Ísland í fararbroddi í jafnréttismálum Þorsteinn Víglundsson skrifar 8. mars 2017 09:47 Til hamingju með daginn konur. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna er gott til þess að hugsa að staða í jafnréttismálum á Íslandi er sterk í alþjóðlegum samanburði. Samkvæmt Global Gender Gap Report skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) er Ísland í efsta sæti og hefur raunar skipað efsta sætið síðustu 7 ár. Við erum vissulega í fremstu röð í dag og ef við ætlum að halda stöðu okkar þar þurfum við stöðugt að horfa til þess sem við getum bætt.Mikil atvinnuþátttaka kvenna Þegar horft er til þeirra þátta sem mæla árangur landa kemur í ljós að Ísland er í fyrsta sæti hvað varðar forystu kvenna á sviði stjórnmálanna og aðgengi að menntun. Eftir síðustu kosningar náðist sá jákvæði árangur að á Alþingi er hlutfall kvenna nú 48%. Ísland er sömuleiðis í hópi tíu efstu landa um atvinnuþátttöku og tækifæra á vinnumarkaði og í 11. sæti þegar litið er til kynbundins launamisréttis. Sérstaða íslensks vinnumarkaðar hefur raunar lengi verið sá að hlutfall kvenna á vinnumarkaði er meðal þess hæsta sem þekkist í heiminum. Atvinnuþátttaka kvenna er raunar ein sú mesta sem mælist meðal OECD ríkja. Á árinu 2014 var hún þannig 78,2% en á hinum Norðurlöndunum mælist hún um 70%.Kynbundinn launamunur er staðreynd Það er helst hvað varðar tvö tiltekin vandamál sem mest er eftir óunnið, annarsvegar hvað varðar kynbundinn launamun og hinsvegar hvað varðar kynbundið ofbeldi. Þrátt fyrir almennt góðu stöðu glímum við enn við þann veruleika að konur fá greidd lægri laun vegna kynferðis og við glímum enn við að konur eru færri í ábyrgðarstöðum í viðskiptalífinu. Að þessu leyti er viðskiptalífið eftirbátur stjórnmálanna. Konum hefur fjölgað í stjórnum með setningu laga um kynjahlutföll en eftir stendur að fáar konur eru stjórnarformenn eða forstjórar stærstu fyrirtækja landsins. Aðgerðir til að vinna gegn kynbundnum launamun eru sannarlega meðal brýnustu verkefna jafnréttismála. Fyrsta íslenska rannsóknin á kynbundnum launamun sem tók til vinnumarkaðarins í heild var unnin af Hagstofu Íslands. Hún byggist á viðamiklum gagnagrunni um laun og margvíslegum þáttum um stöðu 70.0000 launamanna á árunum 2008–2013. Niðurstaðan var sú að kynbundinn launamunur var 7,6% á vinnumarkaðinum í heild þegar horft var til alls tímabilsins. Á almennum vinnumarkaði mælist meiri kynbundinn launamunur en á opinberum vinnumarkaði, en á hinum almenna vinnumarkaði var hann 7,8% en aftur á móti 7% á hinum opinbera. Allt tal um að vafi sé á kynbundnum launamun er því einfaldlega rangt, viðamiklar rannsóknir sýna þennan mun aftur og aftur.Aðgerðir til að tryggja launajafnrétti Innan skamms verður kynnt frumvarp um jafnlaunavottun, sem miðar að því að ná fram launajafnrétti karla og kvenna. Þá eru á döfinni hækkanir á greiðslum til foreldra í fæðingarorlofi. Ein afleiðing hrunsins var sú að stjórnvöld lækkuðu greiðslur til foreldra í fæðingarolofi nokkuð. Það varð til þess að mun færri börn nutu samvista við feður í fæðingarorlofi en áður var. Afleiðingin varð sú að feður í lægsta og hæsta tekjuþrepinu minnkuðu töku fæðingarorlofs til mikilla muna. Alvarlegri afleiðing þess að feður taka styttra fæðingarorlof er sú að með því aukast líkur á því að tími barna heimavið styttist, þar sem minni nýting á fæðingaorlofi getur orðið til þess að börnin fari fyrr í dagvistun. Að þessu leyti má því færa rök fyrir því að hærri greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi stuðli að lengra fæðingarorlofi, þar sem foreldrar fullnýta þá frekar rétt sinn. Sjálfstæður réttur feðra til töku fæðingarorlofs er þess vegna ekki síður rétt barns til samvista við báða foreldra. Þann 8. mars getum við verið stolt af miklum árangri okkar sem þjóðar í jafnréttismálum. Sá góði árangur á að vera okkur öllum hvatning til að halda áfram og vera í fararbroddi í jafnréttismálum á heimsvísu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Til hamingju með daginn konur. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna er gott til þess að hugsa að staða í jafnréttismálum á Íslandi er sterk í alþjóðlegum samanburði. Samkvæmt Global Gender Gap Report skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) er Ísland í efsta sæti og hefur raunar skipað efsta sætið síðustu 7 ár. Við erum vissulega í fremstu röð í dag og ef við ætlum að halda stöðu okkar þar þurfum við stöðugt að horfa til þess sem við getum bætt.Mikil atvinnuþátttaka kvenna Þegar horft er til þeirra þátta sem mæla árangur landa kemur í ljós að Ísland er í fyrsta sæti hvað varðar forystu kvenna á sviði stjórnmálanna og aðgengi að menntun. Eftir síðustu kosningar náðist sá jákvæði árangur að á Alþingi er hlutfall kvenna nú 48%. Ísland er sömuleiðis í hópi tíu efstu landa um atvinnuþátttöku og tækifæra á vinnumarkaði og í 11. sæti þegar litið er til kynbundins launamisréttis. Sérstaða íslensks vinnumarkaðar hefur raunar lengi verið sá að hlutfall kvenna á vinnumarkaði er meðal þess hæsta sem þekkist í heiminum. Atvinnuþátttaka kvenna er raunar ein sú mesta sem mælist meðal OECD ríkja. Á árinu 2014 var hún þannig 78,2% en á hinum Norðurlöndunum mælist hún um 70%.Kynbundinn launamunur er staðreynd Það er helst hvað varðar tvö tiltekin vandamál sem mest er eftir óunnið, annarsvegar hvað varðar kynbundinn launamun og hinsvegar hvað varðar kynbundið ofbeldi. Þrátt fyrir almennt góðu stöðu glímum við enn við þann veruleika að konur fá greidd lægri laun vegna kynferðis og við glímum enn við að konur eru færri í ábyrgðarstöðum í viðskiptalífinu. Að þessu leyti er viðskiptalífið eftirbátur stjórnmálanna. Konum hefur fjölgað í stjórnum með setningu laga um kynjahlutföll en eftir stendur að fáar konur eru stjórnarformenn eða forstjórar stærstu fyrirtækja landsins. Aðgerðir til að vinna gegn kynbundnum launamun eru sannarlega meðal brýnustu verkefna jafnréttismála. Fyrsta íslenska rannsóknin á kynbundnum launamun sem tók til vinnumarkaðarins í heild var unnin af Hagstofu Íslands. Hún byggist á viðamiklum gagnagrunni um laun og margvíslegum þáttum um stöðu 70.0000 launamanna á árunum 2008–2013. Niðurstaðan var sú að kynbundinn launamunur var 7,6% á vinnumarkaðinum í heild þegar horft var til alls tímabilsins. Á almennum vinnumarkaði mælist meiri kynbundinn launamunur en á opinberum vinnumarkaði, en á hinum almenna vinnumarkaði var hann 7,8% en aftur á móti 7% á hinum opinbera. Allt tal um að vafi sé á kynbundnum launamun er því einfaldlega rangt, viðamiklar rannsóknir sýna þennan mun aftur og aftur.Aðgerðir til að tryggja launajafnrétti Innan skamms verður kynnt frumvarp um jafnlaunavottun, sem miðar að því að ná fram launajafnrétti karla og kvenna. Þá eru á döfinni hækkanir á greiðslum til foreldra í fæðingarorlofi. Ein afleiðing hrunsins var sú að stjórnvöld lækkuðu greiðslur til foreldra í fæðingarolofi nokkuð. Það varð til þess að mun færri börn nutu samvista við feður í fæðingarorlofi en áður var. Afleiðingin varð sú að feður í lægsta og hæsta tekjuþrepinu minnkuðu töku fæðingarorlofs til mikilla muna. Alvarlegri afleiðing þess að feður taka styttra fæðingarorlof er sú að með því aukast líkur á því að tími barna heimavið styttist, þar sem minni nýting á fæðingaorlofi getur orðið til þess að börnin fari fyrr í dagvistun. Að þessu leyti má því færa rök fyrir því að hærri greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi stuðli að lengra fæðingarorlofi, þar sem foreldrar fullnýta þá frekar rétt sinn. Sjálfstæður réttur feðra til töku fæðingarorlofs er þess vegna ekki síður rétt barns til samvista við báða foreldra. Þann 8. mars getum við verið stolt af miklum árangri okkar sem þjóðar í jafnréttismálum. Sá góði árangur á að vera okkur öllum hvatning til að halda áfram og vera í fararbroddi í jafnréttismálum á heimsvísu.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun