Stórfyrirtæki neita að auglýsa hjá Fox vegna fregna af áreitni O'Reilly Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. apríl 2017 17:51 Bill O'Reilly stýrir þættinum The O'Reilly Factor á Fox og hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni. Vísir/Getty Stórfyrirtæki líkt og Mercedes Benz, Hyundai og BMW eru hætt að kaupa auglýsingar hjá Fox sjónvarpsfréttastöðinni á tímum þar sem þáttur sjónvarpsmannsins Bill O'Reilly er á dagskrá, í mótmælaskyni eftir að fregnir bárust af ásökunum um kynferðislega áreitni hans í garð fimm samstarfskvenna. CNN greinir frá. Sjónvarpsmaðurinn, ásamt Fox fyrirtækinu, urðu að greiða sáttagreiðslur til fimm kvenna, sem allar höfðu sakað O'Reilly um kynferðislega áreitni á vinnustaðnum og námu greiðslurnar milljónum Bandaríkjadollara.Sjá einnig: Borgar milljónir eftir ásakanir um kynferðislega áreitni Sjónvarpsmaðurinn stýrir þættinum „The O'Reilly Factor“ á stöðinni og er um að ræða vinsælasta þátt sjónvarpsstöðvarinnar og eru auglýsingatekjur þar meðal þeirra hæstu fyrir sjónvarpsstöðina. Því er ljóst að ákvarðanir fyrirtækjanna gætu haft mikil áhrif á tekjustreymi sjónvarpsstöðvarinnar. Í tilkynningum frá fyrirtækjunum þremur kemur fram að þau sjái sér ekki fært að auglýsa á tímum þar sem þáttur O'Reilly sé sýndur, þar sem ásakanir í hans garð séu „taldar mjög alvarlegar af hálfu fyrirtækjanna.“ Sjö fyrirtæki hafa í heildina ákveðið að kaupa ekki auglýsingar af Fox á þessum tímum. Í tilkynningu Mercedes-Benz segir meðal annars:„Ásakanirnar eru mjög truflandi og vegna gífurlegs mikilvægis kvenna á öllum stigum fyrirtækis okkar, þá þykir okkur þetta ekki rétta umhverfið til þess að auglýsa okkar vörur.“ Tengdar fréttir Borgar milljónir eftir ásakanir um kynferðislega áreitni Sjónvarpsmaðurinn Bill O'Reilly er sakaður um að hafa kynferðislega áreitt fimm samstarfskonur og hefur borgað 13 milljónir Bandaríkjadollara í sáttagreiðslur. 1. apríl 2017 22:32 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Stórfyrirtæki líkt og Mercedes Benz, Hyundai og BMW eru hætt að kaupa auglýsingar hjá Fox sjónvarpsfréttastöðinni á tímum þar sem þáttur sjónvarpsmannsins Bill O'Reilly er á dagskrá, í mótmælaskyni eftir að fregnir bárust af ásökunum um kynferðislega áreitni hans í garð fimm samstarfskvenna. CNN greinir frá. Sjónvarpsmaðurinn, ásamt Fox fyrirtækinu, urðu að greiða sáttagreiðslur til fimm kvenna, sem allar höfðu sakað O'Reilly um kynferðislega áreitni á vinnustaðnum og námu greiðslurnar milljónum Bandaríkjadollara.Sjá einnig: Borgar milljónir eftir ásakanir um kynferðislega áreitni Sjónvarpsmaðurinn stýrir þættinum „The O'Reilly Factor“ á stöðinni og er um að ræða vinsælasta þátt sjónvarpsstöðvarinnar og eru auglýsingatekjur þar meðal þeirra hæstu fyrir sjónvarpsstöðina. Því er ljóst að ákvarðanir fyrirtækjanna gætu haft mikil áhrif á tekjustreymi sjónvarpsstöðvarinnar. Í tilkynningum frá fyrirtækjunum þremur kemur fram að þau sjái sér ekki fært að auglýsa á tímum þar sem þáttur O'Reilly sé sýndur, þar sem ásakanir í hans garð séu „taldar mjög alvarlegar af hálfu fyrirtækjanna.“ Sjö fyrirtæki hafa í heildina ákveðið að kaupa ekki auglýsingar af Fox á þessum tímum. Í tilkynningu Mercedes-Benz segir meðal annars:„Ásakanirnar eru mjög truflandi og vegna gífurlegs mikilvægis kvenna á öllum stigum fyrirtækis okkar, þá þykir okkur þetta ekki rétta umhverfið til þess að auglýsa okkar vörur.“
Tengdar fréttir Borgar milljónir eftir ásakanir um kynferðislega áreitni Sjónvarpsmaðurinn Bill O'Reilly er sakaður um að hafa kynferðislega áreitt fimm samstarfskonur og hefur borgað 13 milljónir Bandaríkjadollara í sáttagreiðslur. 1. apríl 2017 22:32 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Borgar milljónir eftir ásakanir um kynferðislega áreitni Sjónvarpsmaðurinn Bill O'Reilly er sakaður um að hafa kynferðislega áreitt fimm samstarfskonur og hefur borgað 13 milljónir Bandaríkjadollara í sáttagreiðslur. 1. apríl 2017 22:32