Segir leka hins opinbera vera vandamálið Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2017 16:50 H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump. Vísir/AFP H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, segir að samtal forsetans og Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í Hvíta húsinu í síðustu viku hafi verið „fullkomlega við hæfi“. Þá segir hann upplýsingarnar sem Trump tjáði Lavrov og sendiherra Rússlands ekki hafa grafið undan öryggi heimildarmanns bandamanns Bandaríkjanna né ógnað öryggi Bandaríkjanna. Þess í stað sagði hann að upplýsingalekar innan ríkisstjórnar og embættismannakerfis Bandaríkjanna væri ógn við öryggi ríkisins.McMaster neitað þó ekki fyrir það að forsetinn hefði sagt Rússunum frá upplýsingum sem hafi verið trúnaðarmál.Sjá einnig: Trump ver rétt sinn til að deila upplýsingum með Rússum Yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, mun í kvöld fara fyrir þingnefnd Bandaríkjanna varðandi njósnamál. Samkvæmt AP fréttaveitunni munu þingmenn líklegast spyrja hann mikið út í samræður Trump og Lavrov og hvort hann hafi komið upp um heimildarmann um Íslamska ríkið. AP bendir einnig á að McMaster hafi sagt að allir þeir sem voru á fundi Trump og Lavrov hafi verið sammála um að samtal þeirra væri „fullkomlega við hæfi“. Hann mun hafa notað þetta orðatiltæki alls níu sinnum þegar hann ræddi við blaðamenn í dag. Evrópskir ráðamenn sögðu AP fyrr í dag atvikið gæti skaðað samstarf Bandaríkjanna við bandamenn sína varðandi njósnamál. Mögulega yrði hætt að deila upplýsingum með Bandaríkjunum. Þá sagði McMaster á blaðamannafundinum í dag að það væri hæpið að atvikið myndi hafa áhrif á samstarf Bandaríkjanna og annarra þjóða. Auk þess sagði hann að Donald Trump hefði ekki verið meðvitaður um hvaðan upplýsingarnar kæmu.McMaster: President Trump "wasn't even aware of where this information came from." pic.twitter.com/nph2PeNTF1— BuzzFeed News (@BuzzFeedNews) May 16, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagður hafa greint utanríkisráðherra Rússlands frá trúnaðarupplýsingum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa greint Sergei Lavror, utanríkisráðherra Rússlands, frá trúnaðarupplýsingum er varða Íslamska ríkið á fundi þeirra í Hvíta húsinu í síðustu viku. 15. maí 2017 23:59 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, segir að samtal forsetans og Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í Hvíta húsinu í síðustu viku hafi verið „fullkomlega við hæfi“. Þá segir hann upplýsingarnar sem Trump tjáði Lavrov og sendiherra Rússlands ekki hafa grafið undan öryggi heimildarmanns bandamanns Bandaríkjanna né ógnað öryggi Bandaríkjanna. Þess í stað sagði hann að upplýsingalekar innan ríkisstjórnar og embættismannakerfis Bandaríkjanna væri ógn við öryggi ríkisins.McMaster neitað þó ekki fyrir það að forsetinn hefði sagt Rússunum frá upplýsingum sem hafi verið trúnaðarmál.Sjá einnig: Trump ver rétt sinn til að deila upplýsingum með Rússum Yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, mun í kvöld fara fyrir þingnefnd Bandaríkjanna varðandi njósnamál. Samkvæmt AP fréttaveitunni munu þingmenn líklegast spyrja hann mikið út í samræður Trump og Lavrov og hvort hann hafi komið upp um heimildarmann um Íslamska ríkið. AP bendir einnig á að McMaster hafi sagt að allir þeir sem voru á fundi Trump og Lavrov hafi verið sammála um að samtal þeirra væri „fullkomlega við hæfi“. Hann mun hafa notað þetta orðatiltæki alls níu sinnum þegar hann ræddi við blaðamenn í dag. Evrópskir ráðamenn sögðu AP fyrr í dag atvikið gæti skaðað samstarf Bandaríkjanna við bandamenn sína varðandi njósnamál. Mögulega yrði hætt að deila upplýsingum með Bandaríkjunum. Þá sagði McMaster á blaðamannafundinum í dag að það væri hæpið að atvikið myndi hafa áhrif á samstarf Bandaríkjanna og annarra þjóða. Auk þess sagði hann að Donald Trump hefði ekki verið meðvitaður um hvaðan upplýsingarnar kæmu.McMaster: President Trump "wasn't even aware of where this information came from." pic.twitter.com/nph2PeNTF1— BuzzFeed News (@BuzzFeedNews) May 16, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagður hafa greint utanríkisráðherra Rússlands frá trúnaðarupplýsingum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa greint Sergei Lavror, utanríkisráðherra Rússlands, frá trúnaðarupplýsingum er varða Íslamska ríkið á fundi þeirra í Hvíta húsinu í síðustu viku. 15. maí 2017 23:59 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Trump sagður hafa greint utanríkisráðherra Rússlands frá trúnaðarupplýsingum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa greint Sergei Lavror, utanríkisráðherra Rússlands, frá trúnaðarupplýsingum er varða Íslamska ríkið á fundi þeirra í Hvíta húsinu í síðustu viku. 15. maí 2017 23:59