Segir Þýskaland ekkert skulda Bandaríkjunum Guðsteinn Bjarnason skrifar 20. mars 2017 07:00 Angela Merkel Þýskalandskanslari og Donald Trump Bandaríkjaforseti að loknum fundi sínum í Washington fyrir helgi. VÍSIR/EPA Ursula von der Layen, utanríkisráðherra Þýskalands, segir ekkert hæft í því að Þýskaland eða önnur Evrópuríki skuldi Bandaríkjunum og NATO stórfé fyrir varnir. „Það er enginn skuldareikningur í NATO,“ sagði hún. „Það er rangt að tengja tveggja prósenta markmiðið í útgjöldum til landvarna, sem við ætlum að ná um miðjan næsta áratug, eingöngu við NATO.“ Hún sagði varnarútgjöld einnig ná til friðargæslustarfs og baráttunnar gegn hryðjuverkum. Þarna var hún að svara Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem hefur ítrekað sagt að evrópsku NATO-ríkin skuldi Bandaríkjunum. Það sé vegna þess að Bandaríkin verji miklu meira fé til varnarmála en þau. Á laugardaginn tók Ivo Daalder, fyrrverandi fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá NATO, í sama streng og sagði að Bandaríkjunum væri frjálst að verja eins miklu fé og þau vilja til varnarmála. Hann sagði að önnur NATO-ríki þurfi ekkert að greiða Bandaríkjunum fyrir það sem þau ákveða að verja til varnarmála: „Því miður, herra forseti, þannig virkar NATO ekki,“ sagði Daalder. Trump endurtók fullyrðingar sínar um skuldir Evrópuríkja við Bandaríkin í Twitter-færslum á föstudag, fljótlega eftir að hann hafði hitt Angelu Merkel Þýskalandskanslara í Washington. „Þýskaland skuldar NATO og Bandaríkjunum stórfé fyrir þær öflugu og afar dýru varnir sem þau veita Þýskalandi,“ skrifaði Trump. Forseti Bandaríkjanna virðist samkvæmt þessu hafa afar takmarkaðan skilning á því hvernig fjármögnun Atlantshafsbandalagsins er háttað. Fundurinn með Merkel virðist ekki hafa bætt þar neitt úr. Í kosningabaráttunni gagnrýndi hann Evrópuríki ítrekað fyrir að veita ekki nægilega mikið fé til varnarmála. Bandaríkin verji mun meira fé og standi í raun að stórum hluta undir kostnaði við varnir Evrópulanda. Að loknum fundinum með Merkel á föstudag sagði hann: „Ég ítrekaði við Merkel kanslara bæði að ég styð NATO sterklega og að bandamenn okkar í NATO þurfi að greiða sanngjarnan hluta af kostnaðinum við varnarmál.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Ursula von der Layen, utanríkisráðherra Þýskalands, segir ekkert hæft í því að Þýskaland eða önnur Evrópuríki skuldi Bandaríkjunum og NATO stórfé fyrir varnir. „Það er enginn skuldareikningur í NATO,“ sagði hún. „Það er rangt að tengja tveggja prósenta markmiðið í útgjöldum til landvarna, sem við ætlum að ná um miðjan næsta áratug, eingöngu við NATO.“ Hún sagði varnarútgjöld einnig ná til friðargæslustarfs og baráttunnar gegn hryðjuverkum. Þarna var hún að svara Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem hefur ítrekað sagt að evrópsku NATO-ríkin skuldi Bandaríkjunum. Það sé vegna þess að Bandaríkin verji miklu meira fé til varnarmála en þau. Á laugardaginn tók Ivo Daalder, fyrrverandi fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá NATO, í sama streng og sagði að Bandaríkjunum væri frjálst að verja eins miklu fé og þau vilja til varnarmála. Hann sagði að önnur NATO-ríki þurfi ekkert að greiða Bandaríkjunum fyrir það sem þau ákveða að verja til varnarmála: „Því miður, herra forseti, þannig virkar NATO ekki,“ sagði Daalder. Trump endurtók fullyrðingar sínar um skuldir Evrópuríkja við Bandaríkin í Twitter-færslum á föstudag, fljótlega eftir að hann hafði hitt Angelu Merkel Þýskalandskanslara í Washington. „Þýskaland skuldar NATO og Bandaríkjunum stórfé fyrir þær öflugu og afar dýru varnir sem þau veita Þýskalandi,“ skrifaði Trump. Forseti Bandaríkjanna virðist samkvæmt þessu hafa afar takmarkaðan skilning á því hvernig fjármögnun Atlantshafsbandalagsins er háttað. Fundurinn með Merkel virðist ekki hafa bætt þar neitt úr. Í kosningabaráttunni gagnrýndi hann Evrópuríki ítrekað fyrir að veita ekki nægilega mikið fé til varnarmála. Bandaríkin verji mun meira fé og standi í raun að stórum hluta undir kostnaði við varnir Evrópulanda. Að loknum fundinum með Merkel á föstudag sagði hann: „Ég ítrekaði við Merkel kanslara bæði að ég styð NATO sterklega og að bandamenn okkar í NATO þurfi að greiða sanngjarnan hluta af kostnaðinum við varnarmál.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira