Segja Kínverja leiksopp Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2017 14:45 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Vísir/EPA yfirvöld Norður-Kóreu virðast vera reið nágrönnum sínum í norðri og helsta bandaríki, Kína. Kínverjar hafa stöðvað allan innflutning á kolum frá Norður-Kóreu vegna eldflaugatilrauna og kjarnorkuvopnaáætlunar einræðisríkis Kim Jong Un. Opinber fréttaveita Norður-Kóreu, KCNA, nefnir Kína ekki á nafn en segir „nágrannaríki“ sitt vera leiksopp Bandaríkjanna og hafa gert lítið úr árangri Norður-Kóreu varðandi kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins.Til marks um yfirburði Í grein sem ber heitið: „Kvikindsleg hegðun nágrannaríkis“ segir að Norður-Kórea hafi nýverið sýnt fram á gífurlega framþróun ríkisins og að alþjóðasamfélagið viðurkenni nú getu Norður-Kóreu til að gera kjarnorkuvopnaárásir.Upplýsingar um síðasta tilraunaskot Norður-Kóreu.Vísir/GraphicNewsÞá séu fjölmiðlar heimsins sammála um að tilraunaskot þann 12. febrúar sé til marks um yfirburði Norður-Kóreu og að ómögulegt sé að greina eldflaugaskot ríkisins og að koma í veg fyrir þau. Þá segir í greininni að nágrannaríki sem haldi því oft fram að þeir séu góðir grannar, hafi gert lítið úr mikilvægi tilraunaskotsins sem „kjarnorkutækni í byrjendaskrefum“. Þar að auki hafi nágrannarnir tekið þau „miskunarlausu skref“ að loka alfarið á viðskipti ríkjanna á milli þvert gegn alþjóðalögum og vísað er til reglugerða Sameinuðu þjóðanna. Yfirvöld í Kína segjast ekki ætla að kaupa kol af Norður-Kóreu út þetta ár. Þetta var tilkynnt á laugardaginn, um viku eftir síðasta tilraunaskot Norður-Kóreu. Ríkisstjórn Donald Trump, og hann sjálfur, hefur gagnrýnt Kína fyrir að aðhafast ekki nóg til að stöðva kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu.China has been taking out massive amounts of money & wealth from the U.S. in totally one-sided trade, but won't help with North Korea. Nice!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 2, 2017 Barnalegar vonir „Þetta ríki, sem segist vera stórveldi, er leiksoppi Bandaríkjanna og ver aðgerðir sínar með því að segja þær ekki eiga að hafa áhrif á lífsskilyrði íbúa Norður-Kóreu, heldur einungis hægja á kjarnorkuvopnaáætluninni,“ segir í greininni. Því er haldið fram að Norður-Kórea hafi þróað kjarnorkuvopn á nokkrum árum, sem hefði tekið önnur ríki tugi ára og hefði lokið við smíði eldflauga fyrir vopnin á einungis sex mánuðum. Það sýni fram á mátt vopnaiðnaðarins í Norður-Kóreu. „Það er alfarið barnalegt að detta í hug að Norður-Kórea muni ekki framleiða kjarnorkuvopn og langdrægnar eldflaugar til að bera þau á milli heimsálfa, vegna þess að nokkrar krónur vanti upp á.“ Greinarhöfundur heldur áfram og segir að kjarnorkuvopn gætu gert Norður-Kóreu kleift að tryggja heimsfrið og koma í veg fyrir árásir á ríkið. Þannig myndi Norður-Kórea vinna lokasigurinn yfir Bandaríkjunum.Framþróun aldrei staðfest Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa sprengt fimm kjarnorkusprengjur í tilraunaskyni á síðustu árum. Þá er því haldið fram að þeir búi yfir tækni til að minnka kjarnorkuvopn sín svo hægt sé að koma þeim fyrir í langdrægum eldlflaugum. Með þeim væri hægt að gera árás á Bandaríkin. þetta hefur þó aldrei verið staðfest að sérfræðingum. Donald Trump Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
yfirvöld Norður-Kóreu virðast vera reið nágrönnum sínum í norðri og helsta bandaríki, Kína. Kínverjar hafa stöðvað allan innflutning á kolum frá Norður-Kóreu vegna eldflaugatilrauna og kjarnorkuvopnaáætlunar einræðisríkis Kim Jong Un. Opinber fréttaveita Norður-Kóreu, KCNA, nefnir Kína ekki á nafn en segir „nágrannaríki“ sitt vera leiksopp Bandaríkjanna og hafa gert lítið úr árangri Norður-Kóreu varðandi kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins.Til marks um yfirburði Í grein sem ber heitið: „Kvikindsleg hegðun nágrannaríkis“ segir að Norður-Kórea hafi nýverið sýnt fram á gífurlega framþróun ríkisins og að alþjóðasamfélagið viðurkenni nú getu Norður-Kóreu til að gera kjarnorkuvopnaárásir.Upplýsingar um síðasta tilraunaskot Norður-Kóreu.Vísir/GraphicNewsÞá séu fjölmiðlar heimsins sammála um að tilraunaskot þann 12. febrúar sé til marks um yfirburði Norður-Kóreu og að ómögulegt sé að greina eldflaugaskot ríkisins og að koma í veg fyrir þau. Þá segir í greininni að nágrannaríki sem haldi því oft fram að þeir séu góðir grannar, hafi gert lítið úr mikilvægi tilraunaskotsins sem „kjarnorkutækni í byrjendaskrefum“. Þar að auki hafi nágrannarnir tekið þau „miskunarlausu skref“ að loka alfarið á viðskipti ríkjanna á milli þvert gegn alþjóðalögum og vísað er til reglugerða Sameinuðu þjóðanna. Yfirvöld í Kína segjast ekki ætla að kaupa kol af Norður-Kóreu út þetta ár. Þetta var tilkynnt á laugardaginn, um viku eftir síðasta tilraunaskot Norður-Kóreu. Ríkisstjórn Donald Trump, og hann sjálfur, hefur gagnrýnt Kína fyrir að aðhafast ekki nóg til að stöðva kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu.China has been taking out massive amounts of money & wealth from the U.S. in totally one-sided trade, but won't help with North Korea. Nice!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 2, 2017 Barnalegar vonir „Þetta ríki, sem segist vera stórveldi, er leiksoppi Bandaríkjanna og ver aðgerðir sínar með því að segja þær ekki eiga að hafa áhrif á lífsskilyrði íbúa Norður-Kóreu, heldur einungis hægja á kjarnorkuvopnaáætluninni,“ segir í greininni. Því er haldið fram að Norður-Kórea hafi þróað kjarnorkuvopn á nokkrum árum, sem hefði tekið önnur ríki tugi ára og hefði lokið við smíði eldflauga fyrir vopnin á einungis sex mánuðum. Það sýni fram á mátt vopnaiðnaðarins í Norður-Kóreu. „Það er alfarið barnalegt að detta í hug að Norður-Kórea muni ekki framleiða kjarnorkuvopn og langdrægnar eldflaugar til að bera þau á milli heimsálfa, vegna þess að nokkrar krónur vanti upp á.“ Greinarhöfundur heldur áfram og segir að kjarnorkuvopn gætu gert Norður-Kóreu kleift að tryggja heimsfrið og koma í veg fyrir árásir á ríkið. Þannig myndi Norður-Kórea vinna lokasigurinn yfir Bandaríkjunum.Framþróun aldrei staðfest Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa sprengt fimm kjarnorkusprengjur í tilraunaskyni á síðustu árum. Þá er því haldið fram að þeir búi yfir tækni til að minnka kjarnorkuvopn sín svo hægt sé að koma þeim fyrir í langdrægum eldlflaugum. Með þeim væri hægt að gera árás á Bandaríkin. þetta hefur þó aldrei verið staðfest að sérfræðingum.
Donald Trump Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira