Talsmaður Pútín segir móðursýki bandarískra fjölmiðla eyðileggja samskipti ríkjanna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. mars 2017 23:30 Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Donald Trump, Bandaríkjaforseti. Vísir/Getty Dimitry Peskov, talsmaður Vladimír Pútín, Rússlandsforseta, segir að móðursýkisleg umfjöllun í bandarískum fjölmiðlum sé um að kenna fyrir versnandi samskipti ríkjanna tveggja. Þetta kemur fram í viðtali CNN fréttastofunnar við Peskov. Hann segir að ásakanir um að Rússar hafi gert tölvuárásir á bandarískar stofnanir í aðdraganda forsetakosninganna þar í landi í nóvember síðastliðnum, standist ekki skoðun. „Það er kominn tími á að einhver í Bandaríkjunum hugsi: „Erum við virkilega svo veikburða land að annað land geti hreinlega skipt sér af innanlandsmálum okkar og haft áhrif á kosningakerfið okkar?“ Peskov segir að fjölmiðlar vestanhafs verði að átta sig á því að slíkt geti ekki verið satt. Miklar vangaveltur hafa verið uppi síðustu misserin um tengsl Donald Trump, Bandaríkjaforseta, við Rússa en nú síðast kom í ljós að dómsmálaráðherrann í ríkisstjórn hans, Jeff Session, átti í samskiptum við rússneska ráðamenn á meðan kosningabaráttu Trump stóð en áður hafði hann sagt undir eiðstaf að slíkt hefði ekki átt sér stað. Sessions sagði sig meðal annars frá rannsókn alríkislögreglunnar á tölvuárásum Rússa vegna þessa. Þá varð þjóðaröryggisráðgjafi Trump, Michael Flynn, að segja af sér vegna samskonar samskipta við rússneska ráðamenn. Peskov heldur því fram að Rússar hafi ekki komið nálægt bandarískum stjórnmálum. „Við ætlum okkur alls ekki að skipta okkur af. Það eina sem ég get sagt ykkur er að öll þessi móðursýki sem má finna í opinberum fjölmiðlum í Washington og í Bandaríkjunum, er að stórskaða samskipti þessa ríkja.“ Hann segir að staða Bandaríkjanna innan alþjóðasamfélagsins sé hreinlega of mikilvæg til þess að það geti verið Rússum í hag að vinna gegn stöðugleika í stjórnkerfi landsins. Peskov telur að þrátt fyrir að samskipti ríkjanna séu slæm um þessar mundir sé einungis tímaspursmál hvenær þau batni. „Ég held þau muni batna á einhverjum tímapunkti, já. Við ættum ekki að hugsa í dögum eða mánuðum, heldur ættum við að reyna að hugsa þetta lengra eins og Kínverjar, þeir hugsa mörg ár fram í tímann.“ Samskipti ríkjanna hafa verið afar stirð í langan tíma, allt frá innlimun Rússa á Krímsskaga árið 2014 en samskiptin náðu nýjum lægðum í nóvember síðastliðnum þegar Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ákvað að reka 35 rússneska erindreka úr landi vegna tölvuárása Rússa. Donald Trump Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Dimitry Peskov, talsmaður Vladimír Pútín, Rússlandsforseta, segir að móðursýkisleg umfjöllun í bandarískum fjölmiðlum sé um að kenna fyrir versnandi samskipti ríkjanna tveggja. Þetta kemur fram í viðtali CNN fréttastofunnar við Peskov. Hann segir að ásakanir um að Rússar hafi gert tölvuárásir á bandarískar stofnanir í aðdraganda forsetakosninganna þar í landi í nóvember síðastliðnum, standist ekki skoðun. „Það er kominn tími á að einhver í Bandaríkjunum hugsi: „Erum við virkilega svo veikburða land að annað land geti hreinlega skipt sér af innanlandsmálum okkar og haft áhrif á kosningakerfið okkar?“ Peskov segir að fjölmiðlar vestanhafs verði að átta sig á því að slíkt geti ekki verið satt. Miklar vangaveltur hafa verið uppi síðustu misserin um tengsl Donald Trump, Bandaríkjaforseta, við Rússa en nú síðast kom í ljós að dómsmálaráðherrann í ríkisstjórn hans, Jeff Session, átti í samskiptum við rússneska ráðamenn á meðan kosningabaráttu Trump stóð en áður hafði hann sagt undir eiðstaf að slíkt hefði ekki átt sér stað. Sessions sagði sig meðal annars frá rannsókn alríkislögreglunnar á tölvuárásum Rússa vegna þessa. Þá varð þjóðaröryggisráðgjafi Trump, Michael Flynn, að segja af sér vegna samskonar samskipta við rússneska ráðamenn. Peskov heldur því fram að Rússar hafi ekki komið nálægt bandarískum stjórnmálum. „Við ætlum okkur alls ekki að skipta okkur af. Það eina sem ég get sagt ykkur er að öll þessi móðursýki sem má finna í opinberum fjölmiðlum í Washington og í Bandaríkjunum, er að stórskaða samskipti þessa ríkja.“ Hann segir að staða Bandaríkjanna innan alþjóðasamfélagsins sé hreinlega of mikilvæg til þess að það geti verið Rússum í hag að vinna gegn stöðugleika í stjórnkerfi landsins. Peskov telur að þrátt fyrir að samskipti ríkjanna séu slæm um þessar mundir sé einungis tímaspursmál hvenær þau batni. „Ég held þau muni batna á einhverjum tímapunkti, já. Við ættum ekki að hugsa í dögum eða mánuðum, heldur ættum við að reyna að hugsa þetta lengra eins og Kínverjar, þeir hugsa mörg ár fram í tímann.“ Samskipti ríkjanna hafa verið afar stirð í langan tíma, allt frá innlimun Rússa á Krímsskaga árið 2014 en samskiptin náðu nýjum lægðum í nóvember síðastliðnum þegar Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ákvað að reka 35 rússneska erindreka úr landi vegna tölvuárása Rússa.
Donald Trump Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Sjá meira