Blaðamönnum var meinaður aðgangur að viðburði Kushner-fjölskyldunnar í Shanghai í Kína í gær. Þar var kínverskum athafnamönnum kynnt boð fjölskyldunnar um að greiða fyrir dvalarleyfi í Bandaríkjunum gegn fjárfestingu í fasteignauppbyggingu. Reuters greindi frá.
Þekktasti meðlimur fjölskyldunnar er án nokkurs vafa Jared Kushner, ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og eiginmaður Ivönku, dóttur Donalds.
Byggja á tvo lúxusíbúðaturna í New Jersey og stendur Kushner Companies fyrir verkefninu.
Þar til nýlega stýrði Jared Kushner umræddu fyrirtæki sem reynir nú að afla 150 milljóna Bandaríkjadala frá kínverskum fjárfestum. Þeim er í staðinn lofað fyrirgreiðslu við að fá dvalarleyfi í Bandaríkjunum.
Útilokaðir frá fundi Kushners
Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
