Körfubolti

Erna: Get ekki lýst tilfinningunni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Erna (lengst til vinstri) fagnar eftir leikinn.
Erna (lengst til vinstri) fagnar eftir leikinn. vísir/óskaró
Erna Hákonardóttir er fyrirliði ungs liðs Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í Domino's-deild kvenna eftir 3-1 sigur á Snæfelli í úrslitarimmunni.

„Ég get ekki lýst tilfinningunni. Þetta er bara allt of sætt,“ sagði kampakát Erna Hákonardóttir, fyrirliði Keflavíkur, eftir leikinn í kvöld.

Snæfell skoraði lengi vel ekki stig í fjórða leikhluta í kvöld og á meðan gekk Keflavík endanlega frá leiknum, eftir að hafa verið með frumkvæðið frá upphafi.

„Við ætluðum ekki að leyfa þeim ekki neitt. Við ætluðum okkur einfaldlega að eigna okkur þennan leik og við gerðum það.“

Hún segist ekki hafa verið kvíðin fyrir því að þurfa í fara mögulegan oddaleik á laugardaginn, hefði þessi tapast í kvöld. „Við erum aldrei stressaðar,“ var svarið.

Sjálfsagt voru ekki margir sem reiknuðu með því að ungt lið Keflavíkur yrði meistari þetta tímabilið. „Þetta var geggjað tímabil og það getur bara ekki orðið betra.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×