Guðni lét til sín taka í Bergen: „Loksins fæ ég að gera eitthvað“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. mars 2017 23:30 Hér má sjá þá Guðna Th. og Harald Noregskonung ásamt Elizu Reid, Sonju Noregsdrottningu og Hákoni Noregsprin á dögunum. Vísir/EPA Snjórinn sem tók á móti Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands og eiginkonu hans Elizu Reid, í Bergen í Noregi í dag var bæði blautur og kaldur. Guðni fór um víðan völl í Bergen í dag og mundaði meðal annars fínustu öxi. „Alveg eins og veðrið heima,“ sagði Guðni um snjóinn áður en ferð hans og fylgdarliðs um norska sjávarannsóknarsetrið hófst. Í för með Guðna voru ásamt Haraldi V Noregskonungi, Guðlaugur Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra og konsúll Íslands í Noregi, Kim Ingjærde. Guðni heimsótti meðal annars Háskólann í Bergen og í sjávarannsóknarsetrinu fræddust þjóðarleiðtogarnir tveir um makríl og nýjustu tækni við veiðar á honum. Opinber heimsókn forsetahjónanna til Noregs hefur staðið yfir í þrjá daga en henni lauk í dag. Guðni heimsótti einnig Bryggjuhverfið í Bergen sem á rætur sínar að rekja til ársins 1350 og er á heimsminjaskrá UNESCO. Þar skoðaði Guðni og fylgdarlið meðal annars hvar verið er að vinna að endurgerð gamalla bygginga við bryggjuhverfið og fékk Guðni meðal annars að grípa í öxi. „Loksins fæ ég að gera eitthvað,“ sagði Guðni þá með bros á vör en myndir af ferð forsetahjónanna til Bergen má sjá á vef Bergens Avisen en Hermann Ingólfsson, sendiherra Íslands í Noregi, deildi þessari mynd af Guðna með öxina góðu í Bergen, fyrr í dag. Storfint besøk av president Guðni Th. Jóhannesson i Bergen https://t.co/fI0SJrDKeT pic.twitter.com/0DwuZsm2yg— Hermann Ingólfsson (@hingolfsson) March 23, 2017 Forseti Íslands Noregur Guðni Th. Jóhannesson Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Ræddu Ófærð og Skam í norsku konungshöllinni: Guðni sagði íslensk ungmenni sletta á norsku vegna Skam Forsetinn sagði það vera orð sem ekki væri við hæfi að endurtaka við hátíðarkvöldverð í höllinni 21. mars 2017 22:58 Forsetinn segir erjur um uppruna Snorra og fisk ekki skyggja á vináttu Íslendinga og Norðmanna Forseti íslands sagði í ræðu í hátíðarkvöldverði Haraldar fimmta Noregskonungs í gær að þjóðirnar tvær hefðu oft tekist á um fisk og uppruna skálda og annarra stórra sögulegra persóna, en alltaf gert það í bróðerni. 22. mars 2017 20:30 Þórir Hergeirsson sæmdur konunglegri orðu Heiðursorðuna hljóta þeir sem unnið hafa framúrskarandi starf í þágu Noregs. 22. mars 2017 13:23 Guðni og Elíza í opinberri heimsókn í Noregi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans hófu tveggja daga opinbera heimsókn til Noregs í morgun. 21. mars 2017 19:18 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Snjórinn sem tók á móti Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands og eiginkonu hans Elizu Reid, í Bergen í Noregi í dag var bæði blautur og kaldur. Guðni fór um víðan völl í Bergen í dag og mundaði meðal annars fínustu öxi. „Alveg eins og veðrið heima,“ sagði Guðni um snjóinn áður en ferð hans og fylgdarliðs um norska sjávarannsóknarsetrið hófst. Í för með Guðna voru ásamt Haraldi V Noregskonungi, Guðlaugur Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra og konsúll Íslands í Noregi, Kim Ingjærde. Guðni heimsótti meðal annars Háskólann í Bergen og í sjávarannsóknarsetrinu fræddust þjóðarleiðtogarnir tveir um makríl og nýjustu tækni við veiðar á honum. Opinber heimsókn forsetahjónanna til Noregs hefur staðið yfir í þrjá daga en henni lauk í dag. Guðni heimsótti einnig Bryggjuhverfið í Bergen sem á rætur sínar að rekja til ársins 1350 og er á heimsminjaskrá UNESCO. Þar skoðaði Guðni og fylgdarlið meðal annars hvar verið er að vinna að endurgerð gamalla bygginga við bryggjuhverfið og fékk Guðni meðal annars að grípa í öxi. „Loksins fæ ég að gera eitthvað,“ sagði Guðni þá með bros á vör en myndir af ferð forsetahjónanna til Bergen má sjá á vef Bergens Avisen en Hermann Ingólfsson, sendiherra Íslands í Noregi, deildi þessari mynd af Guðna með öxina góðu í Bergen, fyrr í dag. Storfint besøk av president Guðni Th. Jóhannesson i Bergen https://t.co/fI0SJrDKeT pic.twitter.com/0DwuZsm2yg— Hermann Ingólfsson (@hingolfsson) March 23, 2017
Forseti Íslands Noregur Guðni Th. Jóhannesson Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Ræddu Ófærð og Skam í norsku konungshöllinni: Guðni sagði íslensk ungmenni sletta á norsku vegna Skam Forsetinn sagði það vera orð sem ekki væri við hæfi að endurtaka við hátíðarkvöldverð í höllinni 21. mars 2017 22:58 Forsetinn segir erjur um uppruna Snorra og fisk ekki skyggja á vináttu Íslendinga og Norðmanna Forseti íslands sagði í ræðu í hátíðarkvöldverði Haraldar fimmta Noregskonungs í gær að þjóðirnar tvær hefðu oft tekist á um fisk og uppruna skálda og annarra stórra sögulegra persóna, en alltaf gert það í bróðerni. 22. mars 2017 20:30 Þórir Hergeirsson sæmdur konunglegri orðu Heiðursorðuna hljóta þeir sem unnið hafa framúrskarandi starf í þágu Noregs. 22. mars 2017 13:23 Guðni og Elíza í opinberri heimsókn í Noregi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans hófu tveggja daga opinbera heimsókn til Noregs í morgun. 21. mars 2017 19:18 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Ræddu Ófærð og Skam í norsku konungshöllinni: Guðni sagði íslensk ungmenni sletta á norsku vegna Skam Forsetinn sagði það vera orð sem ekki væri við hæfi að endurtaka við hátíðarkvöldverð í höllinni 21. mars 2017 22:58
Forsetinn segir erjur um uppruna Snorra og fisk ekki skyggja á vináttu Íslendinga og Norðmanna Forseti íslands sagði í ræðu í hátíðarkvöldverði Haraldar fimmta Noregskonungs í gær að þjóðirnar tvær hefðu oft tekist á um fisk og uppruna skálda og annarra stórra sögulegra persóna, en alltaf gert það í bróðerni. 22. mars 2017 20:30
Þórir Hergeirsson sæmdur konunglegri orðu Heiðursorðuna hljóta þeir sem unnið hafa framúrskarandi starf í þágu Noregs. 22. mars 2017 13:23
Guðni og Elíza í opinberri heimsókn í Noregi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans hófu tveggja daga opinbera heimsókn til Noregs í morgun. 21. mars 2017 19:18