Meirihluti skattgreiðslna Trump kom til vegna skatts sem hann vill afnema Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. mars 2017 10:29 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump afskrifaði um 100 milljón dollara til þess að lækka skattgreiðslur sínar árið 2005. MSNBC birti í nótt tvær blaðsíður úr skattskýrslu Trump fyrir árið 2005. Megnið af skattgreiðslum hans kom til vegna skattareglna sem hann vill afnema. Trump greiddi um 38 milljónir dollara í skatt það árið á meðan tekjur hans námu 150 milljónum dollara. Það þýðir að skatthlutfall Trump var um 25 prósent, eilítið hærra prósentuhlutfall en hinn meðalborgari í Bandaríkjunum. Með því að afskrifa milljónirnar lítur út fyrir að Trump hafi sparað sér háar greiðslur til skattayfirvalda.Upplýsingarnar úr skattskýrslu Trump voru birtar í þætti Rachel Maddow á MSNBC í gærkvöldi að bandarískum tíma. Upplýsingarnar sem koma segja lítið um starfsemi fyrirtækja Trump og Trump sjálfan annað en það að hann greiddi 38 milljónir dollara í skatt árið 2005.Þar kemur einnig fram að megnið af þessum greiðslum kom til vegna skatts sem nefnast Alternative minimum tax, sem ætlað er að tryggja að auðjöfrar á borð við Trump komi sér hjá því að greiða lítið sem ekkert í skatta í gegnum glufur í skattalögum. Hefði skatturinn ekki verið í gildi árið 2005 hefði Trump aðeins greitt um sjö milljónir í skatta, um 4,5 prósent af 153 milljón dollara tekjum.Samkvæmt tillögum Trump í skattamálum liggur fyrir að hann vill afnema þennan skatt og því ljóst skattbyrði hans myndi lækka umtalsvert, gangi þær eftir.Hvað er Trump að fela?Í umfjöllun VOX um blaðsíðurnar úr skattaframtali Trump segir að stóra spurningin varðandi framtöl Trump sé hvað hann sé fela með því að neita því að birta framtöl sín líkt og allir frambjóðendur stóru flokkanna tveggja í Bandaríkjunum hafa gert frá forsetatíð Richard Nixon á áttunda áratug síðustu aldar. Hvíta húsið gaf út yfirlýsingu áður en að þáttur MSNBC var birtur. Þar segir að tapið sem Trump hafi afskrifað árið 2005 hafi komið til vegna virðisrýrnunar við byggingarframkvæmdir. Hillary Clinton og Donald Trump tókust ítrekað á um skattamál hins síðarnefnda í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári, sérstaklega eftir að New York Times greindi frá því að gríðarlegt tap Trump vegna rekstur spilavítis í Atlantic City árið 1995 kynni að hafa orðið til þess að hann slyppi við að borga tekjuskatt í átján ár. Donald Trump Tengdar fréttir Skattaskýrslu Trump lekið á netið Hluta af skattaskýrslu Donalds Trump Bandaríkjaforseta frá árinu 2005 hefur verið lekið í fjölmiðla 15. mars 2017 08:12 Trump kann að hafa sloppið við greiðslu tekjuskatts í átján ár New York Times hefur látið sérfræðinga í skattamálum rannsaka skattskýrslu Trump frá árinu 1995. 2. október 2016 10:14 Trump hyggst lækka skatta og draga úr reglugerðum Nýr Bandaríkjaforseti ætlar að koma í veg fyrir flutninga bandarískra fyrirtækja til útlanda. Skattar á fyrirtæki í Bandaríkjunum verða lækkaðir en ofurskattur lagður á innflutning varnings bandarískra fyrirtækja sem flutt hafa úr land 24. janúar 2017 07:00 Fyrirtæki í eigu Trump skulda yfir 76 milljarða Meðal fjárfesta í fyrirtækjum Donald Trump eru stofnanir sem hann hefur persónulega talað gegn í kosningabaráttunni. Mikil leynd liggur yfir fjármálum forsetaframbjóðandans. 21. ágúst 2016 17:17 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Donald Trump afskrifaði um 100 milljón dollara til þess að lækka skattgreiðslur sínar árið 2005. MSNBC birti í nótt tvær blaðsíður úr skattskýrslu Trump fyrir árið 2005. Megnið af skattgreiðslum hans kom til vegna skattareglna sem hann vill afnema. Trump greiddi um 38 milljónir dollara í skatt það árið á meðan tekjur hans námu 150 milljónum dollara. Það þýðir að skatthlutfall Trump var um 25 prósent, eilítið hærra prósentuhlutfall en hinn meðalborgari í Bandaríkjunum. Með því að afskrifa milljónirnar lítur út fyrir að Trump hafi sparað sér háar greiðslur til skattayfirvalda.Upplýsingarnar úr skattskýrslu Trump voru birtar í þætti Rachel Maddow á MSNBC í gærkvöldi að bandarískum tíma. Upplýsingarnar sem koma segja lítið um starfsemi fyrirtækja Trump og Trump sjálfan annað en það að hann greiddi 38 milljónir dollara í skatt árið 2005.Þar kemur einnig fram að megnið af þessum greiðslum kom til vegna skatts sem nefnast Alternative minimum tax, sem ætlað er að tryggja að auðjöfrar á borð við Trump komi sér hjá því að greiða lítið sem ekkert í skatta í gegnum glufur í skattalögum. Hefði skatturinn ekki verið í gildi árið 2005 hefði Trump aðeins greitt um sjö milljónir í skatta, um 4,5 prósent af 153 milljón dollara tekjum.Samkvæmt tillögum Trump í skattamálum liggur fyrir að hann vill afnema þennan skatt og því ljóst skattbyrði hans myndi lækka umtalsvert, gangi þær eftir.Hvað er Trump að fela?Í umfjöllun VOX um blaðsíðurnar úr skattaframtali Trump segir að stóra spurningin varðandi framtöl Trump sé hvað hann sé fela með því að neita því að birta framtöl sín líkt og allir frambjóðendur stóru flokkanna tveggja í Bandaríkjunum hafa gert frá forsetatíð Richard Nixon á áttunda áratug síðustu aldar. Hvíta húsið gaf út yfirlýsingu áður en að þáttur MSNBC var birtur. Þar segir að tapið sem Trump hafi afskrifað árið 2005 hafi komið til vegna virðisrýrnunar við byggingarframkvæmdir. Hillary Clinton og Donald Trump tókust ítrekað á um skattamál hins síðarnefnda í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári, sérstaklega eftir að New York Times greindi frá því að gríðarlegt tap Trump vegna rekstur spilavítis í Atlantic City árið 1995 kynni að hafa orðið til þess að hann slyppi við að borga tekjuskatt í átján ár.
Donald Trump Tengdar fréttir Skattaskýrslu Trump lekið á netið Hluta af skattaskýrslu Donalds Trump Bandaríkjaforseta frá árinu 2005 hefur verið lekið í fjölmiðla 15. mars 2017 08:12 Trump kann að hafa sloppið við greiðslu tekjuskatts í átján ár New York Times hefur látið sérfræðinga í skattamálum rannsaka skattskýrslu Trump frá árinu 1995. 2. október 2016 10:14 Trump hyggst lækka skatta og draga úr reglugerðum Nýr Bandaríkjaforseti ætlar að koma í veg fyrir flutninga bandarískra fyrirtækja til útlanda. Skattar á fyrirtæki í Bandaríkjunum verða lækkaðir en ofurskattur lagður á innflutning varnings bandarískra fyrirtækja sem flutt hafa úr land 24. janúar 2017 07:00 Fyrirtæki í eigu Trump skulda yfir 76 milljarða Meðal fjárfesta í fyrirtækjum Donald Trump eru stofnanir sem hann hefur persónulega talað gegn í kosningabaráttunni. Mikil leynd liggur yfir fjármálum forsetaframbjóðandans. 21. ágúst 2016 17:17 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Skattaskýrslu Trump lekið á netið Hluta af skattaskýrslu Donalds Trump Bandaríkjaforseta frá árinu 2005 hefur verið lekið í fjölmiðla 15. mars 2017 08:12
Trump kann að hafa sloppið við greiðslu tekjuskatts í átján ár New York Times hefur látið sérfræðinga í skattamálum rannsaka skattskýrslu Trump frá árinu 1995. 2. október 2016 10:14
Trump hyggst lækka skatta og draga úr reglugerðum Nýr Bandaríkjaforseti ætlar að koma í veg fyrir flutninga bandarískra fyrirtækja til útlanda. Skattar á fyrirtæki í Bandaríkjunum verða lækkaðir en ofurskattur lagður á innflutning varnings bandarískra fyrirtækja sem flutt hafa úr land 24. janúar 2017 07:00
Fyrirtæki í eigu Trump skulda yfir 76 milljarða Meðal fjárfesta í fyrirtækjum Donald Trump eru stofnanir sem hann hefur persónulega talað gegn í kosningabaráttunni. Mikil leynd liggur yfir fjármálum forsetaframbjóðandans. 21. ágúst 2016 17:17