Yfir 90 prósent sjúklinga hafa reykt Vera Einarsdóttir skrifar 8. mars 2017 16:45 Ef sjúkdómurinn greinist á fyrri stigum er meðferðin einfaldari og horfurnar góðar. Ef hann er hins vegar lengra genginn við greiningu vandast málið. MYND/EYÞÓR Arnar Þór Guðjónsson, yfirlæknir háls-, nef-, og eyrnalækninga á Landspítalanum, meðhöndlar sjúklinga sem fá flöguþekjukrabbamein á höfuð- og hálssvæði en þau eru í yfir níutíu prósentum tilfella tengd reykingum. Hann segir meðferðina oftar en ekki þunga og lífsgæði þeirra sem greinast skert. Það fari þó eftir því á hvaða stigi sjúkdómurinn greinist. Hann segir flesta hætta að reykja eftir greiningu. Flöguþekjukrabbamein á höfuð- og hálssvæði getur komið fram í raddböndum, koki, munnholi, tungurót, tungu og vörum svo dæmi séu nefnd. Meðalaldur við greiningu er um 60 ár. Yfir 90 prósent sjúklinga hafa reykt. Höfuð- og hálssvæðið er eðli málsins samkvæmt mjög útsett fyrir tóbaksreyk. Ef áfengis hefur auk þess verið neytt í óhófi allt upp í fertugfaldast áhættan á að mynda krabbamein af þessu tagi. Að meðaltali greinast um 20-30 einstaklingar á ári. „Ef sjúkdómurinn greinist á fyrri stigum er meðferðin einfaldari og horfurnar góðar. Ef hann er hins vegar lengra genginn við greiningu vandast málið. Meðferðin verður fjölþættari og kallar á samstarf fleiri faggreina,“ segir Arnar. „Fyrst kemur til kasta okkar háls-, nef- og eyrnaskurðlækna en svo getur þurft að kalla til lýtalækna til að enduruppbyggja vefi sem hefur þurft að fjarlægja. Eins eru krabbameinslæknar mikilvægur hluti af teyminu. Þeir beita geislameðferð, með eða án lyfjameðferðar, sem eftirmeðferð eða frummeðferð í völdum tilvikum. Í teyminu eru sömuleiðis hjúkrunarfræðingar, næringarfræðingar og talmeinafræðingar,“ upplýsir Arnar.Meðferðin löng og strembin Þegar sjúkdómurinn er lengra genginn er meðferðin yfirleitt löng og strembin. „Geislameðferðin ein og sér tekur að minnsta kosti sjö vikur. Hún getur reynst sjúklingum þung enda verið að geisla svæði sem þeir nota til að anda og nærast. Margir upplifa svo kyngingarvandamál, munnþurrk og bragðskynstruflanir til frambúðar og langflestir megrast.“ En hver eru einkennin? „Það fer eftir því á hvaða svæði sjúkdómurinn kemur fram. Ef hann er á raddbandi verður sjúklingurinn hás, ef hann er í koki geta komið fram kyngingarerfiðleikar og stundum getur birst eymslalaus hnútur á hálsi. Ef hann er í nefholi getur sjúklingur orðið stíflaður og fengið blóðnasir. Sjúkdómurinn getur líka komið fram í munnholi og á vörum og þá sést hann yfirleitt með berum augum. Ef hann er djúpt ofan í kokinu getur hann hins vegar verið búinn að vaxa talsvert áður en einkenna verður vart,“ útskýrir Arnar.Afdrifaríkar afleiðingar Afleiðingarnar fara eftir því hvar sjúkdómurinn kemur fram og hversu langt hann er genginn. „Ef sjúklingur er með útbreitt krabbamein á raddböndum sem búið er að geisla án árangurs getur þurft að fjarlægja allt barkakýlið og skilja eftir gat á hálsi. Sjúklingurinn missir þá röddina en getur myndað hljóð og gert sig skiljanlegan með tungu og kokvöðvum,“ upplýsir Arnar en að jafnaði eru gerðar um þrjár slíkar aðgerðir á ári. „Ef krabbamein í slímhúð grefur sig inn í bein getur þurft að taka stóran hluta af neðri kjálka og byggja hann upp á ný með beini úr fæti, en hvort tveggja hefur eins og gefur að skilja í för með breytt útlit og skert lífsgæði. Það sama á við um margar aðrar birtingarmyndir þessa meins.“ Arnar segir að horfur hjá þeim sem greinast á seinni stigum mættu vera betri. „Krabbameinið getur líka dreift sér til eitla í hálsi en við það versna horfurnar. Ef meinið nær að dreifa sér í lungu og bein er staðan orðin mjög slæm.“Flestir hætta að reykja Aðspurður segir Arnar alla sjúklinga sem greinast með krabbamein af þessu tagi hvatta til að hætta að reykja og að flestir geri það. „Rannsóknir sýna að ef menn halda áfram eru horfurnar sjálfkrafa 25-30 prósent verri.“ En hvað með munntóbak? „Það veldur óumdeilanlega ertingu á slímhúð. Ekki hefur þó enn verið hægt að sýna fram á sömu tengsl á milli munntóbaks og krabbameins og reyktóbaks og krabbameins. Hins vegar má benda á að það tók langan tíma að sýna fram á tengsl reykinga og krabbameins svo auðvitað er best að láta þetta allt saman vera. Það sama á við um rafrettur og aðrar tóbaksvörur enda vitum við ekkert um skaðsemi þeirra til langs tíma. Í dag erum við að meðhöndla sjúklinga sem byrjuðu að reykja fyrir áratugum síðan. Ég vona að við förum ekki að búa til ný vandamál.“Viðtalið birtist fyrst í fylgiriti Fréttablaðsins um Mottumars, sem unnið var í samstarfi við Krabbameinsfélagið. Heilsa Rafrettur Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira
Arnar Þór Guðjónsson, yfirlæknir háls-, nef-, og eyrnalækninga á Landspítalanum, meðhöndlar sjúklinga sem fá flöguþekjukrabbamein á höfuð- og hálssvæði en þau eru í yfir níutíu prósentum tilfella tengd reykingum. Hann segir meðferðina oftar en ekki þunga og lífsgæði þeirra sem greinast skert. Það fari þó eftir því á hvaða stigi sjúkdómurinn greinist. Hann segir flesta hætta að reykja eftir greiningu. Flöguþekjukrabbamein á höfuð- og hálssvæði getur komið fram í raddböndum, koki, munnholi, tungurót, tungu og vörum svo dæmi séu nefnd. Meðalaldur við greiningu er um 60 ár. Yfir 90 prósent sjúklinga hafa reykt. Höfuð- og hálssvæðið er eðli málsins samkvæmt mjög útsett fyrir tóbaksreyk. Ef áfengis hefur auk þess verið neytt í óhófi allt upp í fertugfaldast áhættan á að mynda krabbamein af þessu tagi. Að meðaltali greinast um 20-30 einstaklingar á ári. „Ef sjúkdómurinn greinist á fyrri stigum er meðferðin einfaldari og horfurnar góðar. Ef hann er hins vegar lengra genginn við greiningu vandast málið. Meðferðin verður fjölþættari og kallar á samstarf fleiri faggreina,“ segir Arnar. „Fyrst kemur til kasta okkar háls-, nef- og eyrnaskurðlækna en svo getur þurft að kalla til lýtalækna til að enduruppbyggja vefi sem hefur þurft að fjarlægja. Eins eru krabbameinslæknar mikilvægur hluti af teyminu. Þeir beita geislameðferð, með eða án lyfjameðferðar, sem eftirmeðferð eða frummeðferð í völdum tilvikum. Í teyminu eru sömuleiðis hjúkrunarfræðingar, næringarfræðingar og talmeinafræðingar,“ upplýsir Arnar.Meðferðin löng og strembin Þegar sjúkdómurinn er lengra genginn er meðferðin yfirleitt löng og strembin. „Geislameðferðin ein og sér tekur að minnsta kosti sjö vikur. Hún getur reynst sjúklingum þung enda verið að geisla svæði sem þeir nota til að anda og nærast. Margir upplifa svo kyngingarvandamál, munnþurrk og bragðskynstruflanir til frambúðar og langflestir megrast.“ En hver eru einkennin? „Það fer eftir því á hvaða svæði sjúkdómurinn kemur fram. Ef hann er á raddbandi verður sjúklingurinn hás, ef hann er í koki geta komið fram kyngingarerfiðleikar og stundum getur birst eymslalaus hnútur á hálsi. Ef hann er í nefholi getur sjúklingur orðið stíflaður og fengið blóðnasir. Sjúkdómurinn getur líka komið fram í munnholi og á vörum og þá sést hann yfirleitt með berum augum. Ef hann er djúpt ofan í kokinu getur hann hins vegar verið búinn að vaxa talsvert áður en einkenna verður vart,“ útskýrir Arnar.Afdrifaríkar afleiðingar Afleiðingarnar fara eftir því hvar sjúkdómurinn kemur fram og hversu langt hann er genginn. „Ef sjúklingur er með útbreitt krabbamein á raddböndum sem búið er að geisla án árangurs getur þurft að fjarlægja allt barkakýlið og skilja eftir gat á hálsi. Sjúklingurinn missir þá röddina en getur myndað hljóð og gert sig skiljanlegan með tungu og kokvöðvum,“ upplýsir Arnar en að jafnaði eru gerðar um þrjár slíkar aðgerðir á ári. „Ef krabbamein í slímhúð grefur sig inn í bein getur þurft að taka stóran hluta af neðri kjálka og byggja hann upp á ný með beini úr fæti, en hvort tveggja hefur eins og gefur að skilja í för með breytt útlit og skert lífsgæði. Það sama á við um margar aðrar birtingarmyndir þessa meins.“ Arnar segir að horfur hjá þeim sem greinast á seinni stigum mættu vera betri. „Krabbameinið getur líka dreift sér til eitla í hálsi en við það versna horfurnar. Ef meinið nær að dreifa sér í lungu og bein er staðan orðin mjög slæm.“Flestir hætta að reykja Aðspurður segir Arnar alla sjúklinga sem greinast með krabbamein af þessu tagi hvatta til að hætta að reykja og að flestir geri það. „Rannsóknir sýna að ef menn halda áfram eru horfurnar sjálfkrafa 25-30 prósent verri.“ En hvað með munntóbak? „Það veldur óumdeilanlega ertingu á slímhúð. Ekki hefur þó enn verið hægt að sýna fram á sömu tengsl á milli munntóbaks og krabbameins og reyktóbaks og krabbameins. Hins vegar má benda á að það tók langan tíma að sýna fram á tengsl reykinga og krabbameins svo auðvitað er best að láta þetta allt saman vera. Það sama á við um rafrettur og aðrar tóbaksvörur enda vitum við ekkert um skaðsemi þeirra til langs tíma. Í dag erum við að meðhöndla sjúklinga sem byrjuðu að reykja fyrir áratugum síðan. Ég vona að við förum ekki að búa til ný vandamál.“Viðtalið birtist fyrst í fylgiriti Fréttablaðsins um Mottumars, sem unnið var í samstarfi við Krabbameinsfélagið.
Heilsa Rafrettur Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira