Reyndi að draga úr áhyggjum evrópskra embættismanna Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2017 12:05 Mike Pence og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB í Brussel í dag. Vísir/EPA Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, reyndi í dag að sannfæra evrópska ráðamenn um að Donald Trump og ný ríkisstjórn Bandaríkjanna vildi styrkja og bæta vinsamband Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Pence mætti miklum efasemdum meðal leiðtoga Evrópu. Trump hefur lýst yfir stuðningi við ákvörðun Breta að yfirgefa ESB og hefur hann sagt að sambandið muni leggja upp laupana eftir að fleiri ríki yfirgefi það. Pence sagði Trump vilja starfa með ESB að því að skapa frið og velmegun. „Sama hver munurinn er, þá byggja heimsálfurnar okkar tvær á sömu arfleifð, sömu gildum og umfram allt, þeim sama tilgangi að skapa frið og velmegun í gegnum frelsi, lýðræði og lög. Við stöndum við þau markmið,“ sagði Pence. Í gær lýsti Pence yfir eindrægum stuðningi Bandaríkjanna við Atlantshafsbandalagið, þar sem hann var á öryggisráðstefnu leiðtoga Evrópu í Þýskalandi. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði fundi sinn og Pence hafa verið opinn og hreinskilinn og hann hafi heyrt ýmislegt sem útskýri breyttar aðferðir ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Hann sagði svo marga nýja og óvænta hluti hafa verið sagða vestanhafs að ráðamenn í Evrópu gætu ekki látið eins og ekkert hefði breyst. Donald Trump Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, reyndi í dag að sannfæra evrópska ráðamenn um að Donald Trump og ný ríkisstjórn Bandaríkjanna vildi styrkja og bæta vinsamband Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Pence mætti miklum efasemdum meðal leiðtoga Evrópu. Trump hefur lýst yfir stuðningi við ákvörðun Breta að yfirgefa ESB og hefur hann sagt að sambandið muni leggja upp laupana eftir að fleiri ríki yfirgefi það. Pence sagði Trump vilja starfa með ESB að því að skapa frið og velmegun. „Sama hver munurinn er, þá byggja heimsálfurnar okkar tvær á sömu arfleifð, sömu gildum og umfram allt, þeim sama tilgangi að skapa frið og velmegun í gegnum frelsi, lýðræði og lög. Við stöndum við þau markmið,“ sagði Pence. Í gær lýsti Pence yfir eindrægum stuðningi Bandaríkjanna við Atlantshafsbandalagið, þar sem hann var á öryggisráðstefnu leiðtoga Evrópu í Þýskalandi. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði fundi sinn og Pence hafa verið opinn og hreinskilinn og hann hafi heyrt ýmislegt sem útskýri breyttar aðferðir ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Hann sagði svo marga nýja og óvænta hluti hafa verið sagða vestanhafs að ráðamenn í Evrópu gætu ekki látið eins og ekkert hefði breyst.
Donald Trump Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira