Boðað til allsherjar mótmæla í Venesúela á morgun Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. maí 2017 22:36 Maduro forseta hefur ítrekað verið mótmælt. vísir/epa Ekkert lát er á mótmælahrinunni í Venesúela þar sem þess er krafist að Nicolas Maduro, forseti landsins, fari frá völdum. Stjórnarandstæðingar settu upp vegatálma í dag og boðuðu á sama tíma til allsherjarmótmæla á morgun. Á þriðja tug manna hafa látið lífið mótmælunum. Mótmælendur hafa komið saman á götum úti um árabil en Maduro er sakaður um að hafa valdið bæði pólitískri og efnahagslegri kreppu í landinu og er hann sagður vanhæfur til þess að stjórna landinu. Venesúela var með ríkari þjóðum Suður-Ameríku en í dag er mikill skortur á öllum helstu nauðsynjavörum. Þá hefur óðaverðbólga gert gjaldmiðil landsins nánast verðlausan. Nýjustu mótmælin brutust út eftir að Maduro tilkynnti um breytingar á stjórnarskrá landsins sem kveða á um að stjórnlagaþingi verði komið á fót. Þannig verði stjórnarskráin færð úr höndum þingsins þar sem stjórnarandstaðan er í meirihluta. Maduro upplýsti um hugmyndir sínar á fjöldafundi með stuðningsmönnum sínum í gær. Samkvæmt tillögum hans yrði stjórnlagaþingið skipað 500 manns og þeim falið að endurskrifa stjórnarskrána. Þessar hugmyndir féllu hins vegar í grýttan jarðveg og forsetinn sakaður um einræðistilburði. Mikil mótmæli brutust út og hafa öryggissveitir lögreglu meðal annars þurft að beita táragasi á fólkið, en alls hafa 28 látið lífið í átökum síðustu vikna. Búast má við miklum mótmælum á morgun en stjórnarandstæðingar hafa boðað til allsherjarmótmæla, eða „mega protests" líkt og þeir orða það. Maduro hefur ítrekað upplýst um að hann muni sitja út kjörtímabilið og hafi ekki í hyggju að segja af sér embætti. Tengdar fréttir Venesúela dregur sig úr Samtökum Ameríkuríkja Stjórnvöld í Venesúela saka samtökin um að skipta sér af innanríkismálum landsins. 27. apríl 2017 08:21 Maduro hækkar lágmarkslaun Nicolas Maduro, forseti Venesúela, skipaði í gær fyrir um hækkun lágmarkslauna. 2. maí 2017 09:00 Þrír mótmælendur létu lífið í Venesúela Andstæðingar stjórnar Nicolas Maduro forseta hafa nú mótmælt á götum úti í um mánuð. 25. apríl 2017 08:19 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Ekkert lát er á mótmælahrinunni í Venesúela þar sem þess er krafist að Nicolas Maduro, forseti landsins, fari frá völdum. Stjórnarandstæðingar settu upp vegatálma í dag og boðuðu á sama tíma til allsherjarmótmæla á morgun. Á þriðja tug manna hafa látið lífið mótmælunum. Mótmælendur hafa komið saman á götum úti um árabil en Maduro er sakaður um að hafa valdið bæði pólitískri og efnahagslegri kreppu í landinu og er hann sagður vanhæfur til þess að stjórna landinu. Venesúela var með ríkari þjóðum Suður-Ameríku en í dag er mikill skortur á öllum helstu nauðsynjavörum. Þá hefur óðaverðbólga gert gjaldmiðil landsins nánast verðlausan. Nýjustu mótmælin brutust út eftir að Maduro tilkynnti um breytingar á stjórnarskrá landsins sem kveða á um að stjórnlagaþingi verði komið á fót. Þannig verði stjórnarskráin færð úr höndum þingsins þar sem stjórnarandstaðan er í meirihluta. Maduro upplýsti um hugmyndir sínar á fjöldafundi með stuðningsmönnum sínum í gær. Samkvæmt tillögum hans yrði stjórnlagaþingið skipað 500 manns og þeim falið að endurskrifa stjórnarskrána. Þessar hugmyndir féllu hins vegar í grýttan jarðveg og forsetinn sakaður um einræðistilburði. Mikil mótmæli brutust út og hafa öryggissveitir lögreglu meðal annars þurft að beita táragasi á fólkið, en alls hafa 28 látið lífið í átökum síðustu vikna. Búast má við miklum mótmælum á morgun en stjórnarandstæðingar hafa boðað til allsherjarmótmæla, eða „mega protests" líkt og þeir orða það. Maduro hefur ítrekað upplýst um að hann muni sitja út kjörtímabilið og hafi ekki í hyggju að segja af sér embætti.
Tengdar fréttir Venesúela dregur sig úr Samtökum Ameríkuríkja Stjórnvöld í Venesúela saka samtökin um að skipta sér af innanríkismálum landsins. 27. apríl 2017 08:21 Maduro hækkar lágmarkslaun Nicolas Maduro, forseti Venesúela, skipaði í gær fyrir um hækkun lágmarkslauna. 2. maí 2017 09:00 Þrír mótmælendur létu lífið í Venesúela Andstæðingar stjórnar Nicolas Maduro forseta hafa nú mótmælt á götum úti í um mánuð. 25. apríl 2017 08:19 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Venesúela dregur sig úr Samtökum Ameríkuríkja Stjórnvöld í Venesúela saka samtökin um að skipta sér af innanríkismálum landsins. 27. apríl 2017 08:21
Maduro hækkar lágmarkslaun Nicolas Maduro, forseti Venesúela, skipaði í gær fyrir um hækkun lágmarkslauna. 2. maí 2017 09:00
Þrír mótmælendur létu lífið í Venesúela Andstæðingar stjórnar Nicolas Maduro forseta hafa nú mótmælt á götum úti í um mánuð. 25. apríl 2017 08:19