Trump setur afvopnunarsamning í uppnám Heimir Már Pétursson skrifar 10. febrúar 2017 19:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest í samtali við forseta Kína að Bandaríkin líti á Kína og Taiwan sem eitt ríki. Hann hefur hins vegar sett afvopnunarsamninga við Rússa í óvissu með því að fordæma samning um fækkun kjarnorkuvopna ríkjanna. Donal Trump ýmist tekur á móti eða talar símleiðis við leiðtoga annarra ríkja þessa dagana. Hann hafði áður stenft samskiptum Bandaríkjanna og Kína í óvissu með því að eiga símtal með forsætisráðherra Taiwan sem Kínverjar líta á sem hluta af en ekki sjálfstætt ríki. Trump sló á þessa óvissu með símtali við Xi Jinping forseta Kína í dag og staðfesti þá stefnu Bandaríkjanna að þau litu á Kína og Taiwan sem eitt ríki. Lu Kang talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins staðfesti þetta í dag. „Þessi kjarni í stefnu Kína um eitt kínverskt ríki hefur ætíð verið pólitískur grundvöllur góðra og styrkra tvíhliða tengsla Kína og Bandaríkjanna. Hann er einnig góð trygging fyrir öllu samstarfi sem á sér stað milli þessara mikilvægu ríkja á öllum vígstöðvum,“ sagði Kang. Það er hins vegar annað símtal sem ýft hefur fjaðrirnar á ýmsum vestanhafs. En fullyrt er að Trump hafi fordæmt START afvopnunarsamninginn milli Rússlands og Bandaríkjanna í símtali við Vladimir Putin forseta Rússlands í lok janúar. Samningurinn var undirritaður af Barack Obama fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og Dimitry Medvedev þáverandi forseta Rússlands árið 2010. Hann gerir ráð fyrir að ríkin hafi fram til ársins 2018 til að fækka kjarnaoddum hvors ríkis þannig að hvorugt þeirra eigi meira en 1.550 slíkar sprengjur. Samningurinn var staðfestur á sínum tíma með yfirgnæfandi meirihluta þingmanna demókrata og republicana. Reuters fréttastofan hefur eftir tveimur ónafngreindum starfsmönnum Hvíta hússins sem séð hafa útskrift að símtali Trump við Putin að Trump hafi hafnað því að framlengja samninginn og sagt hann halla á Bandaríkjamenn. Það kemur hins vegar ekki fram í opinberri útgáfu af samtalinu og Sean Spicer talsmaður Hvíta húsins neitaði að staðfesta þetta þegar hann var spurður á fundi með fréttamönnum. „Samtal forsetans við Putin forseta er einkasamtal sem fer fram á milli þeirra og ég ætla ekki að fara nánar út í það. Við birtum útskrift af samtalinu og höfum engu við það að bæta,“ sagði Spicer. En meira að segja Rex Tillerson utanríkisráðherraefni Trump varar við því að vinna ekki samkvæmt START samningnum. „Við getum einfaldlega ekki breytt skuldbindingum okkar þess efnis að fækka þessum vopnum á jörðinni,“ sagði Tillerson fyrir bandarískri þingnefnd. Donald Trump Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest í samtali við forseta Kína að Bandaríkin líti á Kína og Taiwan sem eitt ríki. Hann hefur hins vegar sett afvopnunarsamninga við Rússa í óvissu með því að fordæma samning um fækkun kjarnorkuvopna ríkjanna. Donal Trump ýmist tekur á móti eða talar símleiðis við leiðtoga annarra ríkja þessa dagana. Hann hafði áður stenft samskiptum Bandaríkjanna og Kína í óvissu með því að eiga símtal með forsætisráðherra Taiwan sem Kínverjar líta á sem hluta af en ekki sjálfstætt ríki. Trump sló á þessa óvissu með símtali við Xi Jinping forseta Kína í dag og staðfesti þá stefnu Bandaríkjanna að þau litu á Kína og Taiwan sem eitt ríki. Lu Kang talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins staðfesti þetta í dag. „Þessi kjarni í stefnu Kína um eitt kínverskt ríki hefur ætíð verið pólitískur grundvöllur góðra og styrkra tvíhliða tengsla Kína og Bandaríkjanna. Hann er einnig góð trygging fyrir öllu samstarfi sem á sér stað milli þessara mikilvægu ríkja á öllum vígstöðvum,“ sagði Kang. Það er hins vegar annað símtal sem ýft hefur fjaðrirnar á ýmsum vestanhafs. En fullyrt er að Trump hafi fordæmt START afvopnunarsamninginn milli Rússlands og Bandaríkjanna í símtali við Vladimir Putin forseta Rússlands í lok janúar. Samningurinn var undirritaður af Barack Obama fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og Dimitry Medvedev þáverandi forseta Rússlands árið 2010. Hann gerir ráð fyrir að ríkin hafi fram til ársins 2018 til að fækka kjarnaoddum hvors ríkis þannig að hvorugt þeirra eigi meira en 1.550 slíkar sprengjur. Samningurinn var staðfestur á sínum tíma með yfirgnæfandi meirihluta þingmanna demókrata og republicana. Reuters fréttastofan hefur eftir tveimur ónafngreindum starfsmönnum Hvíta hússins sem séð hafa útskrift að símtali Trump við Putin að Trump hafi hafnað því að framlengja samninginn og sagt hann halla á Bandaríkjamenn. Það kemur hins vegar ekki fram í opinberri útgáfu af samtalinu og Sean Spicer talsmaður Hvíta húsins neitaði að staðfesta þetta þegar hann var spurður á fundi með fréttamönnum. „Samtal forsetans við Putin forseta er einkasamtal sem fer fram á milli þeirra og ég ætla ekki að fara nánar út í það. Við birtum útskrift af samtalinu og höfum engu við það að bæta,“ sagði Spicer. En meira að segja Rex Tillerson utanríkisráðherraefni Trump varar við því að vinna ekki samkvæmt START samningnum. „Við getum einfaldlega ekki breytt skuldbindingum okkar þess efnis að fækka þessum vopnum á jörðinni,“ sagði Tillerson fyrir bandarískri þingnefnd.
Donald Trump Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira