Ólafur Ólafsson birtir tæplega klukkutíma myndband um söluferli Búnaðarbankans Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 17. maí 2017 12:01 Ólafur Ólafsson hefur birt á YouTube upptöku af framsögu sem hann hafði undibúið fyrir fund sinn með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í dag. Skjáskot/Youtube Ólafur Ólafsson hefur birt á YouTube upptöku af framsögu sem hann hafði undibúið fyrir fund sinn með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í dag. Hann segir að í samskiptum sínum við nefndina gerði hann ráð fyrir að fá rúman tíma til að gera nefndarmönnum og almenningi öllum ítarlega grein fyrir atriðum sem fjallað var um í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Seint í gær hafi honum verið tjáð að nefndin þyrfti að takmarka tíma hans við 10-15 mínútur, en hann hafi upprunlega óskað eftir 45 mínútum til að flytja erindi sitt. Hann virði ákvörðun nefndarmanna og segist hafa sent þeim bréf til upplýsingar um að framsagan sé í heild birt fyrir fundinn. Nefndarmenn, sem og almenningur, hafi þá kost á að kynna sér þau efnisatriði sem hann hefði viljað koma betur á framfæri fyrir nefndinni. Myndbandið er birt á vefnum söluferli.is. Þar segir að markmiðið sé að varpa skýrara ljósi á aðdraganda og umgjörð aðkomu þýska bankans við söluna á 45,8% hlut ríkisins í Búnaðarbankanum í ársbyrjun 2003 og að Ólafur hafi aldrei í rannsóknarferlinu fengið að sjá nein gögn til að tjá sig um né notið andmælaréttar, þrátt fyrir ítrekaðar óskir þar um. Sem fyrr segir kemur Ólafur á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag. Fundurinn hefst klukkan 15:15 en hann er opinn fjölmiðlum og verður fjallað ítarlega um hann hér á Vísi. Hægt er að horfa á ávarpið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Textann er hægt að lesa í heild sinni hér.Ágæti áhorfandi, Ég er sá einstaklingur sem hvað mest er talað um í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hafði samþykkt að ég fengi 45 mínútur til að varpa skýrara ljósi á þá atburði sem tengjast sölu ríkisins á hlutabréfum í Búnaðarbankanum 2002/2003. En í gær ákvað nefndin að ég fengi ekki að kynna mál mitt. Ég fengi í mesta lagi 10 til 15 mínútur. Ég get ekki kynnt mína hlið á þeim tíma. Ég hef því ákveðið að flytja framsöguna opinberlega, svo allir sem hafi áhuga geti hlustað. Eftirfarandi er það sem ég hef að segja: Ég hef eftir því sem ég hef getað, rifjað upp og farið yfir gömul gögn sem ég hef aðgang að; rætt við fyrrum samstarfsmenn mína og suma meðfjárfesta; auk þess að lesa skýrslu RNA. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir, hef ég ekki fengið nokkurn aðgang að gögnum RNA. Þetta eru atburðir sem áttu sér stað fyrir tæpum fimmtán árum og bið ég hvern nefndarmann að hafa það í huga. Rétt eins og hver nefndarmaður, get ég ekki munað alla hluti af mikilli nákvæmni, sem gerðust fyrir fimmtán árum síðan. Ég vil byrja á að segja að ég get skilið að fólk komst í uppnám eftir að skýrslan var kynnt. Enda hef ég verið kjöldreginn í opinberri umræðu. Lýsing á aðkomu minni að þessu máli í skýrslu rannsóknarnefndarinnar gerir mig að aðalleikara í því sem kallað hefur verið blekkingarleikur þar sem ríkisstjórnin og almenningur eru sögð fórnarlömb. Reiðin sem reis upp í kjölfarið og margir skynjuðu er skiljanleg í því ljósi, enda fléttast inn í þessa umfjöllun miklar tilfinningar fólks. Ég geri því ekki lítið úr þessum tilfinningum og gagnrýni í sjálfu sér ekki viðbrögðin. Ég bið hvert ykkar að hafa í huga að hér hefur verið sett fram mjög einhliða frásögn RNA af þessum löngu liðnu atburðum. Vissulega var sú atburðarás að einhverju leyti studd gögnum en þau voru valin þannig að þau hentuðu sögunni sem átti að segja. Sagt er að ekki megi láta sannleikann eyðileggja góða sögu og allir blaða- og fréttamenn þekkja svekkelsið þegar staðreyndir eyðileggja frétt sem þeir eru með í höndunum. Til að gæta sanngirni verður að tína til allar staðreyndir, setja í samhengi og skilja aðstæður. Aðstæður á Íslandi árið 2002 voru talsvert frábrugðnar því sem við teljum eðlilegt í dag. Ef þessi atriði eru ekki höfð í huga, þá gefur sagan ekki rétta mynd af aðstæðum. Það getur verið krassandi saga og jafnvel sannfærandi. En hún er ekki sönn. Ég mun því fara yfir nokkur lykil atriði þessu tengt.Sagan um þátttöku erlendrar fjármálastofnunarMeginniðurstaðan í skýrslu rannsóknarnefndar, sem var skipuð Kjartani Bjarna Björgvinssyni einum, er að ég hafi blekkt íslenska ríkið í kaupum svonefnds S-hóps á hlutabréfum í Búnaðarbankanum. Niðurstaða nefndarinnar er tengd þeirri ályktun rannsóknarnefndarinnar að þátttaka erlendrar fjármálastofnunar, hafi verið grundvallarforsenda fyrir sölu ríkisins á hlutabréfum í Búnaðarbankanum. Þessi ályktun og niðurstaða nefndarinnar er röng og hún stenst enga skoðun. Grundvallaratriði hvað þetta varðar er fundur sem S-hópurinn átti með einkavæðingarnefnd 28. ágúst 2002. Þar spurði ég Ólaf Davíðsson, formann einkavæðingarnefndar og ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneyti Davíðs Oddsonar, að því hvort það hefði áhrif ef erlend fjármálastofnun kæmi að kaupunum sem ráðgjafi eða meðfjárfestir. Ólafur svaraði því neitandi, svo væri ekki. Ég endurtek: Ólafur svaraði neitandi, svo væri ekki. Til sönnunar legg ég fram fundargerð frá fundi einkavæðingarnefndar, þar sem þetta svar nefndarformannsins er sérstaklega bókað (sjá fylgiskjal 1). Í ályktunarkafla í skýrslu rannsóknarnefndar, á bls. 46, er þessari staðreynd hins vegar snúið á hvolf. Þar er þessu lýst með þessum orðum :Af fundargerð framkvæmdanefndar um einkavæðingu 28. ágúst 2002 má einnig ráða að forsvarsmenn S-hópsins hafi þá vakið máls á þessu atriði með því að upplýsa að „tveir erlendir bankar hefðu sýnt áhuga á að koma að málinu sem ráðgjafar eða fjárfestar” og fengið það jákvæða svar frá formanni nefndarinnar að fremur en hitt væri gefinn „plús fyrir erlenda peninga”.Í fundargerðinni kemur hins vegar fram að ég hafi fengið neikvætt svar, ekki jákvætt, eins og haldið er fram í skýrslunni. Hvað varðar erlenda peninga, þá árétta ég að kaupverð í viðskiptunum var að uppistöðu til í erlendri mynt, þ.e. Bandaríkjadollurum. Þarna er sem sagt grundvallarstaðreyndinni um forsendur einkavæðingarnefndar hvað varðar þýðingu erlendrar þátttöku snúið algerlega á hvolf með því að segja neikvætt svar jákvætt. Annað grundvallaratriði, sem skýrsluhöfundur hefur ekki hirt um að koma vel til skila er að hæfi S-hópsins og hins bjóðandans, Kaldbaks var metið af HSBC bankanum, sem var í hlutverki ráðgjafa íslenska ríkisins (sjá fylgiskjal 2). Aðalatriðin í matinu eru þau að S-hópurinn var með hæsta boðið, og að S-hópurinn kom betur út úr matinu, þ.e. á bilinu 66-74 stig, meðan Kaldbakur fékk einungis 64 stig. Á bls. 11 í mati ráðgjafa ríkisstjórnarinnar á þeim tíma er rökstuðningur fyrir niðurstöðunni dreginn saman. Þar segir, í íslenskri þýðingu:Við matið hefur verið tekið tillit til óvissunnar að því er varðar aðkomu alþjóðlegrar fjármálastofnunar og komist að niðurstöðu um að tilboð S-hópsins sé álitlegra, jafnvel í því tilviki að hlutabréfafjárfesting erlendrar fjármálastofnunar verði ekki hluti af endanlegum samningi.Ég hef lagt fram þetta mat bankans, þannig að hvert ykkar geti kynnt sér það af eigin raun (sjá fylgiskjal 3 síðu 11). Þetta var ennfremur bókað í fundargerð Framkvæmdanefndar um einkavæðingu 4. nóvember 2002.Aðalatriðin dregin framAðalatriðin eru að S-hópurinn bauð hæsta verð og var metinn besti kosturinn, óháð því hvort erlend fjármálastofnun kæmi að kaupunum eða ekki. Ég bendi einnig á, að þarna kemur skýrt fram að það var óvissa um hvort það yrði af einhverri erlendri þátttöku, sem sýnir glöggt að stjórnvöld voru réttilega upplýst af S-hópnum um að erlend þátttaka var ekki á hreinu. Í þessu sambandi bendi ég á að í bréfi til einkavæðinganefndar þann 31. október 2002 kemur fram að S-hópurinn hyggðist finna erlenda fjárfesta eða ráðgjafa til að styðja við eigin markmið S-hópsins vegna framtíðarstefnu Búnaðarbankans (sjá fylgiskjal 4). Þá kemur það hvergi fram, hvorki í skjölum eða samningum að það hafi nokkurn tíman verið skilyrði að erlendir aðilar kæmu að kaupunum með okkur. Þegar þetta er skoðað þá er það ansi djarft – svo ég segi það bara hreint út, ósvífið – af rannsóknarnefndinni að álykta á þann hátt að aðkoma erlends fjárfestis hefði verið grundvallarforsenda kaupanna. Það stenst einfaldlega enga skoðun. Þessi svokallaða grundvallarforsenda kom hvergi nokkurs staðar fram. Svo virðist sem þessu sé haldið fram til að geta sagt þá sögu sem markmiðið var alltaf að segja. Hún er bara ekki sönn. Það voru eigin markmið S-hópsins sem réðu því að erlendur fjárfestir kom að málum. Við vildum tryggja okkur erlenda sérþekkingu og tengslanet, eins og kemur fram í nefndu bréfi, og viðtölum við mig í kjölfar undirskriftar samninga (sjá fylgiskjal 5 og fylgiskjal 6). Örfá orð þessu til viðbótar. Í skýrslunni kemur fram að nefndin hafi tekið munnlegar skýrslur af þeim Ólafi Davíðssyni, svo og Benedikt Árnasyni, Guðmundi Ólasyni og Skarphéðni Berg Steinarssyni, sem voru helstu starfsmenn nefndarinnar. Í skýrslunni er ekkert sagt hvað þessir menn höfðu að segja um þessa meintu grundvallarforsendu ríkisins um erlenda þátttöku – ekki eitt aukatekið orð. Af hverju skyldi það vera? Nú hef ég ekki fengið aðgang að þessum skýrslum né nokkrum öðrum gögnum nefndarinnar, en hafi þeir lýst þessu sem grundvallarforsendu, þá hlyti það að hafa komið fram í skýrslunni. Mér hefur hinsvegar borist afrit af tölvupósti frá einum þessara manna en þar segir:„Með vísan til erindis yðar get ég staðfest að við skýrslutöku hjá rannsóknarnefnd Alþingis samkvæmt ályktun Alþingis frá 2. Júní 2016, kom fram hjá undirrituðum að aðkoma erlendrar fjármálastofnunar hafi ekki verið ein af forsendum við val á samningsaðilum við sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands hf. árið 2003.“ (sjá fylgiskjal 7) Af hverju er þessi framburður ekki í skýrslunni? RNA ber að taka upp vitnaskýrslur í hljóði og mynd þannig að þessi framburður er til á skrá. RNA hefur hins vegar ekki hirt um að birta hann. Skildi það vera vegna þess að hann hentaði ekki í söguna sem ætlunin var að segja? Enn eitt atriðið sem ég bendi á, er að í rammasamkomulagi sem áður hafði verið undirritað þann 16. nóvember, meðan erlend þátttaka var fullkominni óvissu háð, var einfaldlega talað um erlenda fjármálastofnun, án nokkurra skilyrða. Það var alfarið mál kaupenda að leysa það mál, ég endurtek – án nokkurra skilyrða (sjá fylgiskjal 8). Það var ekki fyrr en degi fyrir undirritun kaupsamninga, þann 16. janúar 2003, sem ríkið – seljandinn – var upplýst um hver þessi stofnun var þ.e. Hauck & Aufhauser. Það fór því ekki fram nein áreiðanleikakönnun né aðrar kannanir af hálfu íslenska ríkisins á þessum banka og engar spurningar spurðar. Það liggur í augum uppi, að hafi þátttaka þessa banka verið grundvallaratriði og forsenda fyrir sölunni, þá hefði farið fram einhver áreiðanleikakönnun á honum. Jafnframt hlyti þá að hafa legið fyrir einhver efnislegur rökstuðningur fyrir því af hverju þessi tiltekni banki skipti máli. Það var ekki um neitt slíkt að ræða, einfaldlega vegna þess að þetta var ekki grundvallaratriði af hálfu seljandans. Þetta skipti seljandann ekki máli. Í svona stórum viðskiptum ganga samningsaðilar, hvor fyrir sig, úr skugga um að öll atriði sem skipta máli og varða hagsmuni þeirra séu frágengin í samningi þannig að hagsmunir þeirra séu tryggðir. Það var her sérfræðinga og einn stærsti og virtasti banki heims, HSBC, sem var ríkinu til ráðgjafar í þessari sölu. Það voru þessir aðilar sem stýrðu söluferlinu frá A-Ö og þeir héldu á pennanum í samningsgerðinni sjálfri. Þeir voru í fullkominni aðstöðu til að setja öll sín skilyrði skýrt fram og fá allar þær upplýsingar sem þeir óskuðu. Það er því ljóst að ákveðnum grundvallaratriðum er sleppt í þessari rannsóknarskýrslu, þar sem þau ríma ekki við niðurstöðuna. Staðreyndum hefur ekki verið haldið til haga og þeim snúið á hvolf. Ég vil einnig benda á að út frá lagalegum forsendum, hefði ríkið aldrei getað gert það að skilyrði að erlendir aðilar fjárfestu með okkur í kaupunum. Það voru ekki heldur nein skilyrði um erlenda þátttöku hjá Landsbankanum. Ekki heldur hjá Kaldbaki. Slík skilyrði hefðu verið andstæð 4. gr. samningsins um evrópska efnahagssvæðið, þar sem fram kemur að hvers konar mismunun á grundvelli ríkisfangs sé óheimil. Eins vil ég benda á jafnræðisreglu stjórnarskrár Íslands, 65. gr., sem leggur bann við mismunun á grundvelli þjóðernis. Ég fæ með engu móti séð hvernig ríkið hefði getað skilyrt sölu á ríkiseign við erlent ríkisfang, með tilliti til þessara reglna. Ég tel rétt að benda á þessi atriði þannig að menn átti sig á því á hversu miklum villigötum þessi umræða er. Ég hef nú sýnt fram á að ályktun Rannsóknarnefndar um að erlend þáttaka hafi verið forsenda af hálfu ríkisins er röng. Þessi ályktun byggir ekki á neinum gögnum, og er í besta falli huglægt mat skýrsluhöfundar. Það gat því ekki verið um neina blekkingu að ræða því erlend þátttaka skipti ekki máli og gat aldrei skipt neinu máli. Það sem skipti máli er hvað kom fram í samskiptum okkar við nefndina og samingum í kjölfarið. Ég hef því mjög alvarlegar athugasemdir við þessa skýrslu. Hún er ekki sannleikanum samkvæm. Hún er því marki brennd að vera einhliða frásögn með niðurstöðum, sem passa vel fyrir tilurð skýrslunnar.Sagan af pólitískri íhlutunÁ árinu 2012 samþykkti Alþingi þingsályktun um að fram færi rannsókn á einkavæðingu Landsbankans, Búnaðarbankans og FBA. Umræðan hafði meðal annars litast af því að einkavæðingin hafi stjórnast af pólitískum hagsmunum. Það er því mikilvægt að setja söguna um sölu ríkisins á hlutabréfum sínum í Landsbankanum og Búnaðarbankanum í sögulegt pólitískt samhengi. Því vil ég rifja stuttlega upp hvernig pólitískt landslag var á þessum tíma þegar salan átti sér stað eða á árunum 2002/2003 og hvernig það tengdist fjármálastofnunum landsins. Í skýrslunni er þessum þætti enginn gaumur gefinn og því hætt við að 15 ára gamalt mál sé túlkað í samhengi dagsins í dag.Bankastjórar ríkisbankanna voru ávallt ráðnir pólitískt.Bankaráðin voru ætíð skipuð pólitískt.Þannig var formaður stjórnar Landsbanka Íslands, Helgi S Guðmundsson, sem gengdi þýðingarmiklum embættum innan Framsóknarflokksins.Varaformaður stjórnar Landsbankans var Kjartan Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Sjálfstæðisflokksins, og nánasti samstarfsmaður Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Kjartan var áfram varaformaður Landsbankans eftir sölu ríkisins þar til bankinn féll, hvernig sem á því stóð.Formaður bankaráðs Búnaðarbankans var Magnús Gunnarsson sem tilheyrði Eimreiðarhópnum svo kallaða og fyrrverandi framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Íslands.Auk hans var í bankaráðinu m.a. Þorsteinn Ólafsson sem hafði verið aðstoðarmaður Steingríms Hermannssonar fyrrum forsætisráðherra ogÁrni Páll Árnason, síðar formaður Samfylkingarinnar. Gegn um tíðina hafa seðlabankastjórar verið valdir útfrá pólitískum forsendum en ekki af faglegum forsendum. Í ráðherranefnd um einkavæðingu voru Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson, Geir Haarde og Valgerður Sverrisdóttir. Í framkvæmdanefnd um einkavæðingu voru pólitískt skipaðir:af Davíð og Geir; þeir Ólafur Davíðsson og Steingrímur Ari Arason.af Halldóri og Valgerði: Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Örlygsson. Þorgeir var síðar skipaður dómari við Hæstarétt og er nú forseti Hæstaréttar. Pólitíkin var því alltumkring og ég fullyrði að ef mönnum finnst pólitísk íhlutun og hagsmunagæsla áberandi á Íslandi dag, þá var hún enn meiri á þessum tíma. Það var almennt þekkt og þótti eðlilegt af mörgum stjórnmálamanninum. Þessu tengt þá verð ég að taka fram að ég er ekki flokkspólitískur og hef aldrei verið. Ég hef aldrei tekið þátt í starfi nokkurs stjórnmálaflokks eða verið meðlimur í nokkrum stjórnmálaflokki. Það er rétt, sem Valgerður Sverrisdóttir hefur nýlega sagt opinberlega, að ég hef aldrei verið framsóknarmaður. Staðan á fjármálamarkaðnum Á þessum árum 2002/2003 voru miklar breytingar fyrirsjáanlegar á íslenskum fjármálamarkaði. Eitt af markmiðum stjórnvalda var að ná fram hagræðingu í greininni og var sala bankanna hluti af því. Samkeppniseftirlitið hafði í desember 2001 hafnað sameiningu Búnaðarbankans og Landsbankans. Íslandsbanka/FBA var meinað að bjóða í Landsbankann og Búnaðarbankann þar sem stjórnvöld mátu það andstætt samkeppnislögum. Ljóst var að ýmsir voru enn reiðir vegna þess hvernig tókst til við sölu ríkisins á FBA. Davíð Oddsson forsætisráðherra beindi sjónum sínum sérstaklega að starfsmönnum Kaupþings, meðal annars í umræðum á Alþingi 15. nóvember 1999. Það lá fyrir að frekari hræringar yrðu á fjármálamarkaði þar sem ríkið var enn fyrirferðamikið og að stjórnmálamenn vildu hafa hönd í bagga með því hvernig landið lægi að þessu ferli loknu.Sagan af söluferli bankannaSumarið 2002 birtist auglýsing í fjölmiðlum þar sem hlutir ríkisins í Landsbankanum og Búnaðarbankanum voru boðnir til sölu. Leitað var eftir innlendum eða erlendum áhugsömum kaupendum (sjá fylgiskjal 9). Ég velti þessari stöðu ítarlega fyrir mér. Það var ljóst að miklar breytingar væru framundan í bankarekstri á Íslandi og í þeim fælust áhugaverð tækifæri. Breytingar sem mörkuðust m.a. af miklum tæknibreytingum með tilkomu internetsins og þar með aukinni sjálfvirkni og tilheyrandi hagkvæmni í rekstri, auk margra annarra tækifæra. En það voru líka umtalsverðar áhættur. Það var jafnframt ljóst að ríkisbankarnir höfðu almennt setið eftir í samkeppni á fjármálamarkaðnum og áttu kost á því að bæta stöðu sína umtalsvert. Eftir nokkra umhugsun ræddi ég við aðila sem ég taldi að gætu sýnt því áhuga að koma að þessum kaupum með mér. Úr varð hópur fjárfesta, jafnan nefndur S-hópurinn, sem ákvað að gera tilboð í bankann. Þessi hópur réð franska bankann Société Générale sér til ráðgjafar. Mikil vinna og miklir fjármunir fóru í að kanna stöðu Landsbankans, greina stöðu fjármálamarkaðarins almennt og spá um hugsanlega þróun hans. Tveir aðrir hópar buðu í Landsbankann auk S-hópsins, en það voru Kaldbakur, og Björgólfsfeðgar undir nafni Samson. Þrátt fyrir að Björgólfsfeðgar hafi boðið lægsta verðið; ég endurtek lægsta verðið, þá voru þeir valdir til einkaviðræðna við ríkið um kaupin á Landsbankanum. Þegar forsendur fyrir mati einkavæðingarnefndar á tilboðum í bankann voru síðan opinberaðar, kom í ljós að verðið hafði aðeins 20% vægi, ég endurtek, 20% vægi. 80% af væginu voru pólitískar forsendur sem ég tel að hafi verið sérsniðnar til að stýra bankanum í hendurnar á Björgólfsfeðgum. Í ofanálag fengu Samson síðan 700 milljónir króna í afslátt af verðinu sem um var samið. Landsbanki Íslands var skráður í Kauphöll. Það hlýtur að teljast alvarlegt að eign í eigu almennings, sem lýtur opinberu skráðu verði, skuli vera seld á öðrum forsendum en þeim að hámarka það verð sem almenningur fær fyrir eign sína. Kaldbakur bauð hæsta verðið í Landsbankann og S-hópurinn næst hæst. Sagan af eftirmálanum vegna Landsbankans Ég var verulega ósáttur við það hvernig staðið var að sölunni á Landsbankanum. Það rann upp fyrir mér að við sátum aldrei við sama borð og Samson og áttum í raun aldrei kost á að kaupa Landsbankann þrátt fyrir hærra verð. Við höfðum eytt gríðarlegum tíma og fjármunum í undirbúning tilboðsins, til einskis. Við vorum hafðir að leiksoppum í pólitísku leikriti. Mig langar að lesa örstutt bréf, sem hljóðar svona (sjá fylgiskjal 10):Hr. Davíð OddsonForsætisráðherraStjórnarráðshúsinuseptember 2002Í framhaldi af þeirri ákvörðun ráðherranefndar um einkavæðingu að ganga til viðræðna við Samson ehf. um kaup á umtalsverðum hlut í Landsbanka Íslands hf. hef ég ákveðið að segja mig úr framkvæmdanefnd um einkavæðingu.Ástæðan eru þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið í aðdraganda þessarar ákvörðunar og hafa nú leitt til þess að aðrir áhugasamir kaupendur eru sniðgengnir þrátt fyrir hagstæðara tilboð fyrir ríkissjóð á alla hefðbundna mælikvarða.Ég hef setið sem fulltrúi fjármálaráðherra í framkvæmdanefnd um einkavæðingu frá árinu 1991 og aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum.Þar sem ég er bundinn trúnaði um einstaka þætti þessa máls treysti ég því að óhlutdrægur aðili verði fenginn til að fara ofan í saumana á þeim vinnubrögðum sem eru orsök afsagnar minnar.Virðingarfyllst,Steingrímur Ari Arason.Þessar ávirðingar Steingíms Ara eru mjög alvarlegar og tala sínu máli. Úr skýrslu Ríkisendurskoðunar um þetta atvik segir m.a. um afstöðu fjárfestanna þriggja til söluferlisins:„Það er samhljóða álit fjárfestanna þriggja að ekki hafi verið staðið nægilega faglega af verki. Að þeirra mati, var söluferillinn nánast allan tímann mjög óljóst og markmiðin, sem bjuggu að baki honum, óskýr. Þótti þeim sem að ekki hafi verið fullljóst í upphafi í hvaða farveg málið færi heldur hafi ferlið jafnvel að einhverju leyti verið spunnið eftir því sem á það leið. T.d. hafi upplýsingar um þær reglur og aðferðir, sem beitt var við mat á tilboðum þeirra, annað hvort ekki verið veittar eða verið síðbúnar og jafnvel leitt til áveðins misskilnings”Þar segir einnig„…að upplýsingagjöf til þeirra hafi verið takmörkuð og tilviljanakennd”. Upplýsingagjöf takmörkuð og tilviljanakennd.“ (Sjá fylgiskjal 11). Þetta getur ekki verið mikið skýrarar. Vinnulag stjórnvalda og fulltrúa þeirra var mjög bágborið svo ekki sé meira sagt. Með handstýrðri sölu Landsbankans gaf ríkið tóninn fyrir viðskiptaumhverfi næstu ára sem litaðist af örvæntingafullum tilraunum stjórnvalda til að viðhalda pólitískum ítökum í atvinnulífinu, þrátt fyrir fögur fyrirheit um aukið frjálsræði í viðskiptum.Sagan af sölu BúnaðarbankansÍ framhaldi af einkaviðræðum um sölu Landsbankans við Samson ehf, ákveða stjórnvöld að ganga til viðræðna um sölu á hlutabréfum í Búnaðarbankanum. Við sem stóðum að S-hópnum ákváðum að bjóða í hlutabréf ríkisins í bankanum enda búnir að setja mikla vinnu í að greina fjármálaumhverfið og töldum Búnaðarbankann áhugaverðan. Í ljósi nýfenginnar reynslu af pólitískri stýringu ráðherranefndarinnar á sölu Landsbankans, var sú ákvörðun hvorki einföld né létt. Kaldbakur ákvað einnig að bjóða í hlutabréf ríkisins í Búnaðarbankanum. Þannig voru einungis tveir hópar eftir, sem ætluðu að bjóða í hlutabréf ríkisins þ.e. S-hópurinn annars vegar og Kaldbakur, áður Kaupfélag Eyfirðinga á Akureyri hins vegar. Stjórnarformaður Kaldbaks var Jóhannes Geir Sigurgeirsson, fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins. Þá gerist það að S-hópurinn var boðaður til fundar með stjórnvöldum. Þar sem ég var fjarverandi gat ég ekki mætt á þennan fund, en ég fékk upphringingu af fundinum. Mér hafði áður verið tjáð að Valgerður Sverrisdóttir þrýsti mjög á, um að sameina S-hópinn og Kaldbak í einn væntanlegan kaupanda. Ég áttaði mig á því hvað bjó að baki hjá Valgerði með hliðsjón af pólitísku baklandi hennar fyrir norðan. Það kom á daginn að tilgangur fundarins var nákvæmlega sá, að reyna að fá okkur til samstarfs við Kaldbak. Ég þvertók fyrir að taka þátt í pólitískum hrossakaupum og hafnaði með öllu að fara í þetta samstarf. Annað hvort keyptum við hlutabréfin eða þeir. Fyrir mér voru kaupin á hlutabréfum í Búnaðarbankanum hrein og klár viðskipti og áttu eingöngu að vera byggð á eðlilegum viðskiptalegum forsendum. Það var aldrei minnst á þetta aftur. Franski bankinn var okkur áfram til ráðgjafar um kaupin. Þeir höfðu áður lýst því yfir að þeir hefðu áhuga á því að fjárfesta með okkur í öðrum hvorum bankanna. Áhugi þeirra var okkur mjög þóknanlegur því ég taldi að þátttaka erlendrar fjármálastofnunar myndi styrkja okkur í rekstri banka, ef að kaupunum yrði. Það samrýmdist því markmiðum kaupendahópsins um framtíð viðkomandi banka.Pressa frá ráðherranefndÞegar hér var komið sögu skynjuðum við mikla pressu frá ráðherranefnd um einkavæðingu um að flýta ferlinu. Ástæðurnar fyrir þessari miklu tímapressu eru mér ekki kunnar en ég tel að þar hafi legið pólitískar ástæður að baki. En hvað sem því leið þá hélt fjárfestahópurinn sem ég leiddi, áfram vinnu sinni við að klára tilboðið. Þá gerist það 11. desember 2002 þegar við erum á lokametrunum að franski bankinn tilkynnti okkur að hann væri búinn að endurmeta afstöðu sína og hafi ákveðið að taka ekki þátt í kaupunum á hlutabréfum ríkisins í Búnaðarbankanum. Fyrir því gaf bankinn þá skýringu að þeir hefðu ekki áhuga á að flækjast inn í pólitísk viðskipti á Íslandi, reynslunni ríkari eftir Landsbankasöluna (sjá fylgiskjal 12 og fylgiskjal 13). Þessi niðurstaða SocGén voru mér gríðarleg vonbrigði. Þýska ráðgjafateymi bankans sem hafði unnið með okkur frá upphafi var einnig mjög ósátt við ákvörðun yfirmanna sinna og í kjölfarið hætti Michael Sautter, sem fór fyrir teyminu. Hann tók hins vegar að sér, sem hluta af hans starfslokasamningi, að klára þessa vinnu við kaupin á hlutabréfum í Búnaðarbankanum. Í kjölfar ákvörðunar SocGen, óskuðum við eftir því við einkavæðingarnefnd að fá aukið svigrúm til að finna nýjan meðfjárfesti. Okkur var veittur frestur fram í miðjan janúar í þessu skyni, sem var mjög skammur frestur.Sagan af Hauck & AufhäuserMichael Sautter fann fjórar erlendar fjármálastofnanir sem sýndu fjárfestingunni áhuga. Af þessum fjórum mátum við það svo, að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser væri áhugaverðastur. Hauck & Aufhäuser var stofnaður 1796 í Þýskalandi og hefur því í 221 ár farið í gegnum ýmsar þrengingar í sínu starfi. Bankinn virðist ekki vera áhættusækinn, ólíkt ýmsum öðrum fjármálastofnunum. Enn í dag er bankinn eftir því sem næst verður komist, í ágætum rekstri. Það kom fljótlega í ljós að þeir mátu áhættuna af kaupunum umtalsverða og voru ekki tilbúnir að taka fulla áhættu af fjárfestingunni. Þessi niðurstaða þeirra var skiljanleg vegna þess skamma tíma sem þeir höfðu til þess að greina bankann og þeirri miklu áhættu sem var samfara kaupunum.Raunveruleg aðkoma þýska bankansKem ég þá að annarri grundvallarályktun í skýrslu rannsóknarnefndarinnar, sem er að þátttaka Hauck & Aufhauser hafi ekki verið raunveruleg, heldur eingöngu til málamynda. Kaflar um þetta í skýrslunni eru langir og viðamiklir og ekki tími hér til að fara ofan í þá. Það sem raunverulega skiptir máli er þetta:Hauck & Aufhauser var hluthafi í Eglu hf.Bankinn skráði sig fyrir og greiddi inn allt sitt hlutafé.Bankinn skipaði sína menn í stjórn, m.a. sat bankastjórinn Peter Gatti í stjórn Eglu hf. fyrir hönd bankans.Bankinn tók þátt í ákvarðanatökum og störfum Eglu.Sem hluthafi í Eglu hf, bar þýski bankinn sem slíkur réttindi og skyldur samkvæmt íslenskum lögum gagnvart Eglu hf.Hann átti rétt til arðs, fór með atkvæðisrétt í samræmi við hlutafjáreign sína og greiddi fyrir hlutafé sitt eins og áður sagði. Hann var þannig raunverulegur og réttur hluthafi í Eglu hf. Það var ekkert til málamynda í því, samkvæmt hlutafélagalögum var hann hluthafinn og enginn annar. Meðfylgjandi er fjöldi fylgiskjala, að mestu opinber gögn, þessu til staðfestingar (Sjá fylgiskjalapakka A og B). Bankinn uppfyllti jafnframt öll þau skilyrði, sem fjármálaeftirlitið setti um þátttöku þeirra í kaupunum (sjá fylgiskjal 14 bls. 9).Samningar Hauck & AufhauserSvo er annað mál, sem ekki má rugla saman við þetta, að Hauck & Aufhauser gerðu samninga, í þessu tilfelli við Kaupþing, um fjármögnun, takmörkun á áhættu, o.s.frv. Þeir samningar sem voru ríkinu óviðkomandi og vörðuðu ekki hagsmuni þess, enda fékk það allt sitt greitt og staðið var við öll skilyrði kaupsamnings. Það var gagnkvæmur vilji hjá Hauck & Aufhauser og Kaupþingi að eiga viðskipti sín í milli. Öll samskipti á milli Kaupþings og Hauck & Aufhäuser voru bein og milliliðalaus. Þeir gengu sjálfir frá samningum sín á milli. Samningar sem þeir gerðu voru alfarið á þeirra ábyrgð og ég hafði hvorki lesið þá né séð, fyrr en núna, í rannsóknarskýrslunni. Ég vissi hins vegar að þeir höfðu gert með sér samninga og hvert var megin inntak þeirra samninga. Hafi eitthvað verið í þessum samningum, sem ég fæ reyndar ekki séð, sem þeir áttu að upplýsa um, þá var það alfarið á þeirra ábyrgð. Ég bið menn að hafa hugfast að þessir samningar voru háðir bankaleynd, sbr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki frá 2002 og mér var á engan hátt heimilt að upplýsa um tilvist þeirra og efni þeirra, hafi ég þekkt það. Ég var einmitt minntur á bankaleyndina af Hæstarétti nú nýverið, þegar rétturinn sendi mér upplýsingar um fjármálaumsvif nokkurra Hæstaréttardómara í gömlu bönkunum fyrir fall þeirra, tengt kæru til Manndéttindadómstóls Evrópu. Þar var tekið fram að allar slíkar upplýsingar væru bundnar bankaleynd. Aðeins dómararnir sjálfir geta upplýst um samninga sem þeir gerðu við bankana. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að samningar milli Hauck & Aufhäuser og Kaupþings voru háðir bankaleynd. Það er einnig athyglisvert að í Rannsóknarskýrslunni er minnst á lögfræðiálit sem Kaupþing og Hauck & Aufhäuser öfluðu sér um þessi viðskipti. Rannsóknarnefndin sá hins vegar ekki ástæðu til þess að birta þessi lögfræðiálit enda hefðu þau sennilega varpað skýru ljósi á lögmæti þessara samninga. Hvað sem því líður, hafi verið skylt að upplýsa um þessa samninga var það ekki á mína ábyrgð að gera það, heldur þessara samningsaðila. Þeir nutu lögfræðiráðgjafar, eins og rakið er í smáatriðum í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Ennfremur, hafi ríkið talið sig hafa hagsmuni af því að takmarka rétt kaupenda til samningsgerðar gagnvart öðrum aðilum, þá hefði það verið gert með beinum skilyrðum í söluferlinu og í kaupsamningnum sjálfum. Eins og ég fór yfir hér áðan, þá voru engin slík skilyrði í kaupsamningnum. Það er óumdeilt að kaupsamningurinn var efndur í öllum atriðum samkvæmt efni sínu, það er ekkert sem ríkið hafði að kvarta undan í því sambandi (sjá fylgiskjal 15). Ykkur til upplýsingar þá var samningurinn sem við gerðum við ríkið um kaupin á hlutabréfum í Búnaðarbankanum trúnaðarmál að kröfu ríkisins. Í samningum segir í grein 15.1: „Efni samnings þessa er trúnaðarmál og skulu samningsaðilar ekki upplýsa þriðja aðila um efni samnings þessa nema lög kveði á um annað…” Ýmsum kann líka að þykja athyglisvert að heyra grein 15.2 en þar segir: „Aðilar skuldbinda sig til að samræma allar tilkynningar til fjölmiðla og annarra aðila í tengslum við samning þennan”. Ríkið samdi fréttatilkynningarnar af samningsgerðinni sem að send var út fjölmiðlum í kjölfar undirritunar. Þau tvö grundvallaratriði sem skipta öllu máli eru:Engin krafa eða skilyrði voru gerð af hálfu ríkisins um að erlendir fjárfestar væru aðilar að kaupunum ogHauck & Aufhauser voru raunverulegir hluthafar í Eglu hf, greiddu sitt hlutafé, sinntu skyldum sínum og höfðu sín réttindi eins og lög kveða á um. Þegar skýrsluhöfundur snýr þessum forsendum á hvolf, þá fer hann gegn sannleikanum og fyrirliggjandi gögnum um þetta mál. Með þessu verður sagan vissulega meira krassandi en hún verður líka röng! Það eru fjölmörg önnur atriði sem koma fram í skýrslu rannsóknarnefndar og ég hefði getað rætt um á þessum fundi:Ég gæti rætt enn meira um samninga milli Hauck & Aufhauser og Kaupþings sem RNA kallar baksamninga.Ég gæti rætt um þá fjölmörgu einstaklinga sem komu að þessum viðskiptum og hverjir vissu hvað.Ég gæti rætt um hagnað og tap af þessum hlutabréfaviðskiptum.Rétt er þó að benda á að hagnaðurinn var tilkominn vegna mikilla hækkana á skráðu hlutabréfaverði eftir söluna en ekki vegna viðskipta við ríkið. Ríkið fékk umsamið kaupverð greitt að fullu.Ég gæti rætt um mismunandi aflandsfélög sem nefnd eru í skýrslunniÉg gæti rætt um sláandi náið samband og þunna veggi á milli ákæruvalds og dómstóla.Ég gæti rætt margt annað En ekkert af þessu sem hér er nefnt eru aðalatriði. Aðalatriðin eru; setti ríkið skilyrði um erlenda þátttöku og var ríkið blekkt í þessum viðskiptum? Svarið við því er nei. Ég hef farið nokkur ýtarlega yfir þann þátt og stutt fyrirliggjandi gögnum.Samskipti mín við RannsóknarnefndRannsóknarefndin fullyrti opinberlega að ég hafi neitað að mæta fyrir nefndina. Það er einfaldlega ósatt. Ég sinnti öllum boðunum nefndarinnar og hafði í nokkur skipti frumkvæði að samskiptum við hana. Eftir fyrstu samskipti við nefndina óttaðist ég hins vegar, að ég gæti ekki treyst henni fyrir réttlátri málsmeðferð. Því óskaði ég eftir að gefa skýrslu fyrir dómi eins og ég hef rétt á. Í bréfi frá mér þann 21. nóvember til Kjartans sagði ég m.a.: „að síðustu tilkynnist að ég hef ákveðið að mæta ekki til þín í skýrslutöku í Safnahúsinu[…] Ég óska eftir því að verða boðaður til að mæta fyrir héraðsdóm”. (sjá fylgiskjal 16 og bls. 13 í skýrslu RNA). Daginn eftir þ.e. 22. nóvember, sendi Kjartan bréf til héraðsdóms um beiðni um að ég yrði boðaður til skýrslutöku. Ég mætti fyrir dóminn samkvæmt boði dómara. Af hverju segir nefndarmaðurinn frá því opinberlega að ég hafi neitað að mæta til skýrslutöku? Þarna er enn og aftur verið að snúa út úr sannleika málsins. Fyrirliggjandi gögn tala sínu máli.Aðgangur að gögnumÍtrekað var óskað eftir því við rannsóknarnefndina að við fengjum aðgang að gögnum þannig að hægt væri að svara þeim efnisatriðum sem að mér snéru. Lögmaður minn sendi nefndinni bréf og pósta af því tilefni (sjá fylgiskjal 17 og fylgiskjal 18). Það er skemmst frá því að segja að rannsóknarnefndin svaraði hvorki bréfinu né tölvupósti sem lögmaður minn sendi. Það kann að vera að einhverjum ykkar finnist óþarfi, að ég komi hingað fyrir nefndina því ég hefði átt að koma mínum sjónarmiðum á framfæri við RNA. Við eðlilega stjórnsýslu væri það svo. Í þessu tilfelli fékk ég hins vegar engin tækifæri til að svara ávirðingum eða upplýsa um þau efni sem voru til umfjöllunar. Þessi afgreiðsla fer gegn öllum grundvallar mannréttindum til réttlátrar málsmeðferðar. Enn í dag hef ég ekki fengið aðgang að nokkrum gögnum. Engan aðgang. Hver er ástæðan fyrir þessu? Af hverju fáum við ekki að sjá gögnin? Hvað býr hér að baki? Hvað er rangt við haft? Þetta leiðir hugan að því hvaða gögn er rannsóknarnefndin með? Hvaðan koma þau? Eru þau fengin með lögmætum hætti? Vitum við hvort þessi gögn eru réttilega kynnt?Hvað má læra af þessuSvona að síðustu. Ég lét á það reyna fyrir dómi hvort nefndin hefði verið skipuð af réttmætu tilefni. Ein af meginröksemdum mínum var að raunverulegt rannsóknarefni væru gjörðir einkaaðila í viðskiptum, en ekki meðferð opinbers valds. Alþingi hefur eftirlit með meðferð opinbers valds, en eftirlit með gjörðum einstaklinga er í höndum annarra stofnana ríkisins. Dómstólar féllust á þessa lagalegu greiningu mína, hvað varðar eftirlitsheimildir Alþingis (sjá dóma Héraðsdóms, fylgiskjöl 19, 20, 21, 22 og 23). Meginröksemd rannsóknarnefndar gegn þessum sjónarmiðum mínum, sem dómstólar féllust einnig á, var að réttlæta skipun nefndarinnar þannig að skýrslan gæti orðið grundvöllur lærdóms stjórnvalda fyrir framtíðina. Nú liggur skýrslan fyrir. Hvaða lærdóm dregur hún af þessu máli? Hann er vægast sagt mjög rýr. Allar helstu ályktanir í skýrslunni beinast að mér eða öðrum einkaaðilum. Lítið eða ekkert er sagt um hvernig stjórnvöld héldu á málum og hvað megi bæta. Þetta er ámælisvert. Ef ég má, með leyfi formanns, þá langar mig að nefna það tvennt sem ég tel að hægt sé að læra af þessari vegferð allri saman.Málsmeðferð rannsóknarnefnda Lögmaður minn er búinn að koma þessum þáttum, sem eru mjög mikilvægir, til skila og því mun ég ekki fjalla um hann frekar. Ég held að það megi læra mikið af þessari skýrslu um það hvernig ekki á að standa að rannsóknum á vegum Alþingis.Skýrar reglur Við sölu ríkiseigna þurfa leikreglurnar að vera miklu skýrari heldur en þarna var, og þær þurfa að vera fyrirfram ákveðnar. Árum saman hafa verið deilur uppi um sölu ríkiseigna. Þar má nefna Þormóður Rammi, SR Mjöl, Íslenskir aðalverktakar, Áburðarverksmiðjan, Kögun, FBA, Landsbankinn og Búnaðarbankinn. Þannig gæti ég haldið áfram. Það verður aldrei sátt um sölu ríkisins eða ríkisfyrirtækja á eignum sínum nema að leikreglur séu skýrar og opinberar.Allar upplýsingar þurfa að liggja fyrir og vera öllum aðgengilegar.Allir aðilar þurfa að sitja við sama borð og eiga sama rétt.Skilyrði, ef einhver eru, þurfa að vera skýr og öllum aðgengileg.Almenningur þarf að hafa aðgang að öllum upplýsingum um söluferlið, samninga og efndir þeirra. Þegar ríki eða ríkisstofnanir kaupa eignir og þjónustu, s.s. skip, verkframkvæmdir eða hvaðeina annað, þá liggja allar upplýsingar fyrir og útboðsferlið er skýrt. Þetta er tilkomið vegna reglna Evrópusambandsins. Þar höfum við lög um opinber innkaup, þar sem fram kemur í fyrstu grein að markmið laganna sé m.a. að tryggja jafnræði fyrirtækja og stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni. Lagaramminn þarna er mjög skýr, og með ítarlega útfærðum reglum. Þannig er búið að tryggja að pólitískir hagsmunir, tengsl og geðþótti fái ekki að ráða. Þegar kemur hins vegar að sölu ríkiseigna, þá er enginn sambærilegur lagarammi. Þá er hending hvernig staðið er að málum, sem sjaldnast er sátt um, hvorki fyrir né eftir. Enn í dag eru landsmenn að upplifa sölur ríkisins eða ríkisfyrirtækja sem orka tvímælis. Ég nefni t.d.:Sölu Landsbankans á hlutbréfum sínum í Borgun hf.Sölu Seðlabankans á skuldabréfum sínum á Kaupþing og aðrar eignasölur Seðlabankans.Sala ríkisins á landi Vífilstaða.Söluna á ríkisbönkunum sem urðu til eftir hrun. Ég gæti haldið áfram að nefna dæmi. Þessi mál eru ekki 15 ára gömul. Þetta eru mál síðustu daga, mánaða og missera. Eins og ég hef farið yfir, þá er tækifæri núna til að draga raunverulegan lærdóm af því sem hér hefur verið til umræðu, og í hendi þingmanna að nýta það, þverpólitískt. Það má vera að stjórnmálamenn vilji ekki ræða þessi mál á svona breiðum grundvelli en ég tel það mikilvægt þannig að hægt sé að skapa betri grunn fyrir framtíðina.Í lokinÉg hef sýnt fram á eftirfarandi:Aðkoma erlends fjármálafyrirtækis var ekki grundvallarforsenda fyrir sölu ríkisins á hlutabréfum í Búnaðarbankanum.Þýski bankinn var raunverulegur og lögformlegur eigandi í Eglu hf. sem keypti auk annarra hlutabréf í Búnaðarbankanum.Pólitísk íhlutun í ferlinu hafði áhrif á atburðarrásina og ákvarðanir þátttakenda.Enginn ítarlegur lagarammi er til fyrir sölu ríkiseigna og hætta á geðþóttaákvarðunum. Hafið þó mikilvæg atriði í huga:Staðið var við alla samninga við ríkið.Upplýst var um öll atriði sem spurt var um.Ríkið var hvorki blekkt né verr sett með aðkomu þýska bankans. Það er sjálfsagt hægt að afgreiða þessa rannsóknarskýslu þannig að sökin sé alfarið mín; ég hafi einn og óstuddur stjórnað öllu ferlinu frá upphafi til enda og haldið um penna þeirra er skrifuðu. En þá eru menn að loka augunum fyrir fyrirliggjandi staðreyndum og halda áfram á óbreyttri braut. Ég tel að það væri hvorki rétt né sanngjarnt gagnvart þjóðinni og alls ekki gagnvart mér persónulega. Það væri heldur ekki í samræmi við yfirlýstan tilgang skýrslunnar sem hér er til umfjöllunar. Ég þakka ykkur sem hafið hlustað. Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Ólafur svarar fyrir sig á miðvikudaginn Rannsóknarnefndin útskýrir málið á fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í fyrramálið. 15. maí 2017 14:11 Ólafur svarar fyrir sig á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag Ólafur Ólafsson, fjárfestir sem oftast er kenndur við Samskip, kemur í dag á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis til að ræða skýrslu rannsóknarnefndar um einkavæðingu Búnaðarbankans. 17. maí 2017 08:09 Ólafur búinn að afhenda gögnin Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur fengið afhent þau gögn sem Ólafur Ólafsson fjárfestir hyggst kynna nefndinni í fyrramálið. Nefndarmenn fengu gögnin í hendurnar síðdegis en þeir fóru fram á að fá að kynna sér þau. 16. maí 2017 18:01 Gögn sýna virkni leynifélagsins í „Lundafléttunni“ Upplýsingar um raunverulega eigendur félagsins ættu að vera á skrá hjá svissneskum banka. 16. maí 2017 18:39 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Ólafur Ólafsson hefur birt á YouTube upptöku af framsögu sem hann hafði undibúið fyrir fund sinn með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í dag. Hann segir að í samskiptum sínum við nefndina gerði hann ráð fyrir að fá rúman tíma til að gera nefndarmönnum og almenningi öllum ítarlega grein fyrir atriðum sem fjallað var um í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Seint í gær hafi honum verið tjáð að nefndin þyrfti að takmarka tíma hans við 10-15 mínútur, en hann hafi upprunlega óskað eftir 45 mínútum til að flytja erindi sitt. Hann virði ákvörðun nefndarmanna og segist hafa sent þeim bréf til upplýsingar um að framsagan sé í heild birt fyrir fundinn. Nefndarmenn, sem og almenningur, hafi þá kost á að kynna sér þau efnisatriði sem hann hefði viljað koma betur á framfæri fyrir nefndinni. Myndbandið er birt á vefnum söluferli.is. Þar segir að markmiðið sé að varpa skýrara ljósi á aðdraganda og umgjörð aðkomu þýska bankans við söluna á 45,8% hlut ríkisins í Búnaðarbankanum í ársbyrjun 2003 og að Ólafur hafi aldrei í rannsóknarferlinu fengið að sjá nein gögn til að tjá sig um né notið andmælaréttar, þrátt fyrir ítrekaðar óskir þar um. Sem fyrr segir kemur Ólafur á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag. Fundurinn hefst klukkan 15:15 en hann er opinn fjölmiðlum og verður fjallað ítarlega um hann hér á Vísi. Hægt er að horfa á ávarpið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Textann er hægt að lesa í heild sinni hér.Ágæti áhorfandi, Ég er sá einstaklingur sem hvað mest er talað um í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hafði samþykkt að ég fengi 45 mínútur til að varpa skýrara ljósi á þá atburði sem tengjast sölu ríkisins á hlutabréfum í Búnaðarbankanum 2002/2003. En í gær ákvað nefndin að ég fengi ekki að kynna mál mitt. Ég fengi í mesta lagi 10 til 15 mínútur. Ég get ekki kynnt mína hlið á þeim tíma. Ég hef því ákveðið að flytja framsöguna opinberlega, svo allir sem hafi áhuga geti hlustað. Eftirfarandi er það sem ég hef að segja: Ég hef eftir því sem ég hef getað, rifjað upp og farið yfir gömul gögn sem ég hef aðgang að; rætt við fyrrum samstarfsmenn mína og suma meðfjárfesta; auk þess að lesa skýrslu RNA. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir, hef ég ekki fengið nokkurn aðgang að gögnum RNA. Þetta eru atburðir sem áttu sér stað fyrir tæpum fimmtán árum og bið ég hvern nefndarmann að hafa það í huga. Rétt eins og hver nefndarmaður, get ég ekki munað alla hluti af mikilli nákvæmni, sem gerðust fyrir fimmtán árum síðan. Ég vil byrja á að segja að ég get skilið að fólk komst í uppnám eftir að skýrslan var kynnt. Enda hef ég verið kjöldreginn í opinberri umræðu. Lýsing á aðkomu minni að þessu máli í skýrslu rannsóknarnefndarinnar gerir mig að aðalleikara í því sem kallað hefur verið blekkingarleikur þar sem ríkisstjórnin og almenningur eru sögð fórnarlömb. Reiðin sem reis upp í kjölfarið og margir skynjuðu er skiljanleg í því ljósi, enda fléttast inn í þessa umfjöllun miklar tilfinningar fólks. Ég geri því ekki lítið úr þessum tilfinningum og gagnrýni í sjálfu sér ekki viðbrögðin. Ég bið hvert ykkar að hafa í huga að hér hefur verið sett fram mjög einhliða frásögn RNA af þessum löngu liðnu atburðum. Vissulega var sú atburðarás að einhverju leyti studd gögnum en þau voru valin þannig að þau hentuðu sögunni sem átti að segja. Sagt er að ekki megi láta sannleikann eyðileggja góða sögu og allir blaða- og fréttamenn þekkja svekkelsið þegar staðreyndir eyðileggja frétt sem þeir eru með í höndunum. Til að gæta sanngirni verður að tína til allar staðreyndir, setja í samhengi og skilja aðstæður. Aðstæður á Íslandi árið 2002 voru talsvert frábrugðnar því sem við teljum eðlilegt í dag. Ef þessi atriði eru ekki höfð í huga, þá gefur sagan ekki rétta mynd af aðstæðum. Það getur verið krassandi saga og jafnvel sannfærandi. En hún er ekki sönn. Ég mun því fara yfir nokkur lykil atriði þessu tengt.Sagan um þátttöku erlendrar fjármálastofnunarMeginniðurstaðan í skýrslu rannsóknarnefndar, sem var skipuð Kjartani Bjarna Björgvinssyni einum, er að ég hafi blekkt íslenska ríkið í kaupum svonefnds S-hóps á hlutabréfum í Búnaðarbankanum. Niðurstaða nefndarinnar er tengd þeirri ályktun rannsóknarnefndarinnar að þátttaka erlendrar fjármálastofnunar, hafi verið grundvallarforsenda fyrir sölu ríkisins á hlutabréfum í Búnaðarbankanum. Þessi ályktun og niðurstaða nefndarinnar er röng og hún stenst enga skoðun. Grundvallaratriði hvað þetta varðar er fundur sem S-hópurinn átti með einkavæðingarnefnd 28. ágúst 2002. Þar spurði ég Ólaf Davíðsson, formann einkavæðingarnefndar og ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneyti Davíðs Oddsonar, að því hvort það hefði áhrif ef erlend fjármálastofnun kæmi að kaupunum sem ráðgjafi eða meðfjárfestir. Ólafur svaraði því neitandi, svo væri ekki. Ég endurtek: Ólafur svaraði neitandi, svo væri ekki. Til sönnunar legg ég fram fundargerð frá fundi einkavæðingarnefndar, þar sem þetta svar nefndarformannsins er sérstaklega bókað (sjá fylgiskjal 1). Í ályktunarkafla í skýrslu rannsóknarnefndar, á bls. 46, er þessari staðreynd hins vegar snúið á hvolf. Þar er þessu lýst með þessum orðum :Af fundargerð framkvæmdanefndar um einkavæðingu 28. ágúst 2002 má einnig ráða að forsvarsmenn S-hópsins hafi þá vakið máls á þessu atriði með því að upplýsa að „tveir erlendir bankar hefðu sýnt áhuga á að koma að málinu sem ráðgjafar eða fjárfestar” og fengið það jákvæða svar frá formanni nefndarinnar að fremur en hitt væri gefinn „plús fyrir erlenda peninga”.Í fundargerðinni kemur hins vegar fram að ég hafi fengið neikvætt svar, ekki jákvætt, eins og haldið er fram í skýrslunni. Hvað varðar erlenda peninga, þá árétta ég að kaupverð í viðskiptunum var að uppistöðu til í erlendri mynt, þ.e. Bandaríkjadollurum. Þarna er sem sagt grundvallarstaðreyndinni um forsendur einkavæðingarnefndar hvað varðar þýðingu erlendrar þátttöku snúið algerlega á hvolf með því að segja neikvætt svar jákvætt. Annað grundvallaratriði, sem skýrsluhöfundur hefur ekki hirt um að koma vel til skila er að hæfi S-hópsins og hins bjóðandans, Kaldbaks var metið af HSBC bankanum, sem var í hlutverki ráðgjafa íslenska ríkisins (sjá fylgiskjal 2). Aðalatriðin í matinu eru þau að S-hópurinn var með hæsta boðið, og að S-hópurinn kom betur út úr matinu, þ.e. á bilinu 66-74 stig, meðan Kaldbakur fékk einungis 64 stig. Á bls. 11 í mati ráðgjafa ríkisstjórnarinnar á þeim tíma er rökstuðningur fyrir niðurstöðunni dreginn saman. Þar segir, í íslenskri þýðingu:Við matið hefur verið tekið tillit til óvissunnar að því er varðar aðkomu alþjóðlegrar fjármálastofnunar og komist að niðurstöðu um að tilboð S-hópsins sé álitlegra, jafnvel í því tilviki að hlutabréfafjárfesting erlendrar fjármálastofnunar verði ekki hluti af endanlegum samningi.Ég hef lagt fram þetta mat bankans, þannig að hvert ykkar geti kynnt sér það af eigin raun (sjá fylgiskjal 3 síðu 11). Þetta var ennfremur bókað í fundargerð Framkvæmdanefndar um einkavæðingu 4. nóvember 2002.Aðalatriðin dregin framAðalatriðin eru að S-hópurinn bauð hæsta verð og var metinn besti kosturinn, óháð því hvort erlend fjármálastofnun kæmi að kaupunum eða ekki. Ég bendi einnig á, að þarna kemur skýrt fram að það var óvissa um hvort það yrði af einhverri erlendri þátttöku, sem sýnir glöggt að stjórnvöld voru réttilega upplýst af S-hópnum um að erlend þátttaka var ekki á hreinu. Í þessu sambandi bendi ég á að í bréfi til einkavæðinganefndar þann 31. október 2002 kemur fram að S-hópurinn hyggðist finna erlenda fjárfesta eða ráðgjafa til að styðja við eigin markmið S-hópsins vegna framtíðarstefnu Búnaðarbankans (sjá fylgiskjal 4). Þá kemur það hvergi fram, hvorki í skjölum eða samningum að það hafi nokkurn tíman verið skilyrði að erlendir aðilar kæmu að kaupunum með okkur. Þegar þetta er skoðað þá er það ansi djarft – svo ég segi það bara hreint út, ósvífið – af rannsóknarnefndinni að álykta á þann hátt að aðkoma erlends fjárfestis hefði verið grundvallarforsenda kaupanna. Það stenst einfaldlega enga skoðun. Þessi svokallaða grundvallarforsenda kom hvergi nokkurs staðar fram. Svo virðist sem þessu sé haldið fram til að geta sagt þá sögu sem markmiðið var alltaf að segja. Hún er bara ekki sönn. Það voru eigin markmið S-hópsins sem réðu því að erlendur fjárfestir kom að málum. Við vildum tryggja okkur erlenda sérþekkingu og tengslanet, eins og kemur fram í nefndu bréfi, og viðtölum við mig í kjölfar undirskriftar samninga (sjá fylgiskjal 5 og fylgiskjal 6). Örfá orð þessu til viðbótar. Í skýrslunni kemur fram að nefndin hafi tekið munnlegar skýrslur af þeim Ólafi Davíðssyni, svo og Benedikt Árnasyni, Guðmundi Ólasyni og Skarphéðni Berg Steinarssyni, sem voru helstu starfsmenn nefndarinnar. Í skýrslunni er ekkert sagt hvað þessir menn höfðu að segja um þessa meintu grundvallarforsendu ríkisins um erlenda þátttöku – ekki eitt aukatekið orð. Af hverju skyldi það vera? Nú hef ég ekki fengið aðgang að þessum skýrslum né nokkrum öðrum gögnum nefndarinnar, en hafi þeir lýst þessu sem grundvallarforsendu, þá hlyti það að hafa komið fram í skýrslunni. Mér hefur hinsvegar borist afrit af tölvupósti frá einum þessara manna en þar segir:„Með vísan til erindis yðar get ég staðfest að við skýrslutöku hjá rannsóknarnefnd Alþingis samkvæmt ályktun Alþingis frá 2. Júní 2016, kom fram hjá undirrituðum að aðkoma erlendrar fjármálastofnunar hafi ekki verið ein af forsendum við val á samningsaðilum við sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands hf. árið 2003.“ (sjá fylgiskjal 7) Af hverju er þessi framburður ekki í skýrslunni? RNA ber að taka upp vitnaskýrslur í hljóði og mynd þannig að þessi framburður er til á skrá. RNA hefur hins vegar ekki hirt um að birta hann. Skildi það vera vegna þess að hann hentaði ekki í söguna sem ætlunin var að segja? Enn eitt atriðið sem ég bendi á, er að í rammasamkomulagi sem áður hafði verið undirritað þann 16. nóvember, meðan erlend þátttaka var fullkominni óvissu háð, var einfaldlega talað um erlenda fjármálastofnun, án nokkurra skilyrða. Það var alfarið mál kaupenda að leysa það mál, ég endurtek – án nokkurra skilyrða (sjá fylgiskjal 8). Það var ekki fyrr en degi fyrir undirritun kaupsamninga, þann 16. janúar 2003, sem ríkið – seljandinn – var upplýst um hver þessi stofnun var þ.e. Hauck & Aufhauser. Það fór því ekki fram nein áreiðanleikakönnun né aðrar kannanir af hálfu íslenska ríkisins á þessum banka og engar spurningar spurðar. Það liggur í augum uppi, að hafi þátttaka þessa banka verið grundvallaratriði og forsenda fyrir sölunni, þá hefði farið fram einhver áreiðanleikakönnun á honum. Jafnframt hlyti þá að hafa legið fyrir einhver efnislegur rökstuðningur fyrir því af hverju þessi tiltekni banki skipti máli. Það var ekki um neitt slíkt að ræða, einfaldlega vegna þess að þetta var ekki grundvallaratriði af hálfu seljandans. Þetta skipti seljandann ekki máli. Í svona stórum viðskiptum ganga samningsaðilar, hvor fyrir sig, úr skugga um að öll atriði sem skipta máli og varða hagsmuni þeirra séu frágengin í samningi þannig að hagsmunir þeirra séu tryggðir. Það var her sérfræðinga og einn stærsti og virtasti banki heims, HSBC, sem var ríkinu til ráðgjafar í þessari sölu. Það voru þessir aðilar sem stýrðu söluferlinu frá A-Ö og þeir héldu á pennanum í samningsgerðinni sjálfri. Þeir voru í fullkominni aðstöðu til að setja öll sín skilyrði skýrt fram og fá allar þær upplýsingar sem þeir óskuðu. Það er því ljóst að ákveðnum grundvallaratriðum er sleppt í þessari rannsóknarskýrslu, þar sem þau ríma ekki við niðurstöðuna. Staðreyndum hefur ekki verið haldið til haga og þeim snúið á hvolf. Ég vil einnig benda á að út frá lagalegum forsendum, hefði ríkið aldrei getað gert það að skilyrði að erlendir aðilar fjárfestu með okkur í kaupunum. Það voru ekki heldur nein skilyrði um erlenda þátttöku hjá Landsbankanum. Ekki heldur hjá Kaldbaki. Slík skilyrði hefðu verið andstæð 4. gr. samningsins um evrópska efnahagssvæðið, þar sem fram kemur að hvers konar mismunun á grundvelli ríkisfangs sé óheimil. Eins vil ég benda á jafnræðisreglu stjórnarskrár Íslands, 65. gr., sem leggur bann við mismunun á grundvelli þjóðernis. Ég fæ með engu móti séð hvernig ríkið hefði getað skilyrt sölu á ríkiseign við erlent ríkisfang, með tilliti til þessara reglna. Ég tel rétt að benda á þessi atriði þannig að menn átti sig á því á hversu miklum villigötum þessi umræða er. Ég hef nú sýnt fram á að ályktun Rannsóknarnefndar um að erlend þáttaka hafi verið forsenda af hálfu ríkisins er röng. Þessi ályktun byggir ekki á neinum gögnum, og er í besta falli huglægt mat skýrsluhöfundar. Það gat því ekki verið um neina blekkingu að ræða því erlend þátttaka skipti ekki máli og gat aldrei skipt neinu máli. Það sem skipti máli er hvað kom fram í samskiptum okkar við nefndina og samingum í kjölfarið. Ég hef því mjög alvarlegar athugasemdir við þessa skýrslu. Hún er ekki sannleikanum samkvæm. Hún er því marki brennd að vera einhliða frásögn með niðurstöðum, sem passa vel fyrir tilurð skýrslunnar.Sagan af pólitískri íhlutunÁ árinu 2012 samþykkti Alþingi þingsályktun um að fram færi rannsókn á einkavæðingu Landsbankans, Búnaðarbankans og FBA. Umræðan hafði meðal annars litast af því að einkavæðingin hafi stjórnast af pólitískum hagsmunum. Það er því mikilvægt að setja söguna um sölu ríkisins á hlutabréfum sínum í Landsbankanum og Búnaðarbankanum í sögulegt pólitískt samhengi. Því vil ég rifja stuttlega upp hvernig pólitískt landslag var á þessum tíma þegar salan átti sér stað eða á árunum 2002/2003 og hvernig það tengdist fjármálastofnunum landsins. Í skýrslunni er þessum þætti enginn gaumur gefinn og því hætt við að 15 ára gamalt mál sé túlkað í samhengi dagsins í dag.Bankastjórar ríkisbankanna voru ávallt ráðnir pólitískt.Bankaráðin voru ætíð skipuð pólitískt.Þannig var formaður stjórnar Landsbanka Íslands, Helgi S Guðmundsson, sem gengdi þýðingarmiklum embættum innan Framsóknarflokksins.Varaformaður stjórnar Landsbankans var Kjartan Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Sjálfstæðisflokksins, og nánasti samstarfsmaður Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Kjartan var áfram varaformaður Landsbankans eftir sölu ríkisins þar til bankinn féll, hvernig sem á því stóð.Formaður bankaráðs Búnaðarbankans var Magnús Gunnarsson sem tilheyrði Eimreiðarhópnum svo kallaða og fyrrverandi framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Íslands.Auk hans var í bankaráðinu m.a. Þorsteinn Ólafsson sem hafði verið aðstoðarmaður Steingríms Hermannssonar fyrrum forsætisráðherra ogÁrni Páll Árnason, síðar formaður Samfylkingarinnar. Gegn um tíðina hafa seðlabankastjórar verið valdir útfrá pólitískum forsendum en ekki af faglegum forsendum. Í ráðherranefnd um einkavæðingu voru Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson, Geir Haarde og Valgerður Sverrisdóttir. Í framkvæmdanefnd um einkavæðingu voru pólitískt skipaðir:af Davíð og Geir; þeir Ólafur Davíðsson og Steingrímur Ari Arason.af Halldóri og Valgerði: Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Örlygsson. Þorgeir var síðar skipaður dómari við Hæstarétt og er nú forseti Hæstaréttar. Pólitíkin var því alltumkring og ég fullyrði að ef mönnum finnst pólitísk íhlutun og hagsmunagæsla áberandi á Íslandi dag, þá var hún enn meiri á þessum tíma. Það var almennt þekkt og þótti eðlilegt af mörgum stjórnmálamanninum. Þessu tengt þá verð ég að taka fram að ég er ekki flokkspólitískur og hef aldrei verið. Ég hef aldrei tekið þátt í starfi nokkurs stjórnmálaflokks eða verið meðlimur í nokkrum stjórnmálaflokki. Það er rétt, sem Valgerður Sverrisdóttir hefur nýlega sagt opinberlega, að ég hef aldrei verið framsóknarmaður. Staðan á fjármálamarkaðnum Á þessum árum 2002/2003 voru miklar breytingar fyrirsjáanlegar á íslenskum fjármálamarkaði. Eitt af markmiðum stjórnvalda var að ná fram hagræðingu í greininni og var sala bankanna hluti af því. Samkeppniseftirlitið hafði í desember 2001 hafnað sameiningu Búnaðarbankans og Landsbankans. Íslandsbanka/FBA var meinað að bjóða í Landsbankann og Búnaðarbankann þar sem stjórnvöld mátu það andstætt samkeppnislögum. Ljóst var að ýmsir voru enn reiðir vegna þess hvernig tókst til við sölu ríkisins á FBA. Davíð Oddsson forsætisráðherra beindi sjónum sínum sérstaklega að starfsmönnum Kaupþings, meðal annars í umræðum á Alþingi 15. nóvember 1999. Það lá fyrir að frekari hræringar yrðu á fjármálamarkaði þar sem ríkið var enn fyrirferðamikið og að stjórnmálamenn vildu hafa hönd í bagga með því hvernig landið lægi að þessu ferli loknu.Sagan af söluferli bankannaSumarið 2002 birtist auglýsing í fjölmiðlum þar sem hlutir ríkisins í Landsbankanum og Búnaðarbankanum voru boðnir til sölu. Leitað var eftir innlendum eða erlendum áhugsömum kaupendum (sjá fylgiskjal 9). Ég velti þessari stöðu ítarlega fyrir mér. Það var ljóst að miklar breytingar væru framundan í bankarekstri á Íslandi og í þeim fælust áhugaverð tækifæri. Breytingar sem mörkuðust m.a. af miklum tæknibreytingum með tilkomu internetsins og þar með aukinni sjálfvirkni og tilheyrandi hagkvæmni í rekstri, auk margra annarra tækifæra. En það voru líka umtalsverðar áhættur. Það var jafnframt ljóst að ríkisbankarnir höfðu almennt setið eftir í samkeppni á fjármálamarkaðnum og áttu kost á því að bæta stöðu sína umtalsvert. Eftir nokkra umhugsun ræddi ég við aðila sem ég taldi að gætu sýnt því áhuga að koma að þessum kaupum með mér. Úr varð hópur fjárfesta, jafnan nefndur S-hópurinn, sem ákvað að gera tilboð í bankann. Þessi hópur réð franska bankann Société Générale sér til ráðgjafar. Mikil vinna og miklir fjármunir fóru í að kanna stöðu Landsbankans, greina stöðu fjármálamarkaðarins almennt og spá um hugsanlega þróun hans. Tveir aðrir hópar buðu í Landsbankann auk S-hópsins, en það voru Kaldbakur, og Björgólfsfeðgar undir nafni Samson. Þrátt fyrir að Björgólfsfeðgar hafi boðið lægsta verðið; ég endurtek lægsta verðið, þá voru þeir valdir til einkaviðræðna við ríkið um kaupin á Landsbankanum. Þegar forsendur fyrir mati einkavæðingarnefndar á tilboðum í bankann voru síðan opinberaðar, kom í ljós að verðið hafði aðeins 20% vægi, ég endurtek, 20% vægi. 80% af væginu voru pólitískar forsendur sem ég tel að hafi verið sérsniðnar til að stýra bankanum í hendurnar á Björgólfsfeðgum. Í ofanálag fengu Samson síðan 700 milljónir króna í afslátt af verðinu sem um var samið. Landsbanki Íslands var skráður í Kauphöll. Það hlýtur að teljast alvarlegt að eign í eigu almennings, sem lýtur opinberu skráðu verði, skuli vera seld á öðrum forsendum en þeim að hámarka það verð sem almenningur fær fyrir eign sína. Kaldbakur bauð hæsta verðið í Landsbankann og S-hópurinn næst hæst. Sagan af eftirmálanum vegna Landsbankans Ég var verulega ósáttur við það hvernig staðið var að sölunni á Landsbankanum. Það rann upp fyrir mér að við sátum aldrei við sama borð og Samson og áttum í raun aldrei kost á að kaupa Landsbankann þrátt fyrir hærra verð. Við höfðum eytt gríðarlegum tíma og fjármunum í undirbúning tilboðsins, til einskis. Við vorum hafðir að leiksoppum í pólitísku leikriti. Mig langar að lesa örstutt bréf, sem hljóðar svona (sjá fylgiskjal 10):Hr. Davíð OddsonForsætisráðherraStjórnarráðshúsinuseptember 2002Í framhaldi af þeirri ákvörðun ráðherranefndar um einkavæðingu að ganga til viðræðna við Samson ehf. um kaup á umtalsverðum hlut í Landsbanka Íslands hf. hef ég ákveðið að segja mig úr framkvæmdanefnd um einkavæðingu.Ástæðan eru þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið í aðdraganda þessarar ákvörðunar og hafa nú leitt til þess að aðrir áhugasamir kaupendur eru sniðgengnir þrátt fyrir hagstæðara tilboð fyrir ríkissjóð á alla hefðbundna mælikvarða.Ég hef setið sem fulltrúi fjármálaráðherra í framkvæmdanefnd um einkavæðingu frá árinu 1991 og aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum.Þar sem ég er bundinn trúnaði um einstaka þætti þessa máls treysti ég því að óhlutdrægur aðili verði fenginn til að fara ofan í saumana á þeim vinnubrögðum sem eru orsök afsagnar minnar.Virðingarfyllst,Steingrímur Ari Arason.Þessar ávirðingar Steingíms Ara eru mjög alvarlegar og tala sínu máli. Úr skýrslu Ríkisendurskoðunar um þetta atvik segir m.a. um afstöðu fjárfestanna þriggja til söluferlisins:„Það er samhljóða álit fjárfestanna þriggja að ekki hafi verið staðið nægilega faglega af verki. Að þeirra mati, var söluferillinn nánast allan tímann mjög óljóst og markmiðin, sem bjuggu að baki honum, óskýr. Þótti þeim sem að ekki hafi verið fullljóst í upphafi í hvaða farveg málið færi heldur hafi ferlið jafnvel að einhverju leyti verið spunnið eftir því sem á það leið. T.d. hafi upplýsingar um þær reglur og aðferðir, sem beitt var við mat á tilboðum þeirra, annað hvort ekki verið veittar eða verið síðbúnar og jafnvel leitt til áveðins misskilnings”Þar segir einnig„…að upplýsingagjöf til þeirra hafi verið takmörkuð og tilviljanakennd”. Upplýsingagjöf takmörkuð og tilviljanakennd.“ (Sjá fylgiskjal 11). Þetta getur ekki verið mikið skýrarar. Vinnulag stjórnvalda og fulltrúa þeirra var mjög bágborið svo ekki sé meira sagt. Með handstýrðri sölu Landsbankans gaf ríkið tóninn fyrir viðskiptaumhverfi næstu ára sem litaðist af örvæntingafullum tilraunum stjórnvalda til að viðhalda pólitískum ítökum í atvinnulífinu, þrátt fyrir fögur fyrirheit um aukið frjálsræði í viðskiptum.Sagan af sölu BúnaðarbankansÍ framhaldi af einkaviðræðum um sölu Landsbankans við Samson ehf, ákveða stjórnvöld að ganga til viðræðna um sölu á hlutabréfum í Búnaðarbankanum. Við sem stóðum að S-hópnum ákváðum að bjóða í hlutabréf ríkisins í bankanum enda búnir að setja mikla vinnu í að greina fjármálaumhverfið og töldum Búnaðarbankann áhugaverðan. Í ljósi nýfenginnar reynslu af pólitískri stýringu ráðherranefndarinnar á sölu Landsbankans, var sú ákvörðun hvorki einföld né létt. Kaldbakur ákvað einnig að bjóða í hlutabréf ríkisins í Búnaðarbankanum. Þannig voru einungis tveir hópar eftir, sem ætluðu að bjóða í hlutabréf ríkisins þ.e. S-hópurinn annars vegar og Kaldbakur, áður Kaupfélag Eyfirðinga á Akureyri hins vegar. Stjórnarformaður Kaldbaks var Jóhannes Geir Sigurgeirsson, fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins. Þá gerist það að S-hópurinn var boðaður til fundar með stjórnvöldum. Þar sem ég var fjarverandi gat ég ekki mætt á þennan fund, en ég fékk upphringingu af fundinum. Mér hafði áður verið tjáð að Valgerður Sverrisdóttir þrýsti mjög á, um að sameina S-hópinn og Kaldbak í einn væntanlegan kaupanda. Ég áttaði mig á því hvað bjó að baki hjá Valgerði með hliðsjón af pólitísku baklandi hennar fyrir norðan. Það kom á daginn að tilgangur fundarins var nákvæmlega sá, að reyna að fá okkur til samstarfs við Kaldbak. Ég þvertók fyrir að taka þátt í pólitískum hrossakaupum og hafnaði með öllu að fara í þetta samstarf. Annað hvort keyptum við hlutabréfin eða þeir. Fyrir mér voru kaupin á hlutabréfum í Búnaðarbankanum hrein og klár viðskipti og áttu eingöngu að vera byggð á eðlilegum viðskiptalegum forsendum. Það var aldrei minnst á þetta aftur. Franski bankinn var okkur áfram til ráðgjafar um kaupin. Þeir höfðu áður lýst því yfir að þeir hefðu áhuga á því að fjárfesta með okkur í öðrum hvorum bankanna. Áhugi þeirra var okkur mjög þóknanlegur því ég taldi að þátttaka erlendrar fjármálastofnunar myndi styrkja okkur í rekstri banka, ef að kaupunum yrði. Það samrýmdist því markmiðum kaupendahópsins um framtíð viðkomandi banka.Pressa frá ráðherranefndÞegar hér var komið sögu skynjuðum við mikla pressu frá ráðherranefnd um einkavæðingu um að flýta ferlinu. Ástæðurnar fyrir þessari miklu tímapressu eru mér ekki kunnar en ég tel að þar hafi legið pólitískar ástæður að baki. En hvað sem því leið þá hélt fjárfestahópurinn sem ég leiddi, áfram vinnu sinni við að klára tilboðið. Þá gerist það 11. desember 2002 þegar við erum á lokametrunum að franski bankinn tilkynnti okkur að hann væri búinn að endurmeta afstöðu sína og hafi ákveðið að taka ekki þátt í kaupunum á hlutabréfum ríkisins í Búnaðarbankanum. Fyrir því gaf bankinn þá skýringu að þeir hefðu ekki áhuga á að flækjast inn í pólitísk viðskipti á Íslandi, reynslunni ríkari eftir Landsbankasöluna (sjá fylgiskjal 12 og fylgiskjal 13). Þessi niðurstaða SocGén voru mér gríðarleg vonbrigði. Þýska ráðgjafateymi bankans sem hafði unnið með okkur frá upphafi var einnig mjög ósátt við ákvörðun yfirmanna sinna og í kjölfarið hætti Michael Sautter, sem fór fyrir teyminu. Hann tók hins vegar að sér, sem hluta af hans starfslokasamningi, að klára þessa vinnu við kaupin á hlutabréfum í Búnaðarbankanum. Í kjölfar ákvörðunar SocGen, óskuðum við eftir því við einkavæðingarnefnd að fá aukið svigrúm til að finna nýjan meðfjárfesti. Okkur var veittur frestur fram í miðjan janúar í þessu skyni, sem var mjög skammur frestur.Sagan af Hauck & AufhäuserMichael Sautter fann fjórar erlendar fjármálastofnanir sem sýndu fjárfestingunni áhuga. Af þessum fjórum mátum við það svo, að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser væri áhugaverðastur. Hauck & Aufhäuser var stofnaður 1796 í Þýskalandi og hefur því í 221 ár farið í gegnum ýmsar þrengingar í sínu starfi. Bankinn virðist ekki vera áhættusækinn, ólíkt ýmsum öðrum fjármálastofnunum. Enn í dag er bankinn eftir því sem næst verður komist, í ágætum rekstri. Það kom fljótlega í ljós að þeir mátu áhættuna af kaupunum umtalsverða og voru ekki tilbúnir að taka fulla áhættu af fjárfestingunni. Þessi niðurstaða þeirra var skiljanleg vegna þess skamma tíma sem þeir höfðu til þess að greina bankann og þeirri miklu áhættu sem var samfara kaupunum.Raunveruleg aðkoma þýska bankansKem ég þá að annarri grundvallarályktun í skýrslu rannsóknarnefndarinnar, sem er að þátttaka Hauck & Aufhauser hafi ekki verið raunveruleg, heldur eingöngu til málamynda. Kaflar um þetta í skýrslunni eru langir og viðamiklir og ekki tími hér til að fara ofan í þá. Það sem raunverulega skiptir máli er þetta:Hauck & Aufhauser var hluthafi í Eglu hf.Bankinn skráði sig fyrir og greiddi inn allt sitt hlutafé.Bankinn skipaði sína menn í stjórn, m.a. sat bankastjórinn Peter Gatti í stjórn Eglu hf. fyrir hönd bankans.Bankinn tók þátt í ákvarðanatökum og störfum Eglu.Sem hluthafi í Eglu hf, bar þýski bankinn sem slíkur réttindi og skyldur samkvæmt íslenskum lögum gagnvart Eglu hf.Hann átti rétt til arðs, fór með atkvæðisrétt í samræmi við hlutafjáreign sína og greiddi fyrir hlutafé sitt eins og áður sagði. Hann var þannig raunverulegur og réttur hluthafi í Eglu hf. Það var ekkert til málamynda í því, samkvæmt hlutafélagalögum var hann hluthafinn og enginn annar. Meðfylgjandi er fjöldi fylgiskjala, að mestu opinber gögn, þessu til staðfestingar (Sjá fylgiskjalapakka A og B). Bankinn uppfyllti jafnframt öll þau skilyrði, sem fjármálaeftirlitið setti um þátttöku þeirra í kaupunum (sjá fylgiskjal 14 bls. 9).Samningar Hauck & AufhauserSvo er annað mál, sem ekki má rugla saman við þetta, að Hauck & Aufhauser gerðu samninga, í þessu tilfelli við Kaupþing, um fjármögnun, takmörkun á áhættu, o.s.frv. Þeir samningar sem voru ríkinu óviðkomandi og vörðuðu ekki hagsmuni þess, enda fékk það allt sitt greitt og staðið var við öll skilyrði kaupsamnings. Það var gagnkvæmur vilji hjá Hauck & Aufhauser og Kaupþingi að eiga viðskipti sín í milli. Öll samskipti á milli Kaupþings og Hauck & Aufhäuser voru bein og milliliðalaus. Þeir gengu sjálfir frá samningum sín á milli. Samningar sem þeir gerðu voru alfarið á þeirra ábyrgð og ég hafði hvorki lesið þá né séð, fyrr en núna, í rannsóknarskýrslunni. Ég vissi hins vegar að þeir höfðu gert með sér samninga og hvert var megin inntak þeirra samninga. Hafi eitthvað verið í þessum samningum, sem ég fæ reyndar ekki séð, sem þeir áttu að upplýsa um, þá var það alfarið á þeirra ábyrgð. Ég bið menn að hafa hugfast að þessir samningar voru háðir bankaleynd, sbr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki frá 2002 og mér var á engan hátt heimilt að upplýsa um tilvist þeirra og efni þeirra, hafi ég þekkt það. Ég var einmitt minntur á bankaleyndina af Hæstarétti nú nýverið, þegar rétturinn sendi mér upplýsingar um fjármálaumsvif nokkurra Hæstaréttardómara í gömlu bönkunum fyrir fall þeirra, tengt kæru til Manndéttindadómstóls Evrópu. Þar var tekið fram að allar slíkar upplýsingar væru bundnar bankaleynd. Aðeins dómararnir sjálfir geta upplýst um samninga sem þeir gerðu við bankana. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að samningar milli Hauck & Aufhäuser og Kaupþings voru háðir bankaleynd. Það er einnig athyglisvert að í Rannsóknarskýrslunni er minnst á lögfræðiálit sem Kaupþing og Hauck & Aufhäuser öfluðu sér um þessi viðskipti. Rannsóknarnefndin sá hins vegar ekki ástæðu til þess að birta þessi lögfræðiálit enda hefðu þau sennilega varpað skýru ljósi á lögmæti þessara samninga. Hvað sem því líður, hafi verið skylt að upplýsa um þessa samninga var það ekki á mína ábyrgð að gera það, heldur þessara samningsaðila. Þeir nutu lögfræðiráðgjafar, eins og rakið er í smáatriðum í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Ennfremur, hafi ríkið talið sig hafa hagsmuni af því að takmarka rétt kaupenda til samningsgerðar gagnvart öðrum aðilum, þá hefði það verið gert með beinum skilyrðum í söluferlinu og í kaupsamningnum sjálfum. Eins og ég fór yfir hér áðan, þá voru engin slík skilyrði í kaupsamningnum. Það er óumdeilt að kaupsamningurinn var efndur í öllum atriðum samkvæmt efni sínu, það er ekkert sem ríkið hafði að kvarta undan í því sambandi (sjá fylgiskjal 15). Ykkur til upplýsingar þá var samningurinn sem við gerðum við ríkið um kaupin á hlutabréfum í Búnaðarbankanum trúnaðarmál að kröfu ríkisins. Í samningum segir í grein 15.1: „Efni samnings þessa er trúnaðarmál og skulu samningsaðilar ekki upplýsa þriðja aðila um efni samnings þessa nema lög kveði á um annað…” Ýmsum kann líka að þykja athyglisvert að heyra grein 15.2 en þar segir: „Aðilar skuldbinda sig til að samræma allar tilkynningar til fjölmiðla og annarra aðila í tengslum við samning þennan”. Ríkið samdi fréttatilkynningarnar af samningsgerðinni sem að send var út fjölmiðlum í kjölfar undirritunar. Þau tvö grundvallaratriði sem skipta öllu máli eru:Engin krafa eða skilyrði voru gerð af hálfu ríkisins um að erlendir fjárfestar væru aðilar að kaupunum ogHauck & Aufhauser voru raunverulegir hluthafar í Eglu hf, greiddu sitt hlutafé, sinntu skyldum sínum og höfðu sín réttindi eins og lög kveða á um. Þegar skýrsluhöfundur snýr þessum forsendum á hvolf, þá fer hann gegn sannleikanum og fyrirliggjandi gögnum um þetta mál. Með þessu verður sagan vissulega meira krassandi en hún verður líka röng! Það eru fjölmörg önnur atriði sem koma fram í skýrslu rannsóknarnefndar og ég hefði getað rætt um á þessum fundi:Ég gæti rætt enn meira um samninga milli Hauck & Aufhauser og Kaupþings sem RNA kallar baksamninga.Ég gæti rætt um þá fjölmörgu einstaklinga sem komu að þessum viðskiptum og hverjir vissu hvað.Ég gæti rætt um hagnað og tap af þessum hlutabréfaviðskiptum.Rétt er þó að benda á að hagnaðurinn var tilkominn vegna mikilla hækkana á skráðu hlutabréfaverði eftir söluna en ekki vegna viðskipta við ríkið. Ríkið fékk umsamið kaupverð greitt að fullu.Ég gæti rætt um mismunandi aflandsfélög sem nefnd eru í skýrslunniÉg gæti rætt um sláandi náið samband og þunna veggi á milli ákæruvalds og dómstóla.Ég gæti rætt margt annað En ekkert af þessu sem hér er nefnt eru aðalatriði. Aðalatriðin eru; setti ríkið skilyrði um erlenda þátttöku og var ríkið blekkt í þessum viðskiptum? Svarið við því er nei. Ég hef farið nokkur ýtarlega yfir þann þátt og stutt fyrirliggjandi gögnum.Samskipti mín við RannsóknarnefndRannsóknarefndin fullyrti opinberlega að ég hafi neitað að mæta fyrir nefndina. Það er einfaldlega ósatt. Ég sinnti öllum boðunum nefndarinnar og hafði í nokkur skipti frumkvæði að samskiptum við hana. Eftir fyrstu samskipti við nefndina óttaðist ég hins vegar, að ég gæti ekki treyst henni fyrir réttlátri málsmeðferð. Því óskaði ég eftir að gefa skýrslu fyrir dómi eins og ég hef rétt á. Í bréfi frá mér þann 21. nóvember til Kjartans sagði ég m.a.: „að síðustu tilkynnist að ég hef ákveðið að mæta ekki til þín í skýrslutöku í Safnahúsinu[…] Ég óska eftir því að verða boðaður til að mæta fyrir héraðsdóm”. (sjá fylgiskjal 16 og bls. 13 í skýrslu RNA). Daginn eftir þ.e. 22. nóvember, sendi Kjartan bréf til héraðsdóms um beiðni um að ég yrði boðaður til skýrslutöku. Ég mætti fyrir dóminn samkvæmt boði dómara. Af hverju segir nefndarmaðurinn frá því opinberlega að ég hafi neitað að mæta til skýrslutöku? Þarna er enn og aftur verið að snúa út úr sannleika málsins. Fyrirliggjandi gögn tala sínu máli.Aðgangur að gögnumÍtrekað var óskað eftir því við rannsóknarnefndina að við fengjum aðgang að gögnum þannig að hægt væri að svara þeim efnisatriðum sem að mér snéru. Lögmaður minn sendi nefndinni bréf og pósta af því tilefni (sjá fylgiskjal 17 og fylgiskjal 18). Það er skemmst frá því að segja að rannsóknarnefndin svaraði hvorki bréfinu né tölvupósti sem lögmaður minn sendi. Það kann að vera að einhverjum ykkar finnist óþarfi, að ég komi hingað fyrir nefndina því ég hefði átt að koma mínum sjónarmiðum á framfæri við RNA. Við eðlilega stjórnsýslu væri það svo. Í þessu tilfelli fékk ég hins vegar engin tækifæri til að svara ávirðingum eða upplýsa um þau efni sem voru til umfjöllunar. Þessi afgreiðsla fer gegn öllum grundvallar mannréttindum til réttlátrar málsmeðferðar. Enn í dag hef ég ekki fengið aðgang að nokkrum gögnum. Engan aðgang. Hver er ástæðan fyrir þessu? Af hverju fáum við ekki að sjá gögnin? Hvað býr hér að baki? Hvað er rangt við haft? Þetta leiðir hugan að því hvaða gögn er rannsóknarnefndin með? Hvaðan koma þau? Eru þau fengin með lögmætum hætti? Vitum við hvort þessi gögn eru réttilega kynnt?Hvað má læra af þessuSvona að síðustu. Ég lét á það reyna fyrir dómi hvort nefndin hefði verið skipuð af réttmætu tilefni. Ein af meginröksemdum mínum var að raunverulegt rannsóknarefni væru gjörðir einkaaðila í viðskiptum, en ekki meðferð opinbers valds. Alþingi hefur eftirlit með meðferð opinbers valds, en eftirlit með gjörðum einstaklinga er í höndum annarra stofnana ríkisins. Dómstólar féllust á þessa lagalegu greiningu mína, hvað varðar eftirlitsheimildir Alþingis (sjá dóma Héraðsdóms, fylgiskjöl 19, 20, 21, 22 og 23). Meginröksemd rannsóknarnefndar gegn þessum sjónarmiðum mínum, sem dómstólar féllust einnig á, var að réttlæta skipun nefndarinnar þannig að skýrslan gæti orðið grundvöllur lærdóms stjórnvalda fyrir framtíðina. Nú liggur skýrslan fyrir. Hvaða lærdóm dregur hún af þessu máli? Hann er vægast sagt mjög rýr. Allar helstu ályktanir í skýrslunni beinast að mér eða öðrum einkaaðilum. Lítið eða ekkert er sagt um hvernig stjórnvöld héldu á málum og hvað megi bæta. Þetta er ámælisvert. Ef ég má, með leyfi formanns, þá langar mig að nefna það tvennt sem ég tel að hægt sé að læra af þessari vegferð allri saman.Málsmeðferð rannsóknarnefnda Lögmaður minn er búinn að koma þessum þáttum, sem eru mjög mikilvægir, til skila og því mun ég ekki fjalla um hann frekar. Ég held að það megi læra mikið af þessari skýrslu um það hvernig ekki á að standa að rannsóknum á vegum Alþingis.Skýrar reglur Við sölu ríkiseigna þurfa leikreglurnar að vera miklu skýrari heldur en þarna var, og þær þurfa að vera fyrirfram ákveðnar. Árum saman hafa verið deilur uppi um sölu ríkiseigna. Þar má nefna Þormóður Rammi, SR Mjöl, Íslenskir aðalverktakar, Áburðarverksmiðjan, Kögun, FBA, Landsbankinn og Búnaðarbankinn. Þannig gæti ég haldið áfram. Það verður aldrei sátt um sölu ríkisins eða ríkisfyrirtækja á eignum sínum nema að leikreglur séu skýrar og opinberar.Allar upplýsingar þurfa að liggja fyrir og vera öllum aðgengilegar.Allir aðilar þurfa að sitja við sama borð og eiga sama rétt.Skilyrði, ef einhver eru, þurfa að vera skýr og öllum aðgengileg.Almenningur þarf að hafa aðgang að öllum upplýsingum um söluferlið, samninga og efndir þeirra. Þegar ríki eða ríkisstofnanir kaupa eignir og þjónustu, s.s. skip, verkframkvæmdir eða hvaðeina annað, þá liggja allar upplýsingar fyrir og útboðsferlið er skýrt. Þetta er tilkomið vegna reglna Evrópusambandsins. Þar höfum við lög um opinber innkaup, þar sem fram kemur í fyrstu grein að markmið laganna sé m.a. að tryggja jafnræði fyrirtækja og stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni. Lagaramminn þarna er mjög skýr, og með ítarlega útfærðum reglum. Þannig er búið að tryggja að pólitískir hagsmunir, tengsl og geðþótti fái ekki að ráða. Þegar kemur hins vegar að sölu ríkiseigna, þá er enginn sambærilegur lagarammi. Þá er hending hvernig staðið er að málum, sem sjaldnast er sátt um, hvorki fyrir né eftir. Enn í dag eru landsmenn að upplifa sölur ríkisins eða ríkisfyrirtækja sem orka tvímælis. Ég nefni t.d.:Sölu Landsbankans á hlutbréfum sínum í Borgun hf.Sölu Seðlabankans á skuldabréfum sínum á Kaupþing og aðrar eignasölur Seðlabankans.Sala ríkisins á landi Vífilstaða.Söluna á ríkisbönkunum sem urðu til eftir hrun. Ég gæti haldið áfram að nefna dæmi. Þessi mál eru ekki 15 ára gömul. Þetta eru mál síðustu daga, mánaða og missera. Eins og ég hef farið yfir, þá er tækifæri núna til að draga raunverulegan lærdóm af því sem hér hefur verið til umræðu, og í hendi þingmanna að nýta það, þverpólitískt. Það má vera að stjórnmálamenn vilji ekki ræða þessi mál á svona breiðum grundvelli en ég tel það mikilvægt þannig að hægt sé að skapa betri grunn fyrir framtíðina.Í lokinÉg hef sýnt fram á eftirfarandi:Aðkoma erlends fjármálafyrirtækis var ekki grundvallarforsenda fyrir sölu ríkisins á hlutabréfum í Búnaðarbankanum.Þýski bankinn var raunverulegur og lögformlegur eigandi í Eglu hf. sem keypti auk annarra hlutabréf í Búnaðarbankanum.Pólitísk íhlutun í ferlinu hafði áhrif á atburðarrásina og ákvarðanir þátttakenda.Enginn ítarlegur lagarammi er til fyrir sölu ríkiseigna og hætta á geðþóttaákvarðunum. Hafið þó mikilvæg atriði í huga:Staðið var við alla samninga við ríkið.Upplýst var um öll atriði sem spurt var um.Ríkið var hvorki blekkt né verr sett með aðkomu þýska bankans. Það er sjálfsagt hægt að afgreiða þessa rannsóknarskýslu þannig að sökin sé alfarið mín; ég hafi einn og óstuddur stjórnað öllu ferlinu frá upphafi til enda og haldið um penna þeirra er skrifuðu. En þá eru menn að loka augunum fyrir fyrirliggjandi staðreyndum og halda áfram á óbreyttri braut. Ég tel að það væri hvorki rétt né sanngjarnt gagnvart þjóðinni og alls ekki gagnvart mér persónulega. Það væri heldur ekki í samræmi við yfirlýstan tilgang skýrslunnar sem hér er til umfjöllunar. Ég þakka ykkur sem hafið hlustað.
Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Ólafur svarar fyrir sig á miðvikudaginn Rannsóknarnefndin útskýrir málið á fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í fyrramálið. 15. maí 2017 14:11 Ólafur svarar fyrir sig á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag Ólafur Ólafsson, fjárfestir sem oftast er kenndur við Samskip, kemur í dag á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis til að ræða skýrslu rannsóknarnefndar um einkavæðingu Búnaðarbankans. 17. maí 2017 08:09 Ólafur búinn að afhenda gögnin Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur fengið afhent þau gögn sem Ólafur Ólafsson fjárfestir hyggst kynna nefndinni í fyrramálið. Nefndarmenn fengu gögnin í hendurnar síðdegis en þeir fóru fram á að fá að kynna sér þau. 16. maí 2017 18:01 Gögn sýna virkni leynifélagsins í „Lundafléttunni“ Upplýsingar um raunverulega eigendur félagsins ættu að vera á skrá hjá svissneskum banka. 16. maí 2017 18:39 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Ólafur svarar fyrir sig á miðvikudaginn Rannsóknarnefndin útskýrir málið á fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í fyrramálið. 15. maí 2017 14:11
Ólafur svarar fyrir sig á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag Ólafur Ólafsson, fjárfestir sem oftast er kenndur við Samskip, kemur í dag á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis til að ræða skýrslu rannsóknarnefndar um einkavæðingu Búnaðarbankans. 17. maí 2017 08:09
Ólafur búinn að afhenda gögnin Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur fengið afhent þau gögn sem Ólafur Ólafsson fjárfestir hyggst kynna nefndinni í fyrramálið. Nefndarmenn fengu gögnin í hendurnar síðdegis en þeir fóru fram á að fá að kynna sér þau. 16. maí 2017 18:01
Gögn sýna virkni leynifélagsins í „Lundafléttunni“ Upplýsingar um raunverulega eigendur félagsins ættu að vera á skrá hjá svissneskum banka. 16. maí 2017 18:39