Segir að svona byrji ferill einræðisherra Guðsteinn Bjarnason skrifar 20. febrúar 2017 07:00 John McCain á alþjóðlegri öryggisráðstefnu í München um helgina. vísir/epa Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John McCain segir að óþol Donalds Trump gagnvart fjölmiðlum grafi undan lýðræðinu. Það sé einmitt þannig sem einræðisherrar byrji valdaferil sinn. Sjálfur sagðist McCain reyndar ekki þola fjölmiðla, en hann geri sér fulla grein fyrir því hve nauðsynlegir þeir séu. „Mér er mikil alvara með þessu, að ef við viljum halda í það lýðræðisskipulag sem við þekkjum, þá verðum við að hafa frjálsa og stundum fjandsamlega fjölmiðla,“ sagði hann í viðtali í Þýskalandi um helgina. „Án þeirra óttast ég að við myndum glata svo miklu af einstaklingsfrelsi okkar með tímanum. Það er svoleiðis sem einræðisherrar byrja.“ Í dag er mánuður liðinn frá því Donald Trump tók við völdum. Þessar fáu vikur hefur hann hvað eftir annað úthúðað fjölmiðlum fyrir að birta fréttir sem honum þóknast ekki. Hann segir þá vera óheiðarlega, flytja falskar og upplognar fréttir. Nú síðast sagði hann nokkra helstu fjölmiðla Bandaríkjanna vera „óvin bandarísku þjóðarinnar“. Hann hefur einnig sagt fjölmiðlana vera stjórnarandstöðuflokk gegn sér og ríkisstjórn sinni. Hann ætli sér hins vegar ekki að láta fjölmiðlana komast upp með það: „Þegar fjölmiðlarnir ljúga að fólki mun ég aldrei láta þá komast upp með það.“ McCain tók um helgina þátt í árlegri öryggisráðstefnu í München ásamt mörgum helstu leiðtogum Vesturlanda. Þar var einnig Mike Pence, varaforseti Trumps, sem hitti þar meðal annars Angelu Merkel Þýskalandskanslara. Pence hélt einnig í heimsókn til Dachau til að skoða þar útrýmingarbúðir nasista, þar sem hann hitti meðal annars fólk sem lifði af vítisdvölina þar. Hann sagði það hafa verið áhrifamikla og tilfinningaþrungna stund.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John McCain segir að óþol Donalds Trump gagnvart fjölmiðlum grafi undan lýðræðinu. Það sé einmitt þannig sem einræðisherrar byrji valdaferil sinn. Sjálfur sagðist McCain reyndar ekki þola fjölmiðla, en hann geri sér fulla grein fyrir því hve nauðsynlegir þeir séu. „Mér er mikil alvara með þessu, að ef við viljum halda í það lýðræðisskipulag sem við þekkjum, þá verðum við að hafa frjálsa og stundum fjandsamlega fjölmiðla,“ sagði hann í viðtali í Þýskalandi um helgina. „Án þeirra óttast ég að við myndum glata svo miklu af einstaklingsfrelsi okkar með tímanum. Það er svoleiðis sem einræðisherrar byrja.“ Í dag er mánuður liðinn frá því Donald Trump tók við völdum. Þessar fáu vikur hefur hann hvað eftir annað úthúðað fjölmiðlum fyrir að birta fréttir sem honum þóknast ekki. Hann segir þá vera óheiðarlega, flytja falskar og upplognar fréttir. Nú síðast sagði hann nokkra helstu fjölmiðla Bandaríkjanna vera „óvin bandarísku þjóðarinnar“. Hann hefur einnig sagt fjölmiðlana vera stjórnarandstöðuflokk gegn sér og ríkisstjórn sinni. Hann ætli sér hins vegar ekki að láta fjölmiðlana komast upp með það: „Þegar fjölmiðlarnir ljúga að fólki mun ég aldrei láta þá komast upp með það.“ McCain tók um helgina þátt í árlegri öryggisráðstefnu í München ásamt mörgum helstu leiðtogum Vesturlanda. Þar var einnig Mike Pence, varaforseti Trumps, sem hitti þar meðal annars Angelu Merkel Þýskalandskanslara. Pence hélt einnig í heimsókn til Dachau til að skoða þar útrýmingarbúðir nasista, þar sem hann hitti meðal annars fólk sem lifði af vítisdvölina þar. Hann sagði það hafa verið áhrifamikla og tilfinningaþrungna stund.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira