Tökumst á við áskoranirnar Einar K. Guðfinnsson skrifar 26. apríl 2017 07:00 Við Gísli Sigurðsson, sem skrifar grein í Fréttablaðið 19. apríl, erum sammála um „að fiskeldi sé mikilvæg leið til að framleiða mat ofan í heimsbyggðina“. Það er ágætis byrjun á uppbyggilegri umræðu. Fiskeldi er í stöðugri sókn í heiminum og þar með talið í okkar heimshluta. Því veldur m.a. vaxandi fæðuþörf mannkynsins. Úr eldi kemur nú um það bil helmingur allrar matarframleiðslu í sjó og þar sem ekki eru fyrirsjáanlegar auknar veiðar að neinu marki er það augljóst að vaxtar er þörf í fiskeldi heimsins. Ekki síður vegur þungt að auðlindanotkun og vistspor sjávareldis er mun minna en landeldis.Sjókvíaeldi er í sókn Fiskeldi hefur þróast og mun þróast með mismunandi hætti, eftir aðstæðum. Landeldi gegnir sannarlega mikilvægu hlutverki og þannig verður það líka áfram. Við Íslendingar þekkjum það vel. Höfum stundað landeldi með góðum árangri og erum nú leiðandi í bleikjuframleiðslu í heiminum. Landeldinu eru hins vegar víða takmörk sett. Landrými er ekki endalaust svo dæmi sé tekið og fleira kemur til svo sem vistsporið, orku- og vatnsnotkun, svo dæmi séu nefnd. En sjókvíaeldi er og hefur verið í sókn enda er það augljóslega góð aðferð til þess að framleiða fisk að ala hann í sjó. Fyrir vikið hefur vöxtur í sjókvíaeldi verið langt umfram það sem við þekkjum í landeldinu. Og dæmi eru um að landeldi hafi hreinlega dregist saman af ástæðum sem nefndar voru hér að ofan.Búnaðinum hefur fleygt fram Mikil þróun hefur verið í gerð alls búnaðar til fiskeldis; ekki síst sjókvíaeldis. Búnaðurinn er margfalt öruggari en áður. Umhverfisleg áhrif hafa orðið minni af fiskeldinu fyrir vikið. Hér á landi var tekin um það ákvörðun árið 2004 að loka stórum hluta standlengjunnar fyrir sjókvíaeldi og gengum við Íslendingar lengra að þessu leyti en aðrar þjóðir. Fiskeldisfyrirtækin leggja mikla fjármuni í að þróa búnað til þess að koma í veg fyrir sleppingar á laxi. Lokaðar kvíar eru sannarlega í þróun í þessum tilgangi, en þó ekki síst til að koma í veg fyrir lúsasmit. Unnið er að þróun á annars konar sjókvíum sem hafa sama tilgang. Norðmenn hafa sett hvata inn í sín fiskeldisleyfi fyrir fyrirtæki að þróa slíkar lausnir og er það sannarlega vel. Unnið er að þróun á geldfiski þó framleiðsla hans sé mjög takmörkuð. Íslensku fiskeldisfyrirtækin munu standa að slíkri þróunarvinnu með Hafrannsóknastofnun og Háskólanum á Hólum og leggja verkefninu til fjármuni. Engin ástæða er til að ætla annað en að mikil þróun verði á þessu sviði á næstu árum. Í þeirri þróunarvinnu eigum við Íslendingar ekki að vera hljóðir áhorfendur heldur virkir þátttakendur. Forsenda þess er auðvitað sú að hér sé þá til staðar fiskeldi svo að tryggt sé að þær lausnir sem bestar verða henti okkur og aðstæðum okkar.Tökumst á við áskoranirnar Fiskeldi á Íslandi er í raun agnarlítið og hefur á undanförnum árum byggst upp afar hægt. Ljóst er að næstu árin mun fiskeldið aukast en vöxturinn verður lítill í magni talið í fyrirsjáanlegri framtíð. Við eigum að gera strangar umhverfiskröfur til fiskeldisstarfsemi okkar og eftir því hafa fiskeldisfyrirtækin kallað. Eðlilegt er að samhliða vaxandi fiskeldi fari fram virk vöktun, til þess að tryggja að fiskur sem kann að sleppa úr sjókvíum leiti ekki upp í laxveiðiárnar. Sú leið er fyrir hendi og á Íslandi hefur verið þróaður búnaður í þessu skyni. Fiskeldisfyrirtækin hafa lýst sig reiðubúin að koma að fjármögnun slíkrar vöktunar. Atvinnugreinar í vexti mæta sífellt áskorunum. Það á líka við um fiskeldið. Við eigum aldrei að gefast upp fyrir slíkum áskorunum enda verður þá aldrei nein framþróun. Við þurfum að takast á við þessar áskoranir, mæta þeim og finna lausnirnar. Það er og verður viðfangsefni fiskeldisgreinarinnar í samvinnu við vísindasamfélagið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Við Gísli Sigurðsson, sem skrifar grein í Fréttablaðið 19. apríl, erum sammála um „að fiskeldi sé mikilvæg leið til að framleiða mat ofan í heimsbyggðina“. Það er ágætis byrjun á uppbyggilegri umræðu. Fiskeldi er í stöðugri sókn í heiminum og þar með talið í okkar heimshluta. Því veldur m.a. vaxandi fæðuþörf mannkynsins. Úr eldi kemur nú um það bil helmingur allrar matarframleiðslu í sjó og þar sem ekki eru fyrirsjáanlegar auknar veiðar að neinu marki er það augljóst að vaxtar er þörf í fiskeldi heimsins. Ekki síður vegur þungt að auðlindanotkun og vistspor sjávareldis er mun minna en landeldis.Sjókvíaeldi er í sókn Fiskeldi hefur þróast og mun þróast með mismunandi hætti, eftir aðstæðum. Landeldi gegnir sannarlega mikilvægu hlutverki og þannig verður það líka áfram. Við Íslendingar þekkjum það vel. Höfum stundað landeldi með góðum árangri og erum nú leiðandi í bleikjuframleiðslu í heiminum. Landeldinu eru hins vegar víða takmörk sett. Landrými er ekki endalaust svo dæmi sé tekið og fleira kemur til svo sem vistsporið, orku- og vatnsnotkun, svo dæmi séu nefnd. En sjókvíaeldi er og hefur verið í sókn enda er það augljóslega góð aðferð til þess að framleiða fisk að ala hann í sjó. Fyrir vikið hefur vöxtur í sjókvíaeldi verið langt umfram það sem við þekkjum í landeldinu. Og dæmi eru um að landeldi hafi hreinlega dregist saman af ástæðum sem nefndar voru hér að ofan.Búnaðinum hefur fleygt fram Mikil þróun hefur verið í gerð alls búnaðar til fiskeldis; ekki síst sjókvíaeldis. Búnaðurinn er margfalt öruggari en áður. Umhverfisleg áhrif hafa orðið minni af fiskeldinu fyrir vikið. Hér á landi var tekin um það ákvörðun árið 2004 að loka stórum hluta standlengjunnar fyrir sjókvíaeldi og gengum við Íslendingar lengra að þessu leyti en aðrar þjóðir. Fiskeldisfyrirtækin leggja mikla fjármuni í að þróa búnað til þess að koma í veg fyrir sleppingar á laxi. Lokaðar kvíar eru sannarlega í þróun í þessum tilgangi, en þó ekki síst til að koma í veg fyrir lúsasmit. Unnið er að þróun á annars konar sjókvíum sem hafa sama tilgang. Norðmenn hafa sett hvata inn í sín fiskeldisleyfi fyrir fyrirtæki að þróa slíkar lausnir og er það sannarlega vel. Unnið er að þróun á geldfiski þó framleiðsla hans sé mjög takmörkuð. Íslensku fiskeldisfyrirtækin munu standa að slíkri þróunarvinnu með Hafrannsóknastofnun og Háskólanum á Hólum og leggja verkefninu til fjármuni. Engin ástæða er til að ætla annað en að mikil þróun verði á þessu sviði á næstu árum. Í þeirri þróunarvinnu eigum við Íslendingar ekki að vera hljóðir áhorfendur heldur virkir þátttakendur. Forsenda þess er auðvitað sú að hér sé þá til staðar fiskeldi svo að tryggt sé að þær lausnir sem bestar verða henti okkur og aðstæðum okkar.Tökumst á við áskoranirnar Fiskeldi á Íslandi er í raun agnarlítið og hefur á undanförnum árum byggst upp afar hægt. Ljóst er að næstu árin mun fiskeldið aukast en vöxturinn verður lítill í magni talið í fyrirsjáanlegri framtíð. Við eigum að gera strangar umhverfiskröfur til fiskeldisstarfsemi okkar og eftir því hafa fiskeldisfyrirtækin kallað. Eðlilegt er að samhliða vaxandi fiskeldi fari fram virk vöktun, til þess að tryggja að fiskur sem kann að sleppa úr sjókvíum leiti ekki upp í laxveiðiárnar. Sú leið er fyrir hendi og á Íslandi hefur verið þróaður búnaður í þessu skyni. Fiskeldisfyrirtækin hafa lýst sig reiðubúin að koma að fjármögnun slíkrar vöktunar. Atvinnugreinar í vexti mæta sífellt áskorunum. Það á líka við um fiskeldið. Við eigum aldrei að gefast upp fyrir slíkum áskorunum enda verður þá aldrei nein framþróun. Við þurfum að takast á við þessar áskoranir, mæta þeim og finna lausnirnar. Það er og verður viðfangsefni fiskeldisgreinarinnar í samvinnu við vísindasamfélagið.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar