Wells Fargo nær sátt vegna svikareikninga Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2017 23:02 Starfsmenn Wells Fargo stofnuðu reikninga í nafni viðskiptavini án þess að spyrja þá. Vísir/EPA Bandaríski bankinn Wells Fargo hefur samþykkt að greiða 110 milljónir dollara til að ná sátt í hópmálsókn. Starfsmenn bankans stofnuðu allt að tvær milljónir reikninga fyrir viðskiptavini án leyfis þeirra. Féð rennur meðal annars til þess að greiða fyrir kostnað sem viðskiptavinir urðu fyrir vegna þess að bankastarfsmenn skráðu þá fyrir reikningum eða þjónustu sem þeir höfðu ekki beðið um samkvæmt frétt AP-fréttastofunnar. Yfirvöld telja að starfsmennirnir hafi gert þetta vegna þrýstings um að selja sem mest. Þetta er fyrsta dómsáttin sem bankinn gerir eftir að hann náði samkomulagi um að greiða alríkisyfirvöldum og yfirvöldum í Kaliforníu 185 milljónir dollara í fyrra. Stjórn Wells Fargo segir að rannsókn sé í gangi á söluaðferðum bankans og er gert ráð fyrir að skýrsla um það birtist fyrir hluthafafund hans í apríl. Stjórnin hefur þegar samþykkt að skerða bónusgreiðslur til æðstu stjórnenda bankans. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríski bankinn Wells Fargo hefur samþykkt að greiða 110 milljónir dollara til að ná sátt í hópmálsókn. Starfsmenn bankans stofnuðu allt að tvær milljónir reikninga fyrir viðskiptavini án leyfis þeirra. Féð rennur meðal annars til þess að greiða fyrir kostnað sem viðskiptavinir urðu fyrir vegna þess að bankastarfsmenn skráðu þá fyrir reikningum eða þjónustu sem þeir höfðu ekki beðið um samkvæmt frétt AP-fréttastofunnar. Yfirvöld telja að starfsmennirnir hafi gert þetta vegna þrýstings um að selja sem mest. Þetta er fyrsta dómsáttin sem bankinn gerir eftir að hann náði samkomulagi um að greiða alríkisyfirvöldum og yfirvöldum í Kaliforníu 185 milljónir dollara í fyrra. Stjórn Wells Fargo segir að rannsókn sé í gangi á söluaðferðum bankans og er gert ráð fyrir að skýrsla um það birtist fyrir hluthafafund hans í apríl. Stjórnin hefur þegar samþykkt að skerða bónusgreiðslur til æðstu stjórnenda bankans.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira