Við höfum alveg hleypt á stökk Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. maí 2017 09:15 Matthías á Biskupi frá Sigmundarstöðum og Óli Björn á Hamfara frá Hvammi. Mynd/Edda Rún Matthías Sigurðsson og Óli Björn Ævarsson eru báðir tíu ára og bekkjarfélagar í Selásskóla. Þeir halda mikið til í Víðidalnum í frístundum hjá hestunum sínum, gefa þeim, moka undan þeim og skreppa á þeim í útreiðar. Hvað skyldi vera langt síðan þeir fengu áhuga á hestum? Matthías: Ég hef haft hann frá því ég man eftir mér. Pabbi og mamma eru á kafi í hestum og mamma er með reiðskóla. Smitaði Matthías þig Óli Björn? Það má segja það. En ég var alltaf mikið á hestbaki á sumrin hjá mömmu og ömmu og afa í Hvammi í Landsveit. Svo smitaði reiðskólinn mig eitthvað. Ég er líka í klúbb sem heitir Fákar og fjör og við fáum kennslu Matthías á eigin hest og Óli Björn á hest með öðrum. Hvað skyldu þeir heita og hvernig eru þeir? Matthías: Minn heitir Biskup frá Sigmundarstöðum. Hann er 16 vetra stóðhestur, rauðblesóttur. Mjög góður hestur. Ég hef keppt á honum sex sinnum og vann minn flokk á honum síðasta laugardag. Óli Björn: Minn heitir Hamfari frá Hvammi. Hann er fjórtán vetra, rauðblesóttur og hefur allan gang. Farið þið stundum í kapp á hestunum? Matthías: Ekki ennþá en það hlýtur að koma að því. Við höfum alveg hleypt á stökk. Það er rosa gaman. Hafið þið aldrei orðið hræddir á hestbaki? Matthías: Jú, ég datt einu sinni af baki og missti kjarkinn. Það tók smá tíma að ná honum aftur og á síðasta landsmóti var ég ekki orðinn alveg nógu öruggur. En það er allt komið í lag aftur. Ég sagði oft við sjálfan mig: Ég get, skal og ætla. En Óli Björn, hefur þú dottið af baki? Já, nokkrum sinnum en það var aldrei neitt vont. Ég hef bara dottið beint á jörðina og farið aftur á bak. En hafið þið einhverntíma lent ofan í keldu eða skurð? Matthías: Já, ég sökk næstum í skítahaug og var kominn alveg upp að maga. Þá kom frændi minn og hjálpaði mér upp. Það var sko klaki yfir haugnum og ég hélt hann væri þykkur en svo brotnaði hann. Ég var líka einu sinni að hoppa yfir skurð og hoppaði á gaddavír og er með ör framan í mér. Óli Björn: Ég var með honum þegar hann hoppaði á gaddavírinn. Það var nú frekar hlægilegt. Hestar Krakkar Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fleiri fréttir Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Sjá meira
Matthías Sigurðsson og Óli Björn Ævarsson eru báðir tíu ára og bekkjarfélagar í Selásskóla. Þeir halda mikið til í Víðidalnum í frístundum hjá hestunum sínum, gefa þeim, moka undan þeim og skreppa á þeim í útreiðar. Hvað skyldi vera langt síðan þeir fengu áhuga á hestum? Matthías: Ég hef haft hann frá því ég man eftir mér. Pabbi og mamma eru á kafi í hestum og mamma er með reiðskóla. Smitaði Matthías þig Óli Björn? Það má segja það. En ég var alltaf mikið á hestbaki á sumrin hjá mömmu og ömmu og afa í Hvammi í Landsveit. Svo smitaði reiðskólinn mig eitthvað. Ég er líka í klúbb sem heitir Fákar og fjör og við fáum kennslu Matthías á eigin hest og Óli Björn á hest með öðrum. Hvað skyldu þeir heita og hvernig eru þeir? Matthías: Minn heitir Biskup frá Sigmundarstöðum. Hann er 16 vetra stóðhestur, rauðblesóttur. Mjög góður hestur. Ég hef keppt á honum sex sinnum og vann minn flokk á honum síðasta laugardag. Óli Björn: Minn heitir Hamfari frá Hvammi. Hann er fjórtán vetra, rauðblesóttur og hefur allan gang. Farið þið stundum í kapp á hestunum? Matthías: Ekki ennþá en það hlýtur að koma að því. Við höfum alveg hleypt á stökk. Það er rosa gaman. Hafið þið aldrei orðið hræddir á hestbaki? Matthías: Jú, ég datt einu sinni af baki og missti kjarkinn. Það tók smá tíma að ná honum aftur og á síðasta landsmóti var ég ekki orðinn alveg nógu öruggur. En það er allt komið í lag aftur. Ég sagði oft við sjálfan mig: Ég get, skal og ætla. En Óli Björn, hefur þú dottið af baki? Já, nokkrum sinnum en það var aldrei neitt vont. Ég hef bara dottið beint á jörðina og farið aftur á bak. En hafið þið einhverntíma lent ofan í keldu eða skurð? Matthías: Já, ég sökk næstum í skítahaug og var kominn alveg upp að maga. Þá kom frændi minn og hjálpaði mér upp. Það var sko klaki yfir haugnum og ég hélt hann væri þykkur en svo brotnaði hann. Ég var líka einu sinni að hoppa yfir skurð og hoppaði á gaddavír og er með ör framan í mér. Óli Björn: Ég var með honum þegar hann hoppaði á gaddavírinn. Það var nú frekar hlægilegt.
Hestar Krakkar Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fleiri fréttir Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Sjá meira