Nýr tónn í Trump Samúel Karl Ólason skrifar 1. mars 2017 08:12 Mike Pence og Paul Ryan klappa fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt sína fyrstu ræðu fyrir framan báðar deildir þingsins í nótt. Óhætt er að segja að tónninn í ræðunni hafi verið öðruvísi en í öðrum ræðum hans. Þar ræddi forsetinn um kaflaskil í sögu Bandaríkjanna og endurnýjun þjóðarsálarinnar. Trump kallaði eftir sameiningu og fordæmdi skemmdarverk í grafreitum gyðinga og skotárás í Kansas þar sem indverskur maður var skotinn til bana. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að vera lengi að bregðast við og fordæma hatursglæpi og hótanir. Vinsældir Trump hafa ekki verið miklar, samkvæmt könnunum, en svo virðist sem að ræðu hans hafi verið vel tekið meðal þjóðarinnar.Trump fylgdi handritinu í klukkutímalangri ræðu sinni, en hann lagði ekki fram stefnuatriðið á ítarlegan hátt og þá sérstaklega varðandi skattastefnu. Hann hét því að enduruppbyggja innflytjendakerfi Bandaríkjanna, fjölga og bæta störf og lofaði „massífum“ skattalækkunum á millistéttina og fyrirtæki.Trump kallaði eftir mikilli fjárútlátaaukningu í uppbyggingu innviða og hernaðar. Hann ítrekaði stuðning Bandaríkjanna við Atlantshafsbandalagið og það að meðlimir NATO þyrftu að borga sinn meira. Hann hét því að byggja vegginn, en nefndi ekki sérstaklega að þessu sinni að Mexíkó myndi borga fyrir hann. Skortur á nákvæmni í ræðu forsetans leiddi til samdráttar í vexti hlutabréfa, sem hefur verið nokkuð stöðugur undanfarin misseri. Sérfræðingar sem Reuters ræddi við segja fjárfesta eiga erfitt með að átta sig á stefnunni sem eigi að taka.Ræða Trump í heild sinni. Sjö mínútna samantekt PBS Ræðunni var vel tekið samkvæmt könnun CNN. Samanburður CNN á ræðu Trump í nótt og ræðu hans á innsetningarathöfninni í janúar. Donald Trump Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt sína fyrstu ræðu fyrir framan báðar deildir þingsins í nótt. Óhætt er að segja að tónninn í ræðunni hafi verið öðruvísi en í öðrum ræðum hans. Þar ræddi forsetinn um kaflaskil í sögu Bandaríkjanna og endurnýjun þjóðarsálarinnar. Trump kallaði eftir sameiningu og fordæmdi skemmdarverk í grafreitum gyðinga og skotárás í Kansas þar sem indverskur maður var skotinn til bana. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að vera lengi að bregðast við og fordæma hatursglæpi og hótanir. Vinsældir Trump hafa ekki verið miklar, samkvæmt könnunum, en svo virðist sem að ræðu hans hafi verið vel tekið meðal þjóðarinnar.Trump fylgdi handritinu í klukkutímalangri ræðu sinni, en hann lagði ekki fram stefnuatriðið á ítarlegan hátt og þá sérstaklega varðandi skattastefnu. Hann hét því að enduruppbyggja innflytjendakerfi Bandaríkjanna, fjölga og bæta störf og lofaði „massífum“ skattalækkunum á millistéttina og fyrirtæki.Trump kallaði eftir mikilli fjárútlátaaukningu í uppbyggingu innviða og hernaðar. Hann ítrekaði stuðning Bandaríkjanna við Atlantshafsbandalagið og það að meðlimir NATO þyrftu að borga sinn meira. Hann hét því að byggja vegginn, en nefndi ekki sérstaklega að þessu sinni að Mexíkó myndi borga fyrir hann. Skortur á nákvæmni í ræðu forsetans leiddi til samdráttar í vexti hlutabréfa, sem hefur verið nokkuð stöðugur undanfarin misseri. Sérfræðingar sem Reuters ræddi við segja fjárfesta eiga erfitt með að átta sig á stefnunni sem eigi að taka.Ræða Trump í heild sinni. Sjö mínútna samantekt PBS Ræðunni var vel tekið samkvæmt könnun CNN. Samanburður CNN á ræðu Trump í nótt og ræðu hans á innsetningarathöfninni í janúar.
Donald Trump Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira