Arnþrúður segir ásakanir Evrópunefndar setja sig í lífshættu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. mars 2017 07:00 Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri. Mynd/Útvarp Saga „Þarna eru rangar sakir bornar á Útvarp Sögu. Það er verið að saka okkur um hatursorðræðu gegn múslimum. Bara það eitt og sér setur okkur í alvarlega lífshættu. Ég lít svo á,“ segir Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu, um skýrslu ECRI, nefndar Evrópuráðsins gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi, sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Í skýrslunni segir meðal annars að ECRI sé kunnugt um Útvarp Sögu sem „dreifi hatursorðræðu“ sem beint sé að innflytjendum, múslimum og hinsegin fólki. „Þessi skýrsla er óundirrituð. Það er eins og það sé enginn ábyrgðarmaður fyrir þeim fullyrðingum sem þarna koma fram,“ segir Arnþrúður. Þá segir hún ásakanir ECRI alvarlegar og gagnrýnir að útvarpsstöðin hafi ekki fengið möguleika á að svara þeim. „Þetta finnst mér koma úr hörðustu átt, frá nefnd sem vinnur undir merkjum mannréttinda og byrjar á því að brjóta á mannréttindum þeirra sem fjallað er um,“ segir Arnþrúður enn fremur. Þá segir hún sláandi að nefnd á vegum Evrópuráðsins „sé á fleygiferð að skipta sér af innanríkismálum á Íslandi, reyna að hafa áhrif á hegningarlög landsins og stjórnsýslu“. Arnþrúður segir að á sama tíma og Íslendingar haldi að þeir séu að kjósa alþingismenn sem ráði allri löggjöf á landinu komi nefnd frá Evrópuráðinu aftan að þeim með óundirritað plagg sem í hennar huga sé eins og hver annar ruslpóstur. „Þeir komu hingað einhvern tímann í fyrra og ég sé ekki betur en að þeir hafi leitað uppi nafnleysingja sem hafi viljað koma skoðunum sínum á framfæri með þessum hætti,“ segir hún enn fremur og bætir því við að skýrslan sé vel til þess fallin að stórskaða fólk í víðu samhengi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nefnd Evrópuráðsins segir boðskap Útvarps Sögu og Omega hatur Nefnd gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi segir efni Omega og Útvarps Sögu hatursorðræðu. Ummæli Íslendinga á netinu, þingmanns Sjálfstæðisflokks og borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina eru gagnrýnd í nýrri skýrslu. 3. mars 2017 07:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Sjá meira
„Þarna eru rangar sakir bornar á Útvarp Sögu. Það er verið að saka okkur um hatursorðræðu gegn múslimum. Bara það eitt og sér setur okkur í alvarlega lífshættu. Ég lít svo á,“ segir Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu, um skýrslu ECRI, nefndar Evrópuráðsins gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi, sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Í skýrslunni segir meðal annars að ECRI sé kunnugt um Útvarp Sögu sem „dreifi hatursorðræðu“ sem beint sé að innflytjendum, múslimum og hinsegin fólki. „Þessi skýrsla er óundirrituð. Það er eins og það sé enginn ábyrgðarmaður fyrir þeim fullyrðingum sem þarna koma fram,“ segir Arnþrúður. Þá segir hún ásakanir ECRI alvarlegar og gagnrýnir að útvarpsstöðin hafi ekki fengið möguleika á að svara þeim. „Þetta finnst mér koma úr hörðustu átt, frá nefnd sem vinnur undir merkjum mannréttinda og byrjar á því að brjóta á mannréttindum þeirra sem fjallað er um,“ segir Arnþrúður enn fremur. Þá segir hún sláandi að nefnd á vegum Evrópuráðsins „sé á fleygiferð að skipta sér af innanríkismálum á Íslandi, reyna að hafa áhrif á hegningarlög landsins og stjórnsýslu“. Arnþrúður segir að á sama tíma og Íslendingar haldi að þeir séu að kjósa alþingismenn sem ráði allri löggjöf á landinu komi nefnd frá Evrópuráðinu aftan að þeim með óundirritað plagg sem í hennar huga sé eins og hver annar ruslpóstur. „Þeir komu hingað einhvern tímann í fyrra og ég sé ekki betur en að þeir hafi leitað uppi nafnleysingja sem hafi viljað koma skoðunum sínum á framfæri með þessum hætti,“ segir hún enn fremur og bætir því við að skýrslan sé vel til þess fallin að stórskaða fólk í víðu samhengi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nefnd Evrópuráðsins segir boðskap Útvarps Sögu og Omega hatur Nefnd gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi segir efni Omega og Útvarps Sögu hatursorðræðu. Ummæli Íslendinga á netinu, þingmanns Sjálfstæðisflokks og borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina eru gagnrýnd í nýrri skýrslu. 3. mars 2017 07:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Sjá meira
Nefnd Evrópuráðsins segir boðskap Útvarps Sögu og Omega hatur Nefnd gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi segir efni Omega og Útvarps Sögu hatursorðræðu. Ummæli Íslendinga á netinu, þingmanns Sjálfstæðisflokks og borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina eru gagnrýnd í nýrri skýrslu. 3. mars 2017 07:00