Trump dregur til baka tilmæli um salernisnotkun trans nemenda Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. febrúar 2017 22:26 Donald Trump hefur hafist handa við að draga til baka margt sem gert var í stjórnartíð Barack Obama. Vísir/AFP Ríkisstjórn Donald Trump hyggst draga til baka tilmæli frá alríkisstjórninni til skóla í almenningseigu, sem kveður á um að trans fólki sé leyft að nota salernisaðstöðu sem merkt er því kyngervi sem það samsamar sig með. BBC greinir frá. Tilmælin voru lögð fram af alríkisstjórninni í stjórnartíð Barack Obama og miðuðu að því að auðvelda líf trans nemenda við opinbera skóla. Þeir hafi getað valið sér að nýta sér þá salernisaðstöðu sem þeim hentaði. Slíkum tilmælum er ekki framfylgt með opinberum hætti en ríkisstjórn Obama hét því að draga úr fjárstuðningi til skóla sem ekki myndu framfylgja tilmælunum. Gagnrýnendur þessa tilmæla héldu því fram að með þessu væri alríkisstjórnin að ógna einkalífi og öryggi annarra nemenda. Í máli Sean Spicer, talsmanns Hvíta hússins, kom fram að forsetinn teldi að mál líkt og þessi ættu að vera á höndum yfirvalda í hverju fylki og að þau ættu að taka ákvarðanir um salernisaðstöðu í opinberum skólum en ekki alríkisstjórnin. Forsetinn hafði áður sagt í kosningabaráttu sinni að hann teldi að trans nemendur ættu að geta notað það salerni sem „þeim þætti henta sér“ en skipti um skoðun eftir gagnrýni innan Repúblikanaflokksins. Ákvörðun forsetans hefur ýmist verið fagnað eða hún gagnrýnd innan Bandaríkjanna. „Dætur okkar ættu aldrei að þurfa að deila einkarými með karlkyns bekkjarfélögum sínum, jafnvel þó að þessir ungu menn séu að glíma við þessi vandamál,“ sagði Vicki Wilson, meðlimur í baráttusamtökum fyrir einrúmi nemenda. Á sama tíma sagði forseti bandarísku kennarasamtakanna Randi Weingarten að ákvörðun forsetans væri skref aftur á bak, í réttindum trans fólks. „Með því að draga til baka þessa vörn, hefur Trump stjórnin ógnað öryggi okkar viðkvæmustu barna. Að draga þessi tilmæli til baka segir trans krökkum að það sé í lagi ríkisstjórnarinnar vegna að þeim sé strítt og að þau séu áreitt í skólanum fyrir að vera trans.“ Donald Trump Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump hyggst draga til baka tilmæli frá alríkisstjórninni til skóla í almenningseigu, sem kveður á um að trans fólki sé leyft að nota salernisaðstöðu sem merkt er því kyngervi sem það samsamar sig með. BBC greinir frá. Tilmælin voru lögð fram af alríkisstjórninni í stjórnartíð Barack Obama og miðuðu að því að auðvelda líf trans nemenda við opinbera skóla. Þeir hafi getað valið sér að nýta sér þá salernisaðstöðu sem þeim hentaði. Slíkum tilmælum er ekki framfylgt með opinberum hætti en ríkisstjórn Obama hét því að draga úr fjárstuðningi til skóla sem ekki myndu framfylgja tilmælunum. Gagnrýnendur þessa tilmæla héldu því fram að með þessu væri alríkisstjórnin að ógna einkalífi og öryggi annarra nemenda. Í máli Sean Spicer, talsmanns Hvíta hússins, kom fram að forsetinn teldi að mál líkt og þessi ættu að vera á höndum yfirvalda í hverju fylki og að þau ættu að taka ákvarðanir um salernisaðstöðu í opinberum skólum en ekki alríkisstjórnin. Forsetinn hafði áður sagt í kosningabaráttu sinni að hann teldi að trans nemendur ættu að geta notað það salerni sem „þeim þætti henta sér“ en skipti um skoðun eftir gagnrýni innan Repúblikanaflokksins. Ákvörðun forsetans hefur ýmist verið fagnað eða hún gagnrýnd innan Bandaríkjanna. „Dætur okkar ættu aldrei að þurfa að deila einkarými með karlkyns bekkjarfélögum sínum, jafnvel þó að þessir ungu menn séu að glíma við þessi vandamál,“ sagði Vicki Wilson, meðlimur í baráttusamtökum fyrir einrúmi nemenda. Á sama tíma sagði forseti bandarísku kennarasamtakanna Randi Weingarten að ákvörðun forsetans væri skref aftur á bak, í réttindum trans fólks. „Með því að draga til baka þessa vörn, hefur Trump stjórnin ógnað öryggi okkar viðkvæmustu barna. Að draga þessi tilmæli til baka segir trans krökkum að það sé í lagi ríkisstjórnarinnar vegna að þeim sé strítt og að þau séu áreitt í skólanum fyrir að vera trans.“
Donald Trump Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira