Sigmundur rekur í löngu máli hvers vegna hann þolir ekki ananas á pizzur Birgir Olgeirsson skrifar 7. mars 2017 17:26 "Ávextir sem notaðir eru til að framleiða safa eiga ekki heima á pizzu,“ segir Sigmundur Davið Vísir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur blandað sér í stóra „ananas-á-pizzu“ málið. Líkt og flestir vita sprengdi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, það mál upp þegar hann sagði í góðu gríni að ef hann gæti þá myndi hann banna ananas á pizzur. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, steig fram skömmu síðar og sagðist vera hlynntur ananas á pizzum en það fékk Sigmund Davíð til að lýsa yfir sinni skoðun. Á Facebook-síðu sinni segist Sigmundur hafa verið hrifinn af ananas frá barnæsku og þótti ananasdjús bestur djúsa. „En ananas á alls ekki heima á pizzu, ekki frekar en sýrður rjómi á sushi,“ segir Sigmundur og dregur síðan fram fjóra liði máli sínu til stuðnings. Hann segir ananas um margt líkan sítrusávöxtum eins og appelsínum og sítrónum og enginn myndi panta pizzu með slíkum ávöxtum. „Ávextir sem notaðir eru til að framleiða safa eiga ekki heima á pizzu,“ skrifar Sigmundur. Hann segir súrsæta ananasbragðið ekki renna saman við annað bragð á pizzunni og virkar eins og truflandi aðskotaefni. Þá vill hann meina að hitastig ananasbitanna sé iðulega á skjön við restina af pizzunni og að hann geti valdið brunasárum. „Svo kólnar ananasinn og verður kaldari en restin af pizzunni (og auðvitað slepjulegri).“ Hann segir auk þess að þegar ananas sé hitaður þá leki súr safi úr honum þannig að hver einasti biti mengar út frá sér. „Á heimilinu ríkir ekki einhugur um ananasmálið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir mínar til að fara yfir þessi atriði. Það hefur verið reynt að leysa málið með því að panta bara ananas á helminginn en það er ekki fullkomin lausn því safinn lekur yfir á hreina helminginn og skemmir hann að hluta,“ skrifar Sigmundur. Hann segir áhuga forseta Íslands að banna ananas á pizzum því skiljanlegan. „Það ætti alla vega við um bann við ananas á stórum pizzum. Hugsanleg málamiðlun væri sú að fólki yrði leyft að panta sér einstaklingspizzur með ananas ef þær yrðu afgreiddar á afmörkuðum svæðum á pizzustöðum. Svo væri náttúrulega hægt að leysa málið með því að borða bara íslenskan mat.“ Ananas á pítsu Tengdar fréttir Sendiráð Íslands í Bretlandi fékk ananas-pizzur sendar frá leyndum aðdáanda "Long live the pineapple pizza“ 22. febrúar 2017 16:44 Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40 Stóra pizzumálið ratar í heimsfréttirnar Fjölmiðlar víða um heim fjalla um stóra pizzumálið. 21. febrúar 2017 23:26 Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15 Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20 Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur blandað sér í stóra „ananas-á-pizzu“ málið. Líkt og flestir vita sprengdi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, það mál upp þegar hann sagði í góðu gríni að ef hann gæti þá myndi hann banna ananas á pizzur. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, steig fram skömmu síðar og sagðist vera hlynntur ananas á pizzum en það fékk Sigmund Davíð til að lýsa yfir sinni skoðun. Á Facebook-síðu sinni segist Sigmundur hafa verið hrifinn af ananas frá barnæsku og þótti ananasdjús bestur djúsa. „En ananas á alls ekki heima á pizzu, ekki frekar en sýrður rjómi á sushi,“ segir Sigmundur og dregur síðan fram fjóra liði máli sínu til stuðnings. Hann segir ananas um margt líkan sítrusávöxtum eins og appelsínum og sítrónum og enginn myndi panta pizzu með slíkum ávöxtum. „Ávextir sem notaðir eru til að framleiða safa eiga ekki heima á pizzu,“ skrifar Sigmundur. Hann segir súrsæta ananasbragðið ekki renna saman við annað bragð á pizzunni og virkar eins og truflandi aðskotaefni. Þá vill hann meina að hitastig ananasbitanna sé iðulega á skjön við restina af pizzunni og að hann geti valdið brunasárum. „Svo kólnar ananasinn og verður kaldari en restin af pizzunni (og auðvitað slepjulegri).“ Hann segir auk þess að þegar ananas sé hitaður þá leki súr safi úr honum þannig að hver einasti biti mengar út frá sér. „Á heimilinu ríkir ekki einhugur um ananasmálið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir mínar til að fara yfir þessi atriði. Það hefur verið reynt að leysa málið með því að panta bara ananas á helminginn en það er ekki fullkomin lausn því safinn lekur yfir á hreina helminginn og skemmir hann að hluta,“ skrifar Sigmundur. Hann segir áhuga forseta Íslands að banna ananas á pizzum því skiljanlegan. „Það ætti alla vega við um bann við ananas á stórum pizzum. Hugsanleg málamiðlun væri sú að fólki yrði leyft að panta sér einstaklingspizzur með ananas ef þær yrðu afgreiddar á afmörkuðum svæðum á pizzustöðum. Svo væri náttúrulega hægt að leysa málið með því að borða bara íslenskan mat.“
Ananas á pítsu Tengdar fréttir Sendiráð Íslands í Bretlandi fékk ananas-pizzur sendar frá leyndum aðdáanda "Long live the pineapple pizza“ 22. febrúar 2017 16:44 Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40 Stóra pizzumálið ratar í heimsfréttirnar Fjölmiðlar víða um heim fjalla um stóra pizzumálið. 21. febrúar 2017 23:26 Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15 Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20 Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Sendiráð Íslands í Bretlandi fékk ananas-pizzur sendar frá leyndum aðdáanda "Long live the pineapple pizza“ 22. febrúar 2017 16:44
Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40
Stóra pizzumálið ratar í heimsfréttirnar Fjölmiðlar víða um heim fjalla um stóra pizzumálið. 21. febrúar 2017 23:26
Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15
Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20