Forsetinn segir erjur um uppruna Snorra og fisk ekki skyggja á vináttu Íslendinga og Norðmanna Heimir Már Pétursson skrifar 22. mars 2017 20:30 Forseti íslands sagði í ræðu í hátíðarkvöldverði Haraldar fimmta Noregskonungs í gær að þjóðirnar tvær hefðu oft tekist á um fisk og uppruna skálda og annarra stórra sögulegra persóna, en alltaf gert það í bróðerni. Guðni Th. Jóhannesson er fyrsti forseti Íslands til að koma í opinbera heimsókn til Noregs í tuttugu ár, eða frá því Ólafur Ragnar Grímsson fór þangað í heimsókn árið 1997. Ólafur V Noregskonungur og Sonja drottning buðu samkvæmt hefðinni forsetanum og Elísu Reid forsetafrú til hátíðarkvöldverðar í höll sinni í gærkvöldi, þar sem þjóðarleiðtogarnir fluttu skálræður þjóðum hvors annars til heilla. Guðni rifjaði upp konugasögur Snorra Sturlusonar og Sturlu Þórðarsonar, en þjóðirnar hefðu oft tekist bróðurlega á um þjóðerni Snorra. „Við verðum aldrei alveg sammála um allar hliðar sögu okkar og samtíð. Íslendingum og Norðmönnum þessum miklu vinaþjóðum hefur meira að segja tekist að eiga í deilum, auðvitað um fisk,“ sagði forsetinn og skálaði fyrir Haraldi, Sonju og norsku þjóðinni. Guðni sagði þessar erjur ekki skyggja á vináttu þjóðanna sem ætti sér djúpar sögulegar rætur. Haraldur V Noregskonungur sagði ánægjulegt að fá höfðinglega heimsókn frá Íslandinú þegar tuttugu ár væru síðan slík heimsókn hefði átt sér stað síðast. „Þegar góðir vinir hittast tala þeir oft um gamla daga og við höfum margt til að tala um. Til dæmis hve mikilvægur sameiginlegur sagnaarfur okkar er. Þekkingin á norskri sögu væri mun minni án íslensku sagnanna,“ sagði Noregskonungur og skálaði fyrir forsetahjónunum og íslensku þjóðinni. Haraldur V Noregskonungur Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Noregur Kóngafólk Tengdar fréttir Ræddu Ófærð og Skam í norsku konungshöllinni: Guðni sagði íslensk ungmenni sletta á norsku vegna Skam Forsetinn sagði það vera orð sem ekki væri við hæfi að endurtaka við hátíðarkvöldverð í höllinni 21. mars 2017 22:58 Guðni og Elíza í opinberri heimsókn í Noregi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans hófu tveggja daga opinbera heimsókn til Noregs í morgun. 21. mars 2017 19:18 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Sjá meira
Forseti íslands sagði í ræðu í hátíðarkvöldverði Haraldar fimmta Noregskonungs í gær að þjóðirnar tvær hefðu oft tekist á um fisk og uppruna skálda og annarra stórra sögulegra persóna, en alltaf gert það í bróðerni. Guðni Th. Jóhannesson er fyrsti forseti Íslands til að koma í opinbera heimsókn til Noregs í tuttugu ár, eða frá því Ólafur Ragnar Grímsson fór þangað í heimsókn árið 1997. Ólafur V Noregskonungur og Sonja drottning buðu samkvæmt hefðinni forsetanum og Elísu Reid forsetafrú til hátíðarkvöldverðar í höll sinni í gærkvöldi, þar sem þjóðarleiðtogarnir fluttu skálræður þjóðum hvors annars til heilla. Guðni rifjaði upp konugasögur Snorra Sturlusonar og Sturlu Þórðarsonar, en þjóðirnar hefðu oft tekist bróðurlega á um þjóðerni Snorra. „Við verðum aldrei alveg sammála um allar hliðar sögu okkar og samtíð. Íslendingum og Norðmönnum þessum miklu vinaþjóðum hefur meira að segja tekist að eiga í deilum, auðvitað um fisk,“ sagði forsetinn og skálaði fyrir Haraldi, Sonju og norsku þjóðinni. Guðni sagði þessar erjur ekki skyggja á vináttu þjóðanna sem ætti sér djúpar sögulegar rætur. Haraldur V Noregskonungur sagði ánægjulegt að fá höfðinglega heimsókn frá Íslandinú þegar tuttugu ár væru síðan slík heimsókn hefði átt sér stað síðast. „Þegar góðir vinir hittast tala þeir oft um gamla daga og við höfum margt til að tala um. Til dæmis hve mikilvægur sameiginlegur sagnaarfur okkar er. Þekkingin á norskri sögu væri mun minni án íslensku sagnanna,“ sagði Noregskonungur og skálaði fyrir forsetahjónunum og íslensku þjóðinni.
Haraldur V Noregskonungur Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Noregur Kóngafólk Tengdar fréttir Ræddu Ófærð og Skam í norsku konungshöllinni: Guðni sagði íslensk ungmenni sletta á norsku vegna Skam Forsetinn sagði það vera orð sem ekki væri við hæfi að endurtaka við hátíðarkvöldverð í höllinni 21. mars 2017 22:58 Guðni og Elíza í opinberri heimsókn í Noregi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans hófu tveggja daga opinbera heimsókn til Noregs í morgun. 21. mars 2017 19:18 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Sjá meira
Ræddu Ófærð og Skam í norsku konungshöllinni: Guðni sagði íslensk ungmenni sletta á norsku vegna Skam Forsetinn sagði það vera orð sem ekki væri við hæfi að endurtaka við hátíðarkvöldverð í höllinni 21. mars 2017 22:58
Guðni og Elíza í opinberri heimsókn í Noregi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans hófu tveggja daga opinbera heimsókn til Noregs í morgun. 21. mars 2017 19:18