Byggði fullyrðingar sínar á fulltrúum Hvíta hússins Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2017 22:15 Devin Nunes liggur undir gagnrýni fyrir að hlaupa til Trump með upplýsingar úr rannsókn þingnefndar á tengslum samstarfsmanna hans við Rússland. Vísir/EPA Tveir starfsmenn Hvíta hússins voru heimildarmenn formanns leyniþjónustunefndar Bandaríkjaþings fyrir því að bandaríska leyniþjónustan hefði mögulega hlerað samtöl samstarfsmanna Donalds Trump. New York Times hefur þetta eftir ónefndum embættismönnum. Mikla athygli vakti þegar Devin Nunes, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúardeildar Bandaríkjaþings, lýsti því yfir í síðustu viku að gögn sýndu að leyniþjónustan hefði mögulega hlerað samskipti samstarfsmanna Donalds Trump í kosningabaráttunni í fyrra. Fór hann sérstaklega á fund Trump til að upplýsa hann um þetta. Í kjölfarið sagðist Trump telja að það réttlætti að einhverju leyti rakalausar fullyrðingar hans um að Barack Obama hafi látið hlera hann í fyrra. Útspil Nunes var umdeilt því að hann stjórnar rannsókn nefndarinnar á meintum tengslum Trump og félaga við Rússland. Nunes upplýsti félaga sína í þingnefndinni ekki um hvers hann hefði orðið áskynja áður en hann fór með það í fjölmiðla. Hann hefur síðan þverneitað að upplýsa hver veitti honum upplýsingarnar en viðurkenndi þó að það hefði gerst á lóð Hvíta hússins. Nunes hefur lýst heimildarmönnum sínum sem „uppljóstrurum“ sem hafi greint frá opinberu misferli.Donald Trump taldi orð Nunes um að gögn væru til um hleranir á samskiptum samstarfsmanna hans réttlættu ásakanir hans á hendur Obama um hleranir.Vísir/EPAByrjaði sjálfur að fletta í gegnum leyniskjölNú greinir New York Times frá því að heimildarmenn Nunes hafi verið starfsmaður Þjóðaröryggisráðsins sem Trump skipaði í embætti og lögmaður sem starfar sem ráðgjafi hjá Hvíta húsinu og vann áður fyrir Nunes. Heimildarmenn blaðsins segja að Ezra Cohen-Watnick, starfsmaður Þjóðaröryggisráðsins, hafi byrjað að blaða í gegnum leynileg skjöl um hleranir á erlendum embættismönnum eftir að Trump setti ásakanir sínar um símhleranir fram á Twitter. Lögmaðurinn hafi svo upplýst Nunes um það sem Cohen-Watnick fann í skjölunum. Gögnin sem um ræðir eru skjöl um njósnir um erlenda embættismenn sem bandaríska leyniþjónustan hlerar reglulega. New York Times segir að þau sýni að rússneskir embættismenn ræddu um samstarfsmenn Trump og hvernig þeir gætu myndað tengsl við fjölskyldu hans og innsta hring fyrir valdatöku hans.Fréttavefsíðan Vox segir að draga megi þá ályktun af frétt New York Times að COhen-Watnick hafi verið að slægja skjölin eftir hverju sem er sem gæti stutt fullyrðingar Trump um hleranir. Jafnvel áður en frétt New York Times birtist í dag átti Nunes í vök að verjast. Demókratar í leyniþjónustunefndinni hafa kallað eftir því að hann dragi sig í hlé frá rannsókninni vegna framhlaupsins. Til stóð að nefndin yfirheyrði vitni í þessari viku, þar á meðal James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, og Sally Yates, fyrrverandi starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Nunes aflýsti hins vegar frekari vitnaleiðslum í bili. Tengdar fréttir Segir ásakanir um samráð við Rússa runnar undan rifjum demókrata Trump virðist ósáttur við fundarhöld þingmanna um meint samráð Trump-liða og stjórnvalda í Moskvu. 20. mars 2017 12:00 Staðfesti rannsókn FBI á afskiptum Rússa Yfirmaður Alríkislögreglunnar sagði einnig að möguleg tengsl Trumpframboðsins við Rússa séu til rannsóknar. 20. mars 2017 14:53 Segir ekkert benda til samsæris milli Trump og Rússa Devin Nunes, formaður þingnefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins um njósnamál, segir að ekkert bendi til að starfslið Trump hafi unnið með Rússum í aðdraganda kosninganna. 19. mars 2017 17:24 FBI segir ekkert styðja ásakanir Trumps Comey staðfesti enn fremur að forseti Bandaríkjanna hafi enga heimild til að fyrirskipa hleranir. 21. mars 2017 07:00 Segja reynt að koma í veg fyrir framburð fyrrverandi dómsmálaráðherrans Ríkisstjórn Donalds Trump er sökuð um að reyna að koma í veg fyrir að fyrrverandi starfandi dómsmálaráðherrann beri vitni í rannsókn á tengslum Trump og félaga við Rússland. Talsmaður Hvíta hússins þvertekur fyrir það. 28. mars 2017 17:49 Comey afneitar ásökunum Trump um hleranir Segir engar upplýsingar hafa fundist sem styðji við ásakanir Donald Trump. 20. mars 2017 15:20 Segir gögn benda til samsæris milli Trump og Rússa Meðlimur í þingnefnd njósnamála í fulltrúadeildinni, Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á ótvíræð tengsl Trump við Rússa. 19. mars 2017 22:40 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sjá meira
Tveir starfsmenn Hvíta hússins voru heimildarmenn formanns leyniþjónustunefndar Bandaríkjaþings fyrir því að bandaríska leyniþjónustan hefði mögulega hlerað samtöl samstarfsmanna Donalds Trump. New York Times hefur þetta eftir ónefndum embættismönnum. Mikla athygli vakti þegar Devin Nunes, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúardeildar Bandaríkjaþings, lýsti því yfir í síðustu viku að gögn sýndu að leyniþjónustan hefði mögulega hlerað samskipti samstarfsmanna Donalds Trump í kosningabaráttunni í fyrra. Fór hann sérstaklega á fund Trump til að upplýsa hann um þetta. Í kjölfarið sagðist Trump telja að það réttlætti að einhverju leyti rakalausar fullyrðingar hans um að Barack Obama hafi látið hlera hann í fyrra. Útspil Nunes var umdeilt því að hann stjórnar rannsókn nefndarinnar á meintum tengslum Trump og félaga við Rússland. Nunes upplýsti félaga sína í þingnefndinni ekki um hvers hann hefði orðið áskynja áður en hann fór með það í fjölmiðla. Hann hefur síðan þverneitað að upplýsa hver veitti honum upplýsingarnar en viðurkenndi þó að það hefði gerst á lóð Hvíta hússins. Nunes hefur lýst heimildarmönnum sínum sem „uppljóstrurum“ sem hafi greint frá opinberu misferli.Donald Trump taldi orð Nunes um að gögn væru til um hleranir á samskiptum samstarfsmanna hans réttlættu ásakanir hans á hendur Obama um hleranir.Vísir/EPAByrjaði sjálfur að fletta í gegnum leyniskjölNú greinir New York Times frá því að heimildarmenn Nunes hafi verið starfsmaður Þjóðaröryggisráðsins sem Trump skipaði í embætti og lögmaður sem starfar sem ráðgjafi hjá Hvíta húsinu og vann áður fyrir Nunes. Heimildarmenn blaðsins segja að Ezra Cohen-Watnick, starfsmaður Þjóðaröryggisráðsins, hafi byrjað að blaða í gegnum leynileg skjöl um hleranir á erlendum embættismönnum eftir að Trump setti ásakanir sínar um símhleranir fram á Twitter. Lögmaðurinn hafi svo upplýst Nunes um það sem Cohen-Watnick fann í skjölunum. Gögnin sem um ræðir eru skjöl um njósnir um erlenda embættismenn sem bandaríska leyniþjónustan hlerar reglulega. New York Times segir að þau sýni að rússneskir embættismenn ræddu um samstarfsmenn Trump og hvernig þeir gætu myndað tengsl við fjölskyldu hans og innsta hring fyrir valdatöku hans.Fréttavefsíðan Vox segir að draga megi þá ályktun af frétt New York Times að COhen-Watnick hafi verið að slægja skjölin eftir hverju sem er sem gæti stutt fullyrðingar Trump um hleranir. Jafnvel áður en frétt New York Times birtist í dag átti Nunes í vök að verjast. Demókratar í leyniþjónustunefndinni hafa kallað eftir því að hann dragi sig í hlé frá rannsókninni vegna framhlaupsins. Til stóð að nefndin yfirheyrði vitni í þessari viku, þar á meðal James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, og Sally Yates, fyrrverandi starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Nunes aflýsti hins vegar frekari vitnaleiðslum í bili.
Tengdar fréttir Segir ásakanir um samráð við Rússa runnar undan rifjum demókrata Trump virðist ósáttur við fundarhöld þingmanna um meint samráð Trump-liða og stjórnvalda í Moskvu. 20. mars 2017 12:00 Staðfesti rannsókn FBI á afskiptum Rússa Yfirmaður Alríkislögreglunnar sagði einnig að möguleg tengsl Trumpframboðsins við Rússa séu til rannsóknar. 20. mars 2017 14:53 Segir ekkert benda til samsæris milli Trump og Rússa Devin Nunes, formaður þingnefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins um njósnamál, segir að ekkert bendi til að starfslið Trump hafi unnið með Rússum í aðdraganda kosninganna. 19. mars 2017 17:24 FBI segir ekkert styðja ásakanir Trumps Comey staðfesti enn fremur að forseti Bandaríkjanna hafi enga heimild til að fyrirskipa hleranir. 21. mars 2017 07:00 Segja reynt að koma í veg fyrir framburð fyrrverandi dómsmálaráðherrans Ríkisstjórn Donalds Trump er sökuð um að reyna að koma í veg fyrir að fyrrverandi starfandi dómsmálaráðherrann beri vitni í rannsókn á tengslum Trump og félaga við Rússland. Talsmaður Hvíta hússins þvertekur fyrir það. 28. mars 2017 17:49 Comey afneitar ásökunum Trump um hleranir Segir engar upplýsingar hafa fundist sem styðji við ásakanir Donald Trump. 20. mars 2017 15:20 Segir gögn benda til samsæris milli Trump og Rússa Meðlimur í þingnefnd njósnamála í fulltrúadeildinni, Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á ótvíræð tengsl Trump við Rússa. 19. mars 2017 22:40 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sjá meira
Segir ásakanir um samráð við Rússa runnar undan rifjum demókrata Trump virðist ósáttur við fundarhöld þingmanna um meint samráð Trump-liða og stjórnvalda í Moskvu. 20. mars 2017 12:00
Staðfesti rannsókn FBI á afskiptum Rússa Yfirmaður Alríkislögreglunnar sagði einnig að möguleg tengsl Trumpframboðsins við Rússa séu til rannsóknar. 20. mars 2017 14:53
Segir ekkert benda til samsæris milli Trump og Rússa Devin Nunes, formaður þingnefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins um njósnamál, segir að ekkert bendi til að starfslið Trump hafi unnið með Rússum í aðdraganda kosninganna. 19. mars 2017 17:24
FBI segir ekkert styðja ásakanir Trumps Comey staðfesti enn fremur að forseti Bandaríkjanna hafi enga heimild til að fyrirskipa hleranir. 21. mars 2017 07:00
Segja reynt að koma í veg fyrir framburð fyrrverandi dómsmálaráðherrans Ríkisstjórn Donalds Trump er sökuð um að reyna að koma í veg fyrir að fyrrverandi starfandi dómsmálaráðherrann beri vitni í rannsókn á tengslum Trump og félaga við Rússland. Talsmaður Hvíta hússins þvertekur fyrir það. 28. mars 2017 17:49
Comey afneitar ásökunum Trump um hleranir Segir engar upplýsingar hafa fundist sem styðji við ásakanir Donald Trump. 20. mars 2017 15:20
Segir gögn benda til samsæris milli Trump og Rússa Meðlimur í þingnefnd njósnamála í fulltrúadeildinni, Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á ótvíræð tengsl Trump við Rússa. 19. mars 2017 22:40