Hrafnar reyndu að vara við Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. apríl 2017 08:45 Krummi er vísdómsfugl að mati Gerðar. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég var stödd á Ísafirði þegar hringt var í mig og sagt: „Veistu það Gerður, það er farið að sjást í húsið þitt.“ Mér brá og tók fyrstu ferð til Eyja,“ segir Gerður Sigurðardóttir sem átti húsið að Gerðisbraut 10 sem nú er til sýnis í Eldheimum. Í því bjó hún með manni sínum, Guðna Ólafssyni, sem nú er látinn, og sonunum Agnari, Sigurði Óla og Bjarka. Hún kveðst hafa þurft að hugsa sig vel um áður en hún gaf leyfi fyrir uppgreftri þess. „Ástæða þess að ég sagði já var sú að unga fólkið vissi svo lítið um Heimaeyjargosið og ég vildi gera mitt til að varðveita sögu þess því hún má ekki gleymast.“ Það var tilfinningaþrungið að sjá í húsið að sögn Gerðar. „Áfallið rifjaðist upp þegar allt var tekið frá okkur sem við áttum, nema auðvitað það dýrmætasta sem var lífið. „Mér fannst líka erfitt að hafa ekki manninn minn með mér. Það var hann sem byggði þetta hús af mikilli vandvirkni, enda sagði hann: „Ég byggi bara einu sinni.“ Við áttum heima í húsinu í tvö ár.“ Tvö af börnum Gerðar skriðu með henni inn um þvottahúsglugga hússins, yfir hvöss rúðubrot. „Allt var svart inni en ég var með stórt vasaljós og við fórum fet fyrir fet. Askan var víða upp á miðja veggi en þó var margt að skoða, arinn í stofunni, ljósakrónur í lofti og skartgripaskrín með úri og hálsfestum. Svo fann ég hálfprjónaða peysu á litla drenginn minn sem var tæpra tveggja mánaða þegar gosið kom og fleiri ungbarnaföt í öskunni, enda var ég að strauja og ganga frá þvotti þegar ég fann fyrsta jarðskjálftann og heyrði rosalegar drunur undir húsinu.“ Gerður segir þau hjón hafa verið búin að fá viðvörun um gosið – eftir á að hyggja. „Tveir hrafnar létu alltaf svo ófriðlega þegar ég fór út á snúru. Voru greinilega að reyna að koma einhverju til skila. Byrjuðu í lok nóvember, um það leyti sem drengurinn okkar fæddist og ég óttaðist að eitthvað kæmi fyrir hann. En um áramótin hurfu þeir. Svo var straumur af hagamúsum niður Helgafellið nokkrum vikum áður en gaus og eitt sinn horfði Guðni yfir eyjuna utan af hafi, hún var hvít af snjó nema hvað auð rönd var niður Helgafellið. Okkur datt samt ekki eldgos í hug.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl 2017 Lífið Heimaeyjargosið 1973 Fuglar Vestmannaeyjar Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Julian McMahon látinn Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
„Ég var stödd á Ísafirði þegar hringt var í mig og sagt: „Veistu það Gerður, það er farið að sjást í húsið þitt.“ Mér brá og tók fyrstu ferð til Eyja,“ segir Gerður Sigurðardóttir sem átti húsið að Gerðisbraut 10 sem nú er til sýnis í Eldheimum. Í því bjó hún með manni sínum, Guðna Ólafssyni, sem nú er látinn, og sonunum Agnari, Sigurði Óla og Bjarka. Hún kveðst hafa þurft að hugsa sig vel um áður en hún gaf leyfi fyrir uppgreftri þess. „Ástæða þess að ég sagði já var sú að unga fólkið vissi svo lítið um Heimaeyjargosið og ég vildi gera mitt til að varðveita sögu þess því hún má ekki gleymast.“ Það var tilfinningaþrungið að sjá í húsið að sögn Gerðar. „Áfallið rifjaðist upp þegar allt var tekið frá okkur sem við áttum, nema auðvitað það dýrmætasta sem var lífið. „Mér fannst líka erfitt að hafa ekki manninn minn með mér. Það var hann sem byggði þetta hús af mikilli vandvirkni, enda sagði hann: „Ég byggi bara einu sinni.“ Við áttum heima í húsinu í tvö ár.“ Tvö af börnum Gerðar skriðu með henni inn um þvottahúsglugga hússins, yfir hvöss rúðubrot. „Allt var svart inni en ég var með stórt vasaljós og við fórum fet fyrir fet. Askan var víða upp á miðja veggi en þó var margt að skoða, arinn í stofunni, ljósakrónur í lofti og skartgripaskrín með úri og hálsfestum. Svo fann ég hálfprjónaða peysu á litla drenginn minn sem var tæpra tveggja mánaða þegar gosið kom og fleiri ungbarnaföt í öskunni, enda var ég að strauja og ganga frá þvotti þegar ég fann fyrsta jarðskjálftann og heyrði rosalegar drunur undir húsinu.“ Gerður segir þau hjón hafa verið búin að fá viðvörun um gosið – eftir á að hyggja. „Tveir hrafnar létu alltaf svo ófriðlega þegar ég fór út á snúru. Voru greinilega að reyna að koma einhverju til skila. Byrjuðu í lok nóvember, um það leyti sem drengurinn okkar fæddist og ég óttaðist að eitthvað kæmi fyrir hann. En um áramótin hurfu þeir. Svo var straumur af hagamúsum niður Helgafellið nokkrum vikum áður en gaus og eitt sinn horfði Guðni yfir eyjuna utan af hafi, hún var hvít af snjó nema hvað auð rönd var niður Helgafellið. Okkur datt samt ekki eldgos í hug.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl 2017
Lífið Heimaeyjargosið 1973 Fuglar Vestmannaeyjar Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Julian McMahon látinn Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög