Varaforsetinn heitir stuðningi við ESB Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. febrúar 2017 06:45 Mike Pence og Donald Tusk á fundinum í gær. vísir/afp Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir Bandaríkin vilja stuðla að samvinnu og samkennd milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Þetta sagði Pence í ræðu sinni á fundi í höfuðstöðvum ESB í Brussel, höfuðborg Belgíu. BBC greinir frá því að með þessu vilji Pence róa embættismenn ESB sem óttuðust um samband stórveldanna eftir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta um sambandið. „Í dag nýt ég þeirra forréttinda að fá fyrir hönd forsetans að tilkynna ykkur um skuldbindingu Bandaríkjanna til samvinnu við Evrópusambandið,“ sagði Pence. „Þótt við kunnum að vera ósammála deila álfur okkar arfleifð, gildum og þeim tilgangi að stuðla að friði og frelsi, lýðræði, lögum og reglu. Að þessum markmiðum munum við áfram vinna,“ sagði varaforsetinn enn fremur. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði á fundinum að Evrópusambandið treysti á ótvíræðan stuðning Bandaríkjanna. „Eftir að hafa heyrt svona jákvæða yfirlýsingu verða jafnt Evrópubúar sem Bandaríkjamenn að láta verkin tala.“ Tusk vísaði til þess að stuðningur Bandaríkjanna hefði oft reynst mikilvægur. Vísaði hann til þess er Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna á níunda áratugnum, studdi Pólverja sem þá bjuggu við herlög sem ríkisstjórnin hafði sett. Aðrir embættismenn ESB tóku í sama streng og sögðu ummæli Pence hafa orðið til þess að endurvekja trú á áframhaldandi samstarfi við Bandaríkin. Reuters greinir frá því að þeir séu þó efins um að hversu miklu leyti Pence tali í raun máli forsetans. Pence hafi þó komið vel fyrir. Á undanförnum mánuðum, einkum í kosningabaráttu sinni á síðasta ári, urðu ummæli Trumps um ESB til að styggja háttsetta embættismenn innan sambandsins. Til að mynda þegar hann hvatti Breta til að yfirgefa sambandið og fagnaði svo útkomunni þegar Bretar kusu um að gera það í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ummæli Trumps um að Atlantshafsbandalagið væri úrelt í núverandi mynd bættu ekki úr skák. Pence vísaði einnig til þess á fundinum í gær að Bandaríkin hygðust halda skuldbindingar sínar við Atlantshafsbandalagið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir Bandaríkin vilja stuðla að samvinnu og samkennd milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Þetta sagði Pence í ræðu sinni á fundi í höfuðstöðvum ESB í Brussel, höfuðborg Belgíu. BBC greinir frá því að með þessu vilji Pence róa embættismenn ESB sem óttuðust um samband stórveldanna eftir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta um sambandið. „Í dag nýt ég þeirra forréttinda að fá fyrir hönd forsetans að tilkynna ykkur um skuldbindingu Bandaríkjanna til samvinnu við Evrópusambandið,“ sagði Pence. „Þótt við kunnum að vera ósammála deila álfur okkar arfleifð, gildum og þeim tilgangi að stuðla að friði og frelsi, lýðræði, lögum og reglu. Að þessum markmiðum munum við áfram vinna,“ sagði varaforsetinn enn fremur. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði á fundinum að Evrópusambandið treysti á ótvíræðan stuðning Bandaríkjanna. „Eftir að hafa heyrt svona jákvæða yfirlýsingu verða jafnt Evrópubúar sem Bandaríkjamenn að láta verkin tala.“ Tusk vísaði til þess að stuðningur Bandaríkjanna hefði oft reynst mikilvægur. Vísaði hann til þess er Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna á níunda áratugnum, studdi Pólverja sem þá bjuggu við herlög sem ríkisstjórnin hafði sett. Aðrir embættismenn ESB tóku í sama streng og sögðu ummæli Pence hafa orðið til þess að endurvekja trú á áframhaldandi samstarfi við Bandaríkin. Reuters greinir frá því að þeir séu þó efins um að hversu miklu leyti Pence tali í raun máli forsetans. Pence hafi þó komið vel fyrir. Á undanförnum mánuðum, einkum í kosningabaráttu sinni á síðasta ári, urðu ummæli Trumps um ESB til að styggja háttsetta embættismenn innan sambandsins. Til að mynda þegar hann hvatti Breta til að yfirgefa sambandið og fagnaði svo útkomunni þegar Bretar kusu um að gera það í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ummæli Trumps um að Atlantshafsbandalagið væri úrelt í núverandi mynd bættu ekki úr skák. Pence vísaði einnig til þess á fundinum í gær að Bandaríkin hygðust halda skuldbindingar sínar við Atlantshafsbandalagið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira