Þar sakar Sigurður Ragnar landsliðsþjálfarann Frey Alexandersson um að standa í vegi fyrir því að íslenskar landsliðskonur geti spilað í Kína. Freyr hafi sagt að það hafi áhrif á val hans í landsliðið.
Èg er algjörlega fær umað taka mínar ákvarðanir sjálf. Skil ekki hvaða bíó er í gangi. Er í toppklúbbi í dag og á þeim stað sem èg vil vera!
— Dagný Brynjarsdóttir (@dagnybrynjars) February 24, 2017
Dagný Brynjarsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir eru leikmennirnir sem Sigurður vildi fá til Kína en fékk ekki. Báðar ákváðu að vera áfram hjá sínum liðum.
Hallbera sagðist í morgun vera ánægð hjá sínu félagi í Svíþjóð og bætti við að landsliðsþjálfarinn réði því ekki hvar hún spilaði.
Dagný, sem spilar í Bandaríkjunum, hefur nú einnig sagt að hún sé fær um að taka sínar ákvarðanir sjálf og sé ánægð í sínum toppklúbbi.