Krefjast þess að dómari verði sviptur embætti eftir umdeild ummæli Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. mars 2017 23:05 Mynd úr safni. vísir/getty Hátt í fjörutíu þúsund manns hafa ritað nafn sitt á lista þar sem þess er krafist að kanadískur héraðsdómari verði sviptur embætti. Ástæðan er að dómarinn sýknaði karlmann, leigubílstjóra, af kynferðisbroti á grundvelli þess að „ölvaðir geti augljóslega veitt samþykki sitt“.Fram kemur á vef Guardian að maðurinn hafi verið sakaður um að hafa nauðgað konu á þrítugsaldri í leigubíl sínum árið 2015. Lögreglan kom að konunni hálfnaktri og áfengisdauðri í aftursæti leigubílsins. Maðurinn var þá ber að neðan í framsætinu með fatnað konunnar í fanginu. DNA konunnar fannst á efri vör mannsins sem var búinn að renna niður buxnaklaufinni og illa girtur. Konan sagðist fyrir dómi lítið sem ekkert muna eftir kvöldinu. Kvaðst hún muna eftir að hafa drukkið þrjá drykki; tvö tekílaskot og kokteil á skemmtistað í miðbænum, en fátt annað. Áfengismagn í blóði hennar var þrefalt hærra en leyfilegt er við akstur. Dómur var kveðinn upp í síðustu viku. Dómarinn, Gregory Lenehan, sagði að þrátt fyrir að enginn vafi leiki á því að konan hafi verið drukkin þá verði niðurstaðan að ráðast af því hvort konan hafi veitt samþykki fyrir samræðinu eða ekki. Bætt hann við að honum hugnaðist ekki að konurnar í sínu lífi fengu far með leigubílstjóranum. „Manneskja getur ekki veitt samþykki ef hún er meðvitundarlaus eða ef hún er undir það miklum áhrifum áfengis eða vímuefna að hún áttar sig ekki á aðstæðum,“ sagði Lenehan. „Það þýðir hins vegar ekki að manneskja undir áhrifum geti ekki samþykkt kynferðislegar athafnir. Augljóslega getur ölvaður einstaklingur veitt samþykki sitt.“ Þá sagði hann minnisleysi ekki jafngilda neitun. Málið hefur vakið mikla reiði í Kanada og þegar hafa verið skipulagðar tvær mótmælagöngur í landinu. Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Fleiri fréttir Í deilum við nágrannann vegna tráa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Sjá meira
Hátt í fjörutíu þúsund manns hafa ritað nafn sitt á lista þar sem þess er krafist að kanadískur héraðsdómari verði sviptur embætti. Ástæðan er að dómarinn sýknaði karlmann, leigubílstjóra, af kynferðisbroti á grundvelli þess að „ölvaðir geti augljóslega veitt samþykki sitt“.Fram kemur á vef Guardian að maðurinn hafi verið sakaður um að hafa nauðgað konu á þrítugsaldri í leigubíl sínum árið 2015. Lögreglan kom að konunni hálfnaktri og áfengisdauðri í aftursæti leigubílsins. Maðurinn var þá ber að neðan í framsætinu með fatnað konunnar í fanginu. DNA konunnar fannst á efri vör mannsins sem var búinn að renna niður buxnaklaufinni og illa girtur. Konan sagðist fyrir dómi lítið sem ekkert muna eftir kvöldinu. Kvaðst hún muna eftir að hafa drukkið þrjá drykki; tvö tekílaskot og kokteil á skemmtistað í miðbænum, en fátt annað. Áfengismagn í blóði hennar var þrefalt hærra en leyfilegt er við akstur. Dómur var kveðinn upp í síðustu viku. Dómarinn, Gregory Lenehan, sagði að þrátt fyrir að enginn vafi leiki á því að konan hafi verið drukkin þá verði niðurstaðan að ráðast af því hvort konan hafi veitt samþykki fyrir samræðinu eða ekki. Bætt hann við að honum hugnaðist ekki að konurnar í sínu lífi fengu far með leigubílstjóranum. „Manneskja getur ekki veitt samþykki ef hún er meðvitundarlaus eða ef hún er undir það miklum áhrifum áfengis eða vímuefna að hún áttar sig ekki á aðstæðum,“ sagði Lenehan. „Það þýðir hins vegar ekki að manneskja undir áhrifum geti ekki samþykkt kynferðislegar athafnir. Augljóslega getur ölvaður einstaklingur veitt samþykki sitt.“ Þá sagði hann minnisleysi ekki jafngilda neitun. Málið hefur vakið mikla reiði í Kanada og þegar hafa verið skipulagðar tvær mótmælagöngur í landinu.
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Fleiri fréttir Í deilum við nágrannann vegna tráa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Sjá meira