Fjörðurinn mun flytja í Höllina Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. febrúar 2017 06:00 Veisla dagsins hefst klukkan 17.15 er Valur og FH mætast. Klukkan 19.30 er síðan komið að leik Hauka og Aftureldingar. Það hefur aldrei gerst áður að Hafnarfjarðarliðin leiki til úrslita í bikarkeppninni og margir Hafnfirðingar bera þá von í brjósti að nú sé loksins komið að því. Fréttablaðið fékk Einar Jónsson, þjálfara Stjörnunnar, til þess að spá í spilin en hann á von á tveimur mjög jöfnum leikjum.Tvö heitustu liðin „Valur og FH eru svona tvö heitustu liðin í augnablikinu. Valsararnir hafa verið fjári öflugir og verið að spila mjög vel. Þeir voru líka að gera það gott í Evrópukeppninni. Það sama á við um FH sem er líklega besta liðið í dag,“ segir Einar um fyrri leik dagsins. „Þetta verður hörkuleikur og ég held að FH taki þetta á endanum. Ég held að Evrópukeppnin muni sitja aðeins í Völsurunum. Óskar Bjarni [þjálfari Vals] og Hlynur [markvörður Vals] fara samt einhvern veginn alltaf í Höllina og það er iðulega góð bikarstemning yfir þessu hjá Valsmönnum sem eiga titil að verja.“Þreytan skiptir máli Valsmenn spiluðu tvo Evrópuleiki í Svartfjallalandi um síðustu helgi og fóru í nokkuð erfitt ferðalag. Þegar til kastanna kemur óttast Einar að það muni koma liðinu um koll. „FH-liðið er mjög öflugt að refsa. Ef Valsliðið nær ekki að spila mjög skipulagðan og agaðan sóknarleik, eru kannski þreyttir og missa einbeitinguna þá mun FH refsa með þremur til fjórum mörkum. Það held ég að muni ríða baggamuninn þegar upp verður staðið. Þetta verður fjórði leikur liðsins á níu dögum plús ferðalag. Þetta verður því erfitt fyrir þá. Valsmenn eru samt flottir og gætu alveg klárað þetta þó svo ég spái FH sigri.“Afturelding hefur hikstað Liðin í undanúrslitunum eru fjögur efstu lið Olís-deildarinnar og í seinni leik dagsins mætast topplið Hauka og Afturelding sem er í öðru sæti deildarinnar. „Ég held að Haukarnir vinni þennan leik. Afturelding hefur verið að hiksta eftir áramót og hafa gefið svolítið eftir. Þeir gerðu það líka í lok síðasta árs. Þeir eru í smá vandræðum. Þeir eru að fá inn leikmenn og svo er óvissa með aðra. Þetta er held ég óþægilegt ástand hjá þeim,“ segir Stjörnuþjálfarinn en Haukar hafa líka verið í smá púsluspili þar sem þeir misstu Janus Daða Smárason til Danmerkur. „Það var auðvitað mikill missir fyrir þá en svo verða þeir samt hægt og rólega betri. Þeir hafa mikla reynslu í svona aðstæðum og þjálfara sem þekkir þetta allt líka. Það er því ansi mikið með þeim að þessu sinni og ég held að þeir klári þennan leik. Haukarnir munu þó þurfa að hafa mikið fyrir þessu.“Frábært að fá Hafnarfjarðarslag Reynist Einar sannspár þá verður loksins Hafnarfjarðarslagur í úrslitunum og má búast við mikilli stemningu og látum í Höllinni gangi það eftir. „Þetta eru að mínu mati tvö bestu liðin í dag. Það væri frábært að fá þennan leik. Að flytja Fjörðinn í Höllina. Það verður rosalegur úrslitaleikur og ég hef ekki trú á öðru en að þetta verði vel heppnuð handboltahelgi.“ Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Veisla dagsins hefst klukkan 17.15 er Valur og FH mætast. Klukkan 19.30 er síðan komið að leik Hauka og Aftureldingar. Það hefur aldrei gerst áður að Hafnarfjarðarliðin leiki til úrslita í bikarkeppninni og margir Hafnfirðingar bera þá von í brjósti að nú sé loksins komið að því. Fréttablaðið fékk Einar Jónsson, þjálfara Stjörnunnar, til þess að spá í spilin en hann á von á tveimur mjög jöfnum leikjum.Tvö heitustu liðin „Valur og FH eru svona tvö heitustu liðin í augnablikinu. Valsararnir hafa verið fjári öflugir og verið að spila mjög vel. Þeir voru líka að gera það gott í Evrópukeppninni. Það sama á við um FH sem er líklega besta liðið í dag,“ segir Einar um fyrri leik dagsins. „Þetta verður hörkuleikur og ég held að FH taki þetta á endanum. Ég held að Evrópukeppnin muni sitja aðeins í Völsurunum. Óskar Bjarni [þjálfari Vals] og Hlynur [markvörður Vals] fara samt einhvern veginn alltaf í Höllina og það er iðulega góð bikarstemning yfir þessu hjá Valsmönnum sem eiga titil að verja.“Þreytan skiptir máli Valsmenn spiluðu tvo Evrópuleiki í Svartfjallalandi um síðustu helgi og fóru í nokkuð erfitt ferðalag. Þegar til kastanna kemur óttast Einar að það muni koma liðinu um koll. „FH-liðið er mjög öflugt að refsa. Ef Valsliðið nær ekki að spila mjög skipulagðan og agaðan sóknarleik, eru kannski þreyttir og missa einbeitinguna þá mun FH refsa með þremur til fjórum mörkum. Það held ég að muni ríða baggamuninn þegar upp verður staðið. Þetta verður fjórði leikur liðsins á níu dögum plús ferðalag. Þetta verður því erfitt fyrir þá. Valsmenn eru samt flottir og gætu alveg klárað þetta þó svo ég spái FH sigri.“Afturelding hefur hikstað Liðin í undanúrslitunum eru fjögur efstu lið Olís-deildarinnar og í seinni leik dagsins mætast topplið Hauka og Afturelding sem er í öðru sæti deildarinnar. „Ég held að Haukarnir vinni þennan leik. Afturelding hefur verið að hiksta eftir áramót og hafa gefið svolítið eftir. Þeir gerðu það líka í lok síðasta árs. Þeir eru í smá vandræðum. Þeir eru að fá inn leikmenn og svo er óvissa með aðra. Þetta er held ég óþægilegt ástand hjá þeim,“ segir Stjörnuþjálfarinn en Haukar hafa líka verið í smá púsluspili þar sem þeir misstu Janus Daða Smárason til Danmerkur. „Það var auðvitað mikill missir fyrir þá en svo verða þeir samt hægt og rólega betri. Þeir hafa mikla reynslu í svona aðstæðum og þjálfara sem þekkir þetta allt líka. Það er því ansi mikið með þeim að þessu sinni og ég held að þeir klári þennan leik. Haukarnir munu þó þurfa að hafa mikið fyrir þessu.“Frábært að fá Hafnarfjarðarslag Reynist Einar sannspár þá verður loksins Hafnarfjarðarslagur í úrslitunum og má búast við mikilli stemningu og látum í Höllinni gangi það eftir. „Þetta eru að mínu mati tvö bestu liðin í dag. Það væri frábært að fá þennan leik. Að flytja Fjörðinn í Höllina. Það verður rosalegur úrslitaleikur og ég hef ekki trú á öðru en að þetta verði vel heppnuð handboltahelgi.“
Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira