Trump segir að honum verði þakkað fyrir að hafa rekið Comey Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. maí 2017 16:30 Donald Trump. Vísir/AFP Demókratar og repúblikanar munu þakka Donald Trump fyrir að hafa losað sig við James Comey, yfirmann FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, þegar umræðan um brottreksturinn hefur fjarað út. BBC greinir frá.Þetta er mat Trump sem tísti um brottreksturinn í dag þar sem hann varði ákvörðun sína um að reka Comey. Hvíta húsið segir Comey meðal annars hafa verið rekinn vegna þess hvernig hann meðhöndlaði rannsókn FBI á tölvupóstum Hillary Clinton. Brottreksturinn þykir hafa komið eins og þruma úr heiðskýru lofti og hélt Comey meðal annars sjálfur í fyrstu að um hrekk væri að ræða. FBI er með starfsmenn forsetaframboðs Donald Trump til rannsóknar vegna mögulegs samstarfs þeirra við yfirvöld í Rússlandi við að reyna að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra. Í ljósi þess þykir brottrekstur Comey afar umdeildur og hefur hann verið harðlega gagnrýnur, þá sérstaklega af demókrötum. Comey sjálfur hefur reyndar einnig verið umdeildur undanfarna mánuði og hefur Hillary Clinton meðal annars sakað hann um að hafa kostað sig forsetaembættið með því að greina frá rannsókn á tölvupóstum Clinton, skömmu fyrir kosningar. Virðist Trump vísa til þess í tístum sínum þar sem hann segir að demókratar hafi lengi vel gagnrýnt Comey harðlega, en séu skyndilega núna leiðir yfir því að hann hafi verið rekinn. Segir Trump að þeir, ásamt repúblikönum, muni þakka sér fyrir að hafa rekið Comey enda ætli Trump sér að fá einhvern til starfa sem yfirmaður FBI sem muni vinna töluvert betra starf. Eftir brottrekstur Comey hafa raddir sem kalla eftir því að skipaður verði sérstakur rannsakandi til þess að rannsaka mögulega afskipti Rússa af forsetakosningunum orðið háværari. Meðal þeirra sem hafa tekið undir það er repúblikaninn John McCain sem segir að sérstök þingnefnd þurfi að rannsaka málið.The Democrats have said some of the worst things about James Comey, including the fact that he should be fired, but now they play so sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 10, 2017 James Comey will be replaced by someone who will do a far better job, bringing back the spirit and prestige of the FBI.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 10, 2017 Comey lost the confidence of almost everyone in Washington, Republican and Democrat alike. When things calm down, they will be thanking me!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 10, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48 Stephen Colbert útskýrir af hverju Trump rak yfirmann FBI Það kom mörgum í opna skjöldu þegar tilkynnt var í gær að Donald Trump hafði rekið James Comey, yfirmann FBI, bandarísku alríkislögreglunnar. 10. maí 2017 11:07 Comey hélt að brottreksturinn væri hrekkur James Comey, sem rekinn var sem yfirmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, í gær af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt í fyrstu að fregnir af brottrekstrinum væri hrekkur. Hann var staddur í Los Angeles þegar fregnirnar bárust honum. 10. maí 2017 12:43 Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53 Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Demókratar og repúblikanar munu þakka Donald Trump fyrir að hafa losað sig við James Comey, yfirmann FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, þegar umræðan um brottreksturinn hefur fjarað út. BBC greinir frá.Þetta er mat Trump sem tísti um brottreksturinn í dag þar sem hann varði ákvörðun sína um að reka Comey. Hvíta húsið segir Comey meðal annars hafa verið rekinn vegna þess hvernig hann meðhöndlaði rannsókn FBI á tölvupóstum Hillary Clinton. Brottreksturinn þykir hafa komið eins og þruma úr heiðskýru lofti og hélt Comey meðal annars sjálfur í fyrstu að um hrekk væri að ræða. FBI er með starfsmenn forsetaframboðs Donald Trump til rannsóknar vegna mögulegs samstarfs þeirra við yfirvöld í Rússlandi við að reyna að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra. Í ljósi þess þykir brottrekstur Comey afar umdeildur og hefur hann verið harðlega gagnrýnur, þá sérstaklega af demókrötum. Comey sjálfur hefur reyndar einnig verið umdeildur undanfarna mánuði og hefur Hillary Clinton meðal annars sakað hann um að hafa kostað sig forsetaembættið með því að greina frá rannsókn á tölvupóstum Clinton, skömmu fyrir kosningar. Virðist Trump vísa til þess í tístum sínum þar sem hann segir að demókratar hafi lengi vel gagnrýnt Comey harðlega, en séu skyndilega núna leiðir yfir því að hann hafi verið rekinn. Segir Trump að þeir, ásamt repúblikönum, muni þakka sér fyrir að hafa rekið Comey enda ætli Trump sér að fá einhvern til starfa sem yfirmaður FBI sem muni vinna töluvert betra starf. Eftir brottrekstur Comey hafa raddir sem kalla eftir því að skipaður verði sérstakur rannsakandi til þess að rannsaka mögulega afskipti Rússa af forsetakosningunum orðið háværari. Meðal þeirra sem hafa tekið undir það er repúblikaninn John McCain sem segir að sérstök þingnefnd þurfi að rannsaka málið.The Democrats have said some of the worst things about James Comey, including the fact that he should be fired, but now they play so sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 10, 2017 James Comey will be replaced by someone who will do a far better job, bringing back the spirit and prestige of the FBI.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 10, 2017 Comey lost the confidence of almost everyone in Washington, Republican and Democrat alike. When things calm down, they will be thanking me!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 10, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48 Stephen Colbert útskýrir af hverju Trump rak yfirmann FBI Það kom mörgum í opna skjöldu þegar tilkynnt var í gær að Donald Trump hafði rekið James Comey, yfirmann FBI, bandarísku alríkislögreglunnar. 10. maí 2017 11:07 Comey hélt að brottreksturinn væri hrekkur James Comey, sem rekinn var sem yfirmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, í gær af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt í fyrstu að fregnir af brottrekstrinum væri hrekkur. Hann var staddur í Los Angeles þegar fregnirnar bárust honum. 10. maí 2017 12:43 Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53 Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48
Stephen Colbert útskýrir af hverju Trump rak yfirmann FBI Það kom mörgum í opna skjöldu þegar tilkynnt var í gær að Donald Trump hafði rekið James Comey, yfirmann FBI, bandarísku alríkislögreglunnar. 10. maí 2017 11:07
Comey hélt að brottreksturinn væri hrekkur James Comey, sem rekinn var sem yfirmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, í gær af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt í fyrstu að fregnir af brottrekstrinum væri hrekkur. Hann var staddur í Los Angeles þegar fregnirnar bárust honum. 10. maí 2017 12:43
Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53
Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02