Ráðuneytið ekki fengið neinar upplýsingar um mál kennarans og ekki beðið um þær Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. febrúar 2017 15:31 Sigríður segir ekki víst að málið heyri undir íslensk stjórnvöld. vísir/ernir Dómsmálaráðuneytið hefur hvorki beðið um né fengið upplýsingar um mál velska kennarans sem meinað var að ferðast til Bandaríkjanna, sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á þingi í dag. Sigríður segir ekki víst að málið heyri undir íslensk stjórnvöld, líklega sé þetta mál Bandaríkjamanna og Breta. „Ég tók eftir þessum fréttum en mér er ekki kunnugt um hverju þetta sætir [...] Dómsmálaráðuneytinu hefur ekki borist nein skýring á þessu og svo sem ekki verið að óska eftir því enda er ekki endilega víst að þetta heyri undir íslensk stjórnvöld eins og þau eru. En það er væntanlega verið að kanna þetta í einhverju mögulegu samstarfi við utanríkisráðuneytið,“ sagði Sigríður.Vonsvikin með svör ráðherrans Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sem spurði Sigríði út í málið, lýsti yfir vonbrigðum með svör ráðherrans. Þessar aðgerðir hafi verið framkvæmdar af lögreglu og vegabréfaeftirliti sem hvoru tveggja falli undir dómsmálaráðuneytið. „Mér þykir leitt að heyra að helsti yfirmaður dómsmála hér á landi viti ekki um málið. En ég vil ítreka það hver ber ábyrgð á því að lögreglan og vegabréfaeftirlitið, sem heyrir undir hæstvirtan ráðherra, fór í þessar aðgerðir. Og veit hæstvirtur ráðherra hvort viðlíka aðgerðir gagnvart ríkisborgurum annarra landa hafi átt sér stað hér á landi,“ sagði Rósa Björk. Sigríður svaraði því til að þetta mál hafi komið upp mjög nýlega og því hafi hún engar upplýsingar um það. „Ég vona að háttvirtur þingmaður virði mér til vorkunnar að þetta er ekki beint eins og málið liggur á sviði ráðuneytisins, að minnsta kosti ekki enn sem komið er,“ sagði Sigríður.Var í skólaferðalagi Velski kennarinn heitir Juhel Miah og er múslimi frá Swansea. Hann var á ferð með öðrum kennurum og hóp af börnum á leið í skólaferð til New York 16. febrúar síðastliðinn. Eins og kunnugt er hafði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sett á ferðabann fólks frá sjö ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta en viku áður en Miah var meinað að fara til landsins hafði verið sett lögbann á ferðabann Trump. Ástæðan fyrir því að honum var vísað frá borði og ekki leyft að ferðast áfram til New York þangað sem för hans var heitið er sögð sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa honum að koma til Bandaríkjanna. Að öðru leyti hafa engar skýringar fengist á málinu. Donald Trump Tengdar fréttir Velski kennarinn: „Það eina sem ég vil er útskýring á þessu“ Engin skýring hefur verið gefin á því hvers vegna Juhel Miah, kennara frá Wales, var meinað að ferðast til Bandaríkjanna. 21. febrúar 2017 13:31 Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík: „Mér leið eins og glæpamanni“ Velskum kennara sem vísðað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. 21. febrúar 2017 08:36 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið hefur hvorki beðið um né fengið upplýsingar um mál velska kennarans sem meinað var að ferðast til Bandaríkjanna, sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á þingi í dag. Sigríður segir ekki víst að málið heyri undir íslensk stjórnvöld, líklega sé þetta mál Bandaríkjamanna og Breta. „Ég tók eftir þessum fréttum en mér er ekki kunnugt um hverju þetta sætir [...] Dómsmálaráðuneytinu hefur ekki borist nein skýring á þessu og svo sem ekki verið að óska eftir því enda er ekki endilega víst að þetta heyri undir íslensk stjórnvöld eins og þau eru. En það er væntanlega verið að kanna þetta í einhverju mögulegu samstarfi við utanríkisráðuneytið,“ sagði Sigríður.Vonsvikin með svör ráðherrans Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sem spurði Sigríði út í málið, lýsti yfir vonbrigðum með svör ráðherrans. Þessar aðgerðir hafi verið framkvæmdar af lögreglu og vegabréfaeftirliti sem hvoru tveggja falli undir dómsmálaráðuneytið. „Mér þykir leitt að heyra að helsti yfirmaður dómsmála hér á landi viti ekki um málið. En ég vil ítreka það hver ber ábyrgð á því að lögreglan og vegabréfaeftirlitið, sem heyrir undir hæstvirtan ráðherra, fór í þessar aðgerðir. Og veit hæstvirtur ráðherra hvort viðlíka aðgerðir gagnvart ríkisborgurum annarra landa hafi átt sér stað hér á landi,“ sagði Rósa Björk. Sigríður svaraði því til að þetta mál hafi komið upp mjög nýlega og því hafi hún engar upplýsingar um það. „Ég vona að háttvirtur þingmaður virði mér til vorkunnar að þetta er ekki beint eins og málið liggur á sviði ráðuneytisins, að minnsta kosti ekki enn sem komið er,“ sagði Sigríður.Var í skólaferðalagi Velski kennarinn heitir Juhel Miah og er múslimi frá Swansea. Hann var á ferð með öðrum kennurum og hóp af börnum á leið í skólaferð til New York 16. febrúar síðastliðinn. Eins og kunnugt er hafði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sett á ferðabann fólks frá sjö ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta en viku áður en Miah var meinað að fara til landsins hafði verið sett lögbann á ferðabann Trump. Ástæðan fyrir því að honum var vísað frá borði og ekki leyft að ferðast áfram til New York þangað sem för hans var heitið er sögð sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa honum að koma til Bandaríkjanna. Að öðru leyti hafa engar skýringar fengist á málinu.
Donald Trump Tengdar fréttir Velski kennarinn: „Það eina sem ég vil er útskýring á þessu“ Engin skýring hefur verið gefin á því hvers vegna Juhel Miah, kennara frá Wales, var meinað að ferðast til Bandaríkjanna. 21. febrúar 2017 13:31 Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík: „Mér leið eins og glæpamanni“ Velskum kennara sem vísðað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. 21. febrúar 2017 08:36 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Velski kennarinn: „Það eina sem ég vil er útskýring á þessu“ Engin skýring hefur verið gefin á því hvers vegna Juhel Miah, kennara frá Wales, var meinað að ferðast til Bandaríkjanna. 21. febrúar 2017 13:31
Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík: „Mér leið eins og glæpamanni“ Velskum kennara sem vísðað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. 21. febrúar 2017 08:36
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent