Hvalir gefa meira en þeir taka Svavar Hávarðsson skrifar 27. apríl 2017 07:00 Hvalasérfræðingarnir Joe Roman og Gísli Víkingsson eru meðal fyrirlesara á málþingi í Öskju í dag, Hlutverk hvala í lífríkinu er fundarefnið. vísir/stefán Mikilvægi hvala fyrir vistkerfi hafs og lands er vaxandi fræðasvið, en unnið er með vísbendingar um að sterkir stofnar hvala styðji við aðrar lífverur um allt vistkerfið sem aftur styrki meðal annars nytjastofna. Þetta gengur sumpart á rökin fyrir því að hvalveiðar séu nauðsynlegar til að koma í veg fyrir afrán hvala; að þeir taki ekki of mikið til sín sem aftur kemur niður á nytjum annarra stofna. Joe Roman, rannsóknarprófessor við Rubenstein náttúruvísindaskólann [Rubenstein School of Environment and Natural Resources – University of Vermont], hefur helgað sig rannsóknum á því hvernig hvalir stuðla að dreifingu næringarefna í hafinu. Hann segir umfangsmiklar rannsóknir þegar liggja fyrir um hvað og hversu mikið hvalir éta, en hið gagnstæða eigi við um rannsóknir á áhrifum hvala á vistkerfið. Sú staðreynd að fyrir 50 árum hafi hvalir af ýmsum tegundum verið afar fáliðaðir vegna veiða gefi tækifæri til þessara rannsókna. Þeim fjölgar víða og samanburður vegna þeirra breytinga sé nærtækur. „Við fáum einstakt tækifæri til að meta hvaða áhrif þetta hefur á einstök hafsvæði, og rannsóknirnar snúa að áhrifum á framleiðni vistkerfanna,“ segir Roman og útskýrir að þetta snúi að hringrás í lífríkinu. Næringarefni frá hvölum styrkja svif og önnur smádýr; fjölgun þeirra styrkir fiskistofna stóra sem smáa og á endanum hvalina sjálfa.Þetta er eins og færiband næringarefna með hvölum, bæði með úrgangi sem þeir láta frá sér, en einnig með rotnun hvalshræja á hafsbotni svo dæmi sé tekið. Þessi dreifing næringarefna er ekki staðbundin en far hvala þýðir að það sem þeir taka á norðlægum slóðum skilar sér til suðlægari hafsvæða. „Þetta er eins og færiband næringarefna með hvölum, bæði með úrgangi sem þeir láta frá sér, en einnig með rotnun hvalshræja á hafsbotni svo dæmi sé tekið. Á hvalshræjum á djúpsævi höfum við fundið 60 tegundir dýra sem finnast ekki nema þar. Við rannsökum því mikilvægi hvala – hvað græðist með því að hafa heilbrigða stofna í hafinu.“ Joe Roman talar um þessi vísindi á ráðstefnu í Öskju í dag, ásamt Gísla Víkingssyni, hvalasérfræðingi hjá Hafrannsóknastofnun. Gísli fjallar um þær niðurstöður sínar að hvalastofnar á heimsvísu séu í mjög mismunandi ástandi eftir ofveiði. Í Atlantshafinu fyrst, svo Kyrrahafinu og síðast í Suðurhöfum, þar sem drápið var gegndarlaust. Hér við land eru vísbendingar um að hvalastofnar, til dæmis langreyður, hafi náð fyrri stærð. „Náfrænka hennar, steypireyðurin, hefur hins vegar ekki náð sér. Stærstu stofnarnir við Suðurskautslandið eru hins vegar ennþá langt niðri, og kenningar um það tengjast meðal annars fræðasviðinu um dreifingu næringarefna. Önnur kenning er, vegna þess að hundruð þúsunda hvala voru drepin af hverri tegund og vistkerfið þar syðra er mun einfaldara, að við snögga fækkun hvalanna hafi aðrar tegundir, hrefna, selir, sjófuglar og mörgæsir, sem ekki voru veiddar fyllt upp í það tómarúm. Hugsanlega standi stórir stofnar annarra dýra því í veginum fyrir því að hvalastofnarnir nái fyrri stærð,“ segir Gísli en bætir við að skýringarnar séu eflaust margar og samþættar. Kenningin um að hvalir gefi vistkerfinu meira en þeir taka eru byltingarkenndar, segir Gísli. Hvað hvalveiðarnar varðar segir Gísli að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar gangi út frá því að þær hafi engin áhrif á stofnana; hvorki stofnstærðir né dreifingu næringarefna. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Mikilvægi hvala fyrir vistkerfi hafs og lands er vaxandi fræðasvið, en unnið er með vísbendingar um að sterkir stofnar hvala styðji við aðrar lífverur um allt vistkerfið sem aftur styrki meðal annars nytjastofna. Þetta gengur sumpart á rökin fyrir því að hvalveiðar séu nauðsynlegar til að koma í veg fyrir afrán hvala; að þeir taki ekki of mikið til sín sem aftur kemur niður á nytjum annarra stofna. Joe Roman, rannsóknarprófessor við Rubenstein náttúruvísindaskólann [Rubenstein School of Environment and Natural Resources – University of Vermont], hefur helgað sig rannsóknum á því hvernig hvalir stuðla að dreifingu næringarefna í hafinu. Hann segir umfangsmiklar rannsóknir þegar liggja fyrir um hvað og hversu mikið hvalir éta, en hið gagnstæða eigi við um rannsóknir á áhrifum hvala á vistkerfið. Sú staðreynd að fyrir 50 árum hafi hvalir af ýmsum tegundum verið afar fáliðaðir vegna veiða gefi tækifæri til þessara rannsókna. Þeim fjölgar víða og samanburður vegna þeirra breytinga sé nærtækur. „Við fáum einstakt tækifæri til að meta hvaða áhrif þetta hefur á einstök hafsvæði, og rannsóknirnar snúa að áhrifum á framleiðni vistkerfanna,“ segir Roman og útskýrir að þetta snúi að hringrás í lífríkinu. Næringarefni frá hvölum styrkja svif og önnur smádýr; fjölgun þeirra styrkir fiskistofna stóra sem smáa og á endanum hvalina sjálfa.Þetta er eins og færiband næringarefna með hvölum, bæði með úrgangi sem þeir láta frá sér, en einnig með rotnun hvalshræja á hafsbotni svo dæmi sé tekið. Þessi dreifing næringarefna er ekki staðbundin en far hvala þýðir að það sem þeir taka á norðlægum slóðum skilar sér til suðlægari hafsvæða. „Þetta er eins og færiband næringarefna með hvölum, bæði með úrgangi sem þeir láta frá sér, en einnig með rotnun hvalshræja á hafsbotni svo dæmi sé tekið. Á hvalshræjum á djúpsævi höfum við fundið 60 tegundir dýra sem finnast ekki nema þar. Við rannsökum því mikilvægi hvala – hvað græðist með því að hafa heilbrigða stofna í hafinu.“ Joe Roman talar um þessi vísindi á ráðstefnu í Öskju í dag, ásamt Gísla Víkingssyni, hvalasérfræðingi hjá Hafrannsóknastofnun. Gísli fjallar um þær niðurstöður sínar að hvalastofnar á heimsvísu séu í mjög mismunandi ástandi eftir ofveiði. Í Atlantshafinu fyrst, svo Kyrrahafinu og síðast í Suðurhöfum, þar sem drápið var gegndarlaust. Hér við land eru vísbendingar um að hvalastofnar, til dæmis langreyður, hafi náð fyrri stærð. „Náfrænka hennar, steypireyðurin, hefur hins vegar ekki náð sér. Stærstu stofnarnir við Suðurskautslandið eru hins vegar ennþá langt niðri, og kenningar um það tengjast meðal annars fræðasviðinu um dreifingu næringarefna. Önnur kenning er, vegna þess að hundruð þúsunda hvala voru drepin af hverri tegund og vistkerfið þar syðra er mun einfaldara, að við snögga fækkun hvalanna hafi aðrar tegundir, hrefna, selir, sjófuglar og mörgæsir, sem ekki voru veiddar fyllt upp í það tómarúm. Hugsanlega standi stórir stofnar annarra dýra því í veginum fyrir því að hvalastofnarnir nái fyrri stærð,“ segir Gísli en bætir við að skýringarnar séu eflaust margar og samþættar. Kenningin um að hvalir gefi vistkerfinu meira en þeir taka eru byltingarkenndar, segir Gísli. Hvað hvalveiðarnar varðar segir Gísli að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar gangi út frá því að þær hafi engin áhrif á stofnana; hvorki stofnstærðir né dreifingu næringarefna.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira