Áfengisfrumvarp er ógn við almannaheill 30. mars 2017 09:14 Við undirrituð viljum eindregið hvetja alþingismenn til þess að hafna frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi um breytingu á lögum nr. 86 frá 2011 um verslun með áfengi og tóbak. Íslendingar hafa unnið frábært forvarnastarf á undanförnum árum gegn áfengis- og vímuefnaneyslu barna og ungmenna, náðst hefur árangur sem vakið hefur eftirtekt annarra þjóða. Embætti landlæknis, samtök lækna, heilbrigðisstarfsfólk og fjölmargir fagaðilar sem vinna að heilsueflingu og velferðarmálum hafa varað við þeirri breytingu sem felst í samþykkt frumvarpsins. Bent er á að rannsóknir sýni að aukið aðgengi að áfengi leiðir til aukinnar áfengisneyslu, sérstaklega hjá ungmennum. Það á einnig eftir að auka tíðni einstaklingsbundinna og samfélagslegra vandamála samfara stórauknum samfélagslegum kostnaði. Árangursríkustu forvarnirnar skv. Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eru: 1. Takmörkun á aðgengi 2. Neyslustýringarskattur 3. Bann við áfengisauglýsingum Verði frumvarpið samþykkt hafa tvær af þremur virkustu forvarnaaðgerðum í áfengisforvörnum verið afnumdar! Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að aðrar forvarnaaðgerðir verði efldar, aðgerðir sem rannsóknir sýna að hafa lítil sem engin áhrif á áfengisneyslu? Við undirrituð bendum á að frumvarpið stangast á við stefnu stjórnvalda í áfengis- og vímuefnavörnum, vinnur gegn forvarnastarfi sveitarfélaga auk þess að stangast á við aðgerðaáætlun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar gegn lífsstílstengdum sjúkdómum sem og nýlega samþykktum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Einnig vinnur frumvarpið gegn ákvæðum í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Óskum við þess að alþingismenn taki alvarlega þær ábendingar og athugasemdir sem sérfræðingar hafa bent á. Hagsmunir og velferð heildarinnar og lýðheilsusjónarmið verði höfð að leiðarljósi og frumvarpinu hafnað. Alþingismenn ættu að huga að hag íslenskra ungmenna í dag og í framtíðinni, frekar en rekstrarfræðilegum sjónarmiðum og breyta ekki sölufyrirkomulagi á áfengi sem er skynsamlegt eins og það er í dag. Við undirrituð myndum vilja sjá alþingismenn beita sér fyrir því að koma allri sölu á hvers konar tóbaki inn í verslanir ÁTVR. Einnig viljum við gera athugasemd við það að málinu hafi ekki verið vísað til velferðarnefndar þar sem málið á heima, heldur eingöngu til allsherjar- og menntamálanefndar þar sem formenn beggja nefnda eru flutningsmenn áðurnefnds frumvarps. Rut Sigurðardóttir frístunda- og forvarnafulltrúi Sandgerðisbæjar Guðrún Björg Sigurðardóttir félagsmálastjóri Sandgerði, Garðs og Voga Guðbrandur J. Stefánsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Garðs Stefán Arinbjarnarson frístunda- og menningarfulltrúi sv. Voga Björg Erlingsdóttir sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Við undirrituð viljum eindregið hvetja alþingismenn til þess að hafna frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi um breytingu á lögum nr. 86 frá 2011 um verslun með áfengi og tóbak. Íslendingar hafa unnið frábært forvarnastarf á undanförnum árum gegn áfengis- og vímuefnaneyslu barna og ungmenna, náðst hefur árangur sem vakið hefur eftirtekt annarra þjóða. Embætti landlæknis, samtök lækna, heilbrigðisstarfsfólk og fjölmargir fagaðilar sem vinna að heilsueflingu og velferðarmálum hafa varað við þeirri breytingu sem felst í samþykkt frumvarpsins. Bent er á að rannsóknir sýni að aukið aðgengi að áfengi leiðir til aukinnar áfengisneyslu, sérstaklega hjá ungmennum. Það á einnig eftir að auka tíðni einstaklingsbundinna og samfélagslegra vandamála samfara stórauknum samfélagslegum kostnaði. Árangursríkustu forvarnirnar skv. Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eru: 1. Takmörkun á aðgengi 2. Neyslustýringarskattur 3. Bann við áfengisauglýsingum Verði frumvarpið samþykkt hafa tvær af þremur virkustu forvarnaaðgerðum í áfengisforvörnum verið afnumdar! Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að aðrar forvarnaaðgerðir verði efldar, aðgerðir sem rannsóknir sýna að hafa lítil sem engin áhrif á áfengisneyslu? Við undirrituð bendum á að frumvarpið stangast á við stefnu stjórnvalda í áfengis- og vímuefnavörnum, vinnur gegn forvarnastarfi sveitarfélaga auk þess að stangast á við aðgerðaáætlun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar gegn lífsstílstengdum sjúkdómum sem og nýlega samþykktum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Einnig vinnur frumvarpið gegn ákvæðum í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Óskum við þess að alþingismenn taki alvarlega þær ábendingar og athugasemdir sem sérfræðingar hafa bent á. Hagsmunir og velferð heildarinnar og lýðheilsusjónarmið verði höfð að leiðarljósi og frumvarpinu hafnað. Alþingismenn ættu að huga að hag íslenskra ungmenna í dag og í framtíðinni, frekar en rekstrarfræðilegum sjónarmiðum og breyta ekki sölufyrirkomulagi á áfengi sem er skynsamlegt eins og það er í dag. Við undirrituð myndum vilja sjá alþingismenn beita sér fyrir því að koma allri sölu á hvers konar tóbaki inn í verslanir ÁTVR. Einnig viljum við gera athugasemd við það að málinu hafi ekki verið vísað til velferðarnefndar þar sem málið á heima, heldur eingöngu til allsherjar- og menntamálanefndar þar sem formenn beggja nefnda eru flutningsmenn áðurnefnds frumvarps. Rut Sigurðardóttir frístunda- og forvarnafulltrúi Sandgerðisbæjar Guðrún Björg Sigurðardóttir félagsmálastjóri Sandgerði, Garðs og Voga Guðbrandur J. Stefánsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Garðs Stefán Arinbjarnarson frístunda- og menningarfulltrúi sv. Voga Björg Erlingsdóttir sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar