefur jafnframt sagt að þjóðaröryggi Bandaríkjanna sé í húfi, og varð í raun æfur eftir að dómstóllinn kvað upp úrskurð sinn.


Tengdar fréttir

Bráðabirgðabann áfram á tilskipun Trump

Bandarískur áfrýjunardómstóll setti í kvöld bráðabirgðabann á umdeilda tilskipun Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem bannar fólki frá sjö löndum að ferðast til Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×