Stuðningsmönnum og andstæðingum Trump laust saman: Börðu á hvor öðrum með prikum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. mars 2017 23:30 Lögreglan skakkar leikinn á milli mótmælenda og stuðningsmanna. Vísir/AFP Stuðningsmenn Donald Trump fjölmenntu um götur borga víðsvegar um Bandaríkin til þess að styðja forsetann með friðsömum hætti en í Berkeley í Kaliforníu gekk það ekki áfallalaust fyrir sig, þar sem stuðningsmönnum laust saman við mótmælendur og andstæðinga forsetans. Reuters greinir frá.Atvikið átti sér stað í almenningsgarði í borginni en hóparnir notuðu prik til þess að berja á hvor öðrum og þá spreyjuðu stuðningsmenn forsetans hinn hópinn með piparspreyi. Berkeley hefur alla tíð þekkt fyrir að vera afar frjálslynd borg og styður meirihluti íbúa Demókrata. Stuðningsgöngur fyrir forsetann fóru fram í 28 fylkjum Bandaríkjanna á laugardaginn og höfðu skipuleggjendur gefið það út fyrirfram að þeir byggjust ekki við samsvarandi mannfjölda og mætti til að mótmæla forsetanum á fyrstu dögum hans í embætti. Í mörgum borgum og bæjum mættu ekki fleiri heldur en nokkur hundruð manns til stuðnings forsetanum og víðast hvar voru mótmælendur og andstæðingar fleiri heldur en stuðningsmenn. „Það eru mikið af reiðum hópum að mótmæla og okkur fannst mikilvægt að sýna stuðning okkar í verki,“ sagðí Peter Boykin, formaður stuðningssamtaka samkynhneigðra fyrir forsetann en hann aðstoðaði við að skipuleggja slíka göngu í Washington borg. Í Berkeley er talið að alls hafi stuðningsmenn og mótmælendur verið um 200 til 300 talsins og samkvæmt upplýsingu frá lögreglu slösuðust þrír í atvikinu og þá voru fimm manns handteknir, eftir að lögreglan batt enda á slagsmál hópanna tveggja. Flestar göngurnar gengu þó vandkvæðalaust fyrir sig og ekki kom til átaka á milli hópa en stuðningsmenn forsetans sögðu flestir að þeir væru að styðja forseta sem framkvæmdi það sem hann hefði lofað, meðal annars að gera landamæri ríkisins tryggari. Andstæðingum forsetans var þó tíðrætt um að vera hans á forsetastóli væri á skjön við bandarísk gildi. Donald Trump Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Innlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Stuðningsmenn Donald Trump fjölmenntu um götur borga víðsvegar um Bandaríkin til þess að styðja forsetann með friðsömum hætti en í Berkeley í Kaliforníu gekk það ekki áfallalaust fyrir sig, þar sem stuðningsmönnum laust saman við mótmælendur og andstæðinga forsetans. Reuters greinir frá.Atvikið átti sér stað í almenningsgarði í borginni en hóparnir notuðu prik til þess að berja á hvor öðrum og þá spreyjuðu stuðningsmenn forsetans hinn hópinn með piparspreyi. Berkeley hefur alla tíð þekkt fyrir að vera afar frjálslynd borg og styður meirihluti íbúa Demókrata. Stuðningsgöngur fyrir forsetann fóru fram í 28 fylkjum Bandaríkjanna á laugardaginn og höfðu skipuleggjendur gefið það út fyrirfram að þeir byggjust ekki við samsvarandi mannfjölda og mætti til að mótmæla forsetanum á fyrstu dögum hans í embætti. Í mörgum borgum og bæjum mættu ekki fleiri heldur en nokkur hundruð manns til stuðnings forsetanum og víðast hvar voru mótmælendur og andstæðingar fleiri heldur en stuðningsmenn. „Það eru mikið af reiðum hópum að mótmæla og okkur fannst mikilvægt að sýna stuðning okkar í verki,“ sagðí Peter Boykin, formaður stuðningssamtaka samkynhneigðra fyrir forsetann en hann aðstoðaði við að skipuleggja slíka göngu í Washington borg. Í Berkeley er talið að alls hafi stuðningsmenn og mótmælendur verið um 200 til 300 talsins og samkvæmt upplýsingu frá lögreglu slösuðust þrír í atvikinu og þá voru fimm manns handteknir, eftir að lögreglan batt enda á slagsmál hópanna tveggja. Flestar göngurnar gengu þó vandkvæðalaust fyrir sig og ekki kom til átaka á milli hópa en stuðningsmenn forsetans sögðu flestir að þeir væru að styðja forseta sem framkvæmdi það sem hann hefði lofað, meðal annars að gera landamæri ríkisins tryggari. Andstæðingum forsetans var þó tíðrætt um að vera hans á forsetastóli væri á skjön við bandarísk gildi.
Donald Trump Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Innlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira