Varhugavert að sjúkdómsgreina Trump Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. febrúar 2017 10:15 Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, segir varhugavert að sjúkdómsgreina Bandaríkjaforseta. Vísir Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, segir varhugavert að sjúkdómsgreina Donald Trump Bandaríkjaforseta með hvers konar geðraskanir. Hann segir að gagnrýni á hegðun og stefnumál stjórnmálamanna geti farið fram án slíks. Þetta skrifar Halldór á Facebook siðu sinni í kjölfar ummæla Helga Helgasonar, formanns Íslensku Þjóðfylkingarinnar, um að forystumenn vinstrimanna á Íslandi séu „meira og minna þjakaðir af geðröskunum.“ „Ef til vill hafa fjölmiðlar vitað lengi af þessum veikleikum hjá vinstrimönnum (vegna þess að þetta hrjáir þá líka) og ekki fundist það fréttnæmt. Vinstrimenn hafa sjálfir sagt frá þessu og fengið meðaumkun og það er vel. En nú býr þetta sama fólk til fréttir um að Donald Trump sé með geðröskun og er fullt af vanlætingu. Þvílíkt pakk! Auðvitað er þetta tilbúningur. En svona vinnur þetta lið,“ skrifaði Helgi í Facebook hóp íslensku Þjóðfylkingarinnar. „Nú skil ég ekki alveg hverja nákvæmlega er verið að væna um hræsni hérna. Það er ekki nægilega heill þráður í 'röksemdafærslunni', svo langt sem hún nær, til þess að átta sig á því. En það er allavega ljóst að það má lesa þetta þannig að verið sé að ýja að því að ég sé mögulega í þessum hópi. Því þarf þá að svara,“ skrifar Halldór Auðar. Hann segist sammála því að tilhneigingin til að sjúkdómsgreina Trump sé mjög varhugaverð og hvimleið og að hann hafi ekki tekið þátt í því sjálfur. „Slíkar greiningar eru til að hjálpa fólki, ekki til að stimpla og jaðarsetja og nota sem tæki í einhverri pólitískri baráttu. Þær eru líka í raun ekkert annað en skáldskapur þegar þær fara ekki fram í samvinnu við viðkomandi manneskju og í návígi við hana. Gagnrýni á hegðun og stefnumál stjórnmálamanna getur algjörlega farið fram án þeirra - og á að gera það.“ Margir hafa efast um geðheilsu Donalds Trump Bandaríkjaforseta undanfarin misseri. Dan P. McAdams, prófessor í sálfræði við Northwestern háskólann, skrifaði til að mynda langa grein í the Atlantic í júní á síðasta ári þar sem hann sálgreindi Trump og komst meðal annars að þeirri niðurstöðu að hann væri sjálfdýrkandi. Þá er talið að þingmenn Repúblikanaflokksins hafi miklar áhyggjur af andlegri heilsu forsetans. Donald Trump Tengdar fréttir Bandarískir þingmenn hafa áhyggjur af andlegri heilsu Trump Nokkrir bandarískir þingmenn úr Repúblikanaflokknum, hafa áhyggjur af andlegri heilsu forsetans, Donalds Trump. 12. febrúar 2017 18:54 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, segir varhugavert að sjúkdómsgreina Donald Trump Bandaríkjaforseta með hvers konar geðraskanir. Hann segir að gagnrýni á hegðun og stefnumál stjórnmálamanna geti farið fram án slíks. Þetta skrifar Halldór á Facebook siðu sinni í kjölfar ummæla Helga Helgasonar, formanns Íslensku Þjóðfylkingarinnar, um að forystumenn vinstrimanna á Íslandi séu „meira og minna þjakaðir af geðröskunum.“ „Ef til vill hafa fjölmiðlar vitað lengi af þessum veikleikum hjá vinstrimönnum (vegna þess að þetta hrjáir þá líka) og ekki fundist það fréttnæmt. Vinstrimenn hafa sjálfir sagt frá þessu og fengið meðaumkun og það er vel. En nú býr þetta sama fólk til fréttir um að Donald Trump sé með geðröskun og er fullt af vanlætingu. Þvílíkt pakk! Auðvitað er þetta tilbúningur. En svona vinnur þetta lið,“ skrifaði Helgi í Facebook hóp íslensku Þjóðfylkingarinnar. „Nú skil ég ekki alveg hverja nákvæmlega er verið að væna um hræsni hérna. Það er ekki nægilega heill þráður í 'röksemdafærslunni', svo langt sem hún nær, til þess að átta sig á því. En það er allavega ljóst að það má lesa þetta þannig að verið sé að ýja að því að ég sé mögulega í þessum hópi. Því þarf þá að svara,“ skrifar Halldór Auðar. Hann segist sammála því að tilhneigingin til að sjúkdómsgreina Trump sé mjög varhugaverð og hvimleið og að hann hafi ekki tekið þátt í því sjálfur. „Slíkar greiningar eru til að hjálpa fólki, ekki til að stimpla og jaðarsetja og nota sem tæki í einhverri pólitískri baráttu. Þær eru líka í raun ekkert annað en skáldskapur þegar þær fara ekki fram í samvinnu við viðkomandi manneskju og í návígi við hana. Gagnrýni á hegðun og stefnumál stjórnmálamanna getur algjörlega farið fram án þeirra - og á að gera það.“ Margir hafa efast um geðheilsu Donalds Trump Bandaríkjaforseta undanfarin misseri. Dan P. McAdams, prófessor í sálfræði við Northwestern háskólann, skrifaði til að mynda langa grein í the Atlantic í júní á síðasta ári þar sem hann sálgreindi Trump og komst meðal annars að þeirri niðurstöðu að hann væri sjálfdýrkandi. Þá er talið að þingmenn Repúblikanaflokksins hafi miklar áhyggjur af andlegri heilsu forsetans.
Donald Trump Tengdar fréttir Bandarískir þingmenn hafa áhyggjur af andlegri heilsu Trump Nokkrir bandarískir þingmenn úr Repúblikanaflokknum, hafa áhyggjur af andlegri heilsu forsetans, Donalds Trump. 12. febrúar 2017 18:54 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Bandarískir þingmenn hafa áhyggjur af andlegri heilsu Trump Nokkrir bandarískir þingmenn úr Repúblikanaflokknum, hafa áhyggjur af andlegri heilsu forsetans, Donalds Trump. 12. febrúar 2017 18:54