Góðgerðarsjóðir skila ársreikningum afar illa Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. mars 2017 07:00 UNICEF Ísland er á meðal félaga sem hafði ekki skilað ársreikningum. Félagið hefur styrkt ýmis verkefni, meðal annars í Nepal. Mynd/UNICEF Rétt tæpur helmingur sjóða og sjálfseignarstofnana trassar skil á ársreikningum til Ríkisendurskoðunar. Af þeim 725 sem eru á skrá hafa 387 skilað ársreikningi fyrir rekstrarárið 2015. Þar af skiluðu nokkrir tugir of seint. Ríkisendurskoðun sendi út ítrekun til þeirra aðila sem ekki höfðu skilað ársreikningi nú í lok janúar. Lárus Ögmundsson, yfirlögfræðingur Ríkisendurskoðunar, heldur utan um skil sjóða og sjálfseignarstofnana á téðum ársreikningum. Að hans sögn eru það aðallega minni sjóðir sem trassa skil. „Þetta er auðvitað svolítið raunalegt að árangurinn sé ekki meiri en þessi. Ég kann ekki aðra skýringu á þessu en að þeir sem trassa þetta séu oftar en ekki mjög litlir sjóðir,“ segir Lárus. Jafnvel séu þeir sem hafa haft forsjá með umræddum sjóðum fallnir frá. „Stundum er þetta þó bara hefðbundinn trassaskapur,“ bætir Lárus við. „Svona er þetta búið að vera nokkuð lengi. Þeir skila seint og illa,“ segir Lárus. Hann segir stöðuna gjarnan vera þannig að reikningarnir séu til en annaðhvort hafi þeir ekki verið sendir til Ríkisendurskoðunar eða jafnvel sendir á rangan stað. „Það eru dæmi um að reikningar séu sendir á Ríkisskattstjóra en ekki á okkur,“ segir Lárus. Þá er gleymska ekki afsökun fyrir því að trassa skil. „Við erum með þessa sjóði á skrá og við sendum þeim ítrekanir. Það á ekki að fara á milli mála að við eigum að fá reikninga frá sjóðunum.“ Lárus segir Ríkisendurskoðun reyna eftir fremsta megni að kalla eftir reikningum. Takist það ekki sé haft samband við Sýslumanninn á Norðurlandi vestra sem annist framkvæmd laga um sjóði og stofnanir. „Síðan er jafnvel reynt að koma því þannig við að leggja þessa sjóði niður ef það tekst að grafa upp hver hefur forsjá með þeim,“ segir Lárus. Í versta falli sé hægt að kalla eftir lögreglurannsókn á ákveðnum sjóðum. Til þess hefur hins vegar aldrei komið svo Lárus muni til.Fréttablaðið rak augun í nafn UNICEF Íslands við yfirferð á sjóðum og stofnunum sem hafa ekki skilað ársreikningi. Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri vissi ekki af því fyrr en blaðamaður spurði hann út í ástæðuna. Í ljós kom að mistökin mætti rekja til endurskoðandans. „Vegna mistaka hjá Deloitte, endurskoðanda okkar, sendu þau ekki Ríkisendurskoðun ársreikninga okkar til skráningar árin 2014 og 2015 þótt reikningarnir hefðu sannarlega verið gerðir, samþykktir af stjórn og legið frammi til skoðunar hjá okkur,“ segir Bergsteinn og bætir við: „Við báðum endurskoðanda okkar um að senda ársreikningana til Ríkisendurskoðunar bæði árin og stóðum í þeirri trú að það hefði verið gert. Við munum fylgjast vandlega með þessu í framtíðinni og fá staðfestingu frá Ríkisendurskoðun um að endurskoðandi hafi sent ársreikning inn til skráningar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Rétt tæpur helmingur sjóða og sjálfseignarstofnana trassar skil á ársreikningum til Ríkisendurskoðunar. Af þeim 725 sem eru á skrá hafa 387 skilað ársreikningi fyrir rekstrarárið 2015. Þar af skiluðu nokkrir tugir of seint. Ríkisendurskoðun sendi út ítrekun til þeirra aðila sem ekki höfðu skilað ársreikningi nú í lok janúar. Lárus Ögmundsson, yfirlögfræðingur Ríkisendurskoðunar, heldur utan um skil sjóða og sjálfseignarstofnana á téðum ársreikningum. Að hans sögn eru það aðallega minni sjóðir sem trassa skil. „Þetta er auðvitað svolítið raunalegt að árangurinn sé ekki meiri en þessi. Ég kann ekki aðra skýringu á þessu en að þeir sem trassa þetta séu oftar en ekki mjög litlir sjóðir,“ segir Lárus. Jafnvel séu þeir sem hafa haft forsjá með umræddum sjóðum fallnir frá. „Stundum er þetta þó bara hefðbundinn trassaskapur,“ bætir Lárus við. „Svona er þetta búið að vera nokkuð lengi. Þeir skila seint og illa,“ segir Lárus. Hann segir stöðuna gjarnan vera þannig að reikningarnir séu til en annaðhvort hafi þeir ekki verið sendir til Ríkisendurskoðunar eða jafnvel sendir á rangan stað. „Það eru dæmi um að reikningar séu sendir á Ríkisskattstjóra en ekki á okkur,“ segir Lárus. Þá er gleymska ekki afsökun fyrir því að trassa skil. „Við erum með þessa sjóði á skrá og við sendum þeim ítrekanir. Það á ekki að fara á milli mála að við eigum að fá reikninga frá sjóðunum.“ Lárus segir Ríkisendurskoðun reyna eftir fremsta megni að kalla eftir reikningum. Takist það ekki sé haft samband við Sýslumanninn á Norðurlandi vestra sem annist framkvæmd laga um sjóði og stofnanir. „Síðan er jafnvel reynt að koma því þannig við að leggja þessa sjóði niður ef það tekst að grafa upp hver hefur forsjá með þeim,“ segir Lárus. Í versta falli sé hægt að kalla eftir lögreglurannsókn á ákveðnum sjóðum. Til þess hefur hins vegar aldrei komið svo Lárus muni til.Fréttablaðið rak augun í nafn UNICEF Íslands við yfirferð á sjóðum og stofnunum sem hafa ekki skilað ársreikningi. Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri vissi ekki af því fyrr en blaðamaður spurði hann út í ástæðuna. Í ljós kom að mistökin mætti rekja til endurskoðandans. „Vegna mistaka hjá Deloitte, endurskoðanda okkar, sendu þau ekki Ríkisendurskoðun ársreikninga okkar til skráningar árin 2014 og 2015 þótt reikningarnir hefðu sannarlega verið gerðir, samþykktir af stjórn og legið frammi til skoðunar hjá okkur,“ segir Bergsteinn og bætir við: „Við báðum endurskoðanda okkar um að senda ársreikningana til Ríkisendurskoðunar bæði árin og stóðum í þeirri trú að það hefði verið gert. Við munum fylgjast vandlega með þessu í framtíðinni og fá staðfestingu frá Ríkisendurskoðun um að endurskoðandi hafi sent ársreikning inn til skráningar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira