Hverjir styðja samdrátt til þróunarmála? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar 18. apríl 2017 07:00 Í fjármálaáætlun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar til næstu 5 ára, kemur fram að Ísland ætlar að draga mun meira úr framlögum til þróunarmála en síðasta ríkisstjórn ákvað. Einnig stendur til að fækka samstarfslöndum í Afríku. Verði áætlunin samþykkt mun Ísland greiða helmingi minna til þróunarmála en ríkisstjórn VG og Samfylkingarinnar ætlaði sér að ná við mun verri efnahagsaðstæður en nú. Með þessari skammarlegu ákvörðun nú í boði utanríkisráðherrans Guðlaugs Þórs Þórðarsonar er verið að hunsa þingsályktun sem samþykkt var vorið 2013 af öllum viðstöddum þingmönnum, nema Vigdísi Hauksdóttur. Sú ályktun kvað á um að framlög Íslands til þróunarmála myndu hækka úr þáverandi 0,26% af vergum þjóðartekjum upp í 0,42% árið 2016. Á síðasta kjörtímabili var dregið úr þessari áætlun við mótmæli og hneykslan víða í samfélaginu, meðal annars á Alþingi og frá Þróunarsamvinnunefnd. En nú á að lauma enn meiri lækkun gegnum þingið. Ísland hefur undirgengist alþjóðlegar skuldbindingar um að fylgja markmiði Sameinuðu þjóðanna um að iðnríki veiti 0,7% af vergum þjóðartekjum til þróunarsamvinnu. Með því að halda prósentutölunni á sama stað og árið 2011, erum við ekki bara að gera lítið úr orðspori okkar á alþjóðavísu – en Norðurlöndin hafa öll greitt 0,7% til þróunarmála um árabil – heldur erum við að víkjast undan siðferðislegum skyldum sem efnaðs samfélags til að aðstoða þau allra fátækustu í þessum heimi. Fjármunir sem hafa runnið í að byggja skóla, tryggja menntun sárafátækra barna og stuðla að því að bæta mæðravernd og efla konur til sjálfstæðara lífs þar sem möguleikar þeirra eru af skornum skammti, verða lækkaðir verulega. Sjálfstæðisflokkurinn staðfestir með þessari ákvörðun Guðlaugs Þórs hneykslanlega afstöðu sína til þróunarmála en það er afar sorglegt að slíkur niðurskurður njóti stuðnings þingmanna Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Rósa Björk Brynjólfsdóttir Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Í fjármálaáætlun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar til næstu 5 ára, kemur fram að Ísland ætlar að draga mun meira úr framlögum til þróunarmála en síðasta ríkisstjórn ákvað. Einnig stendur til að fækka samstarfslöndum í Afríku. Verði áætlunin samþykkt mun Ísland greiða helmingi minna til þróunarmála en ríkisstjórn VG og Samfylkingarinnar ætlaði sér að ná við mun verri efnahagsaðstæður en nú. Með þessari skammarlegu ákvörðun nú í boði utanríkisráðherrans Guðlaugs Þórs Þórðarsonar er verið að hunsa þingsályktun sem samþykkt var vorið 2013 af öllum viðstöddum þingmönnum, nema Vigdísi Hauksdóttur. Sú ályktun kvað á um að framlög Íslands til þróunarmála myndu hækka úr þáverandi 0,26% af vergum þjóðartekjum upp í 0,42% árið 2016. Á síðasta kjörtímabili var dregið úr þessari áætlun við mótmæli og hneykslan víða í samfélaginu, meðal annars á Alþingi og frá Þróunarsamvinnunefnd. En nú á að lauma enn meiri lækkun gegnum þingið. Ísland hefur undirgengist alþjóðlegar skuldbindingar um að fylgja markmiði Sameinuðu þjóðanna um að iðnríki veiti 0,7% af vergum þjóðartekjum til þróunarsamvinnu. Með því að halda prósentutölunni á sama stað og árið 2011, erum við ekki bara að gera lítið úr orðspori okkar á alþjóðavísu – en Norðurlöndin hafa öll greitt 0,7% til þróunarmála um árabil – heldur erum við að víkjast undan siðferðislegum skyldum sem efnaðs samfélags til að aðstoða þau allra fátækustu í þessum heimi. Fjármunir sem hafa runnið í að byggja skóla, tryggja menntun sárafátækra barna og stuðla að því að bæta mæðravernd og efla konur til sjálfstæðara lífs þar sem möguleikar þeirra eru af skornum skammti, verða lækkaðir verulega. Sjálfstæðisflokkurinn staðfestir með þessari ákvörðun Guðlaugs Þórs hneykslanlega afstöðu sína til þróunarmála en það er afar sorglegt að slíkur niðurskurður njóti stuðnings þingmanna Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun