Fólki enn boðið að kaupa rafbók til að taka smálán Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. maí 2017 20:00 Undanfarna daga hefur fréttastofa fjallað um sms-skilaboð sem smálánafyrirtæki senda neytendum þar sem þeim býðst að taka smálán. Póst- og fjarskiptastofnun skoðar nú hvort samskiptin brjóti lög um óumbeðin fjarskipti. Í skilaboðum sem fréttastofa hefur undir höndum, er neytanda boðið að kaupa rafbók og taka lán með sms-i, en skilaboðin eru nokkurra mánaða gömul. Við nánari skoðun bjóða að minnsta kosti tvö smálánafyrirtæki, Hraðpeningar og Múla, enn upp á smálán þar sem rafbókakaup eru skilyrði. Á heimasíðu þeirra stendur: Með því að skrá þig í bók og lán býðst þér að kaupa rafbækur úr stóru rafbókarsafni okkar en það veitir þér jafnframt rétt á því að sækja um lán á góðum kjörum. Ef keypt er ein bók fær maður tíu þúsund króna lán. Tvær bækur fyrir tuttugu þúsund króna lán og svo framvegis. Rafbókasmálán eru ekki ný af nálinni. Smálánafyrirtæki tóku það upp fyrir tveimur árum að selja rafbækur eftir að lánakostnaður þeirra var dæmdur of hár - en á síðasta ári tók Neytendastofa ákvörðun um að slíkt væri ólögleg þar sem þau þóttu greinilegur staðgengill lánakostnaðar - enda um nánast sömu upphæð að ræða. „Þetta er sambærilegur kostnaður, og áfrýjunarnefnd vakti athygli á að þeir byrjuðu ekki að selja bækurnar fyrr en flýtikostnaður, sem sagt lántökukostnaður, var felldur niður - því lítur Neytendastofa svo á að kaupverð rafbókanna sé kostnaður við lántökuna," segir Matthildur Sveinsdóttir, lögfræðingur hjá Neytendastofu. Þrátt fyrir þessa ákvörðun eru rafbókasmálán enn auglýst og þess má geta að rafbækurnar sem auglýstar eru til sölu - er hægt að nálgast ókeypis á netinu. Neytendastofa skoðar nú málið. „Það er mjög algengt að Neytendastofa þurfi að fylgja eftir úrskurðum áfrýjunarnefndar. Óska eftir upplýsingum frá aðilum hvort farið hafi verið eftir ákvæðinu. Nú munum við óska eftir upplýsingum um það hvort farið hafi verið eftir ákvæðinu og með hvaða hætti," segir Matthildur. Tengdar fréttir Senda sms og bjóða 20.000 króna lán Til skoðunar er hvort fyrirtækið brjóti bæði fjarskiptalög og lög um neytendalán. Formaður Neytendasamtakanna segir markaðssetninguna algjörlega siðlausa og fordæmir vinnubrögðin. 19. maí 2017 20:00 Hefur borist kvartanir vegna sms-sendinga smálánafyrirtækja Óumbeðin fjarskipti í markaðsstarfsemi eru ólögleg og hvetur Póst- og fjarskiptastofnun fólk til að tilkynna um slíkt. 22. maí 2017 21:15 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Undanfarna daga hefur fréttastofa fjallað um sms-skilaboð sem smálánafyrirtæki senda neytendum þar sem þeim býðst að taka smálán. Póst- og fjarskiptastofnun skoðar nú hvort samskiptin brjóti lög um óumbeðin fjarskipti. Í skilaboðum sem fréttastofa hefur undir höndum, er neytanda boðið að kaupa rafbók og taka lán með sms-i, en skilaboðin eru nokkurra mánaða gömul. Við nánari skoðun bjóða að minnsta kosti tvö smálánafyrirtæki, Hraðpeningar og Múla, enn upp á smálán þar sem rafbókakaup eru skilyrði. Á heimasíðu þeirra stendur: Með því að skrá þig í bók og lán býðst þér að kaupa rafbækur úr stóru rafbókarsafni okkar en það veitir þér jafnframt rétt á því að sækja um lán á góðum kjörum. Ef keypt er ein bók fær maður tíu þúsund króna lán. Tvær bækur fyrir tuttugu þúsund króna lán og svo framvegis. Rafbókasmálán eru ekki ný af nálinni. Smálánafyrirtæki tóku það upp fyrir tveimur árum að selja rafbækur eftir að lánakostnaður þeirra var dæmdur of hár - en á síðasta ári tók Neytendastofa ákvörðun um að slíkt væri ólögleg þar sem þau þóttu greinilegur staðgengill lánakostnaðar - enda um nánast sömu upphæð að ræða. „Þetta er sambærilegur kostnaður, og áfrýjunarnefnd vakti athygli á að þeir byrjuðu ekki að selja bækurnar fyrr en flýtikostnaður, sem sagt lántökukostnaður, var felldur niður - því lítur Neytendastofa svo á að kaupverð rafbókanna sé kostnaður við lántökuna," segir Matthildur Sveinsdóttir, lögfræðingur hjá Neytendastofu. Þrátt fyrir þessa ákvörðun eru rafbókasmálán enn auglýst og þess má geta að rafbækurnar sem auglýstar eru til sölu - er hægt að nálgast ókeypis á netinu. Neytendastofa skoðar nú málið. „Það er mjög algengt að Neytendastofa þurfi að fylgja eftir úrskurðum áfrýjunarnefndar. Óska eftir upplýsingum frá aðilum hvort farið hafi verið eftir ákvæðinu. Nú munum við óska eftir upplýsingum um það hvort farið hafi verið eftir ákvæðinu og með hvaða hætti," segir Matthildur.
Tengdar fréttir Senda sms og bjóða 20.000 króna lán Til skoðunar er hvort fyrirtækið brjóti bæði fjarskiptalög og lög um neytendalán. Formaður Neytendasamtakanna segir markaðssetninguna algjörlega siðlausa og fordæmir vinnubrögðin. 19. maí 2017 20:00 Hefur borist kvartanir vegna sms-sendinga smálánafyrirtækja Óumbeðin fjarskipti í markaðsstarfsemi eru ólögleg og hvetur Póst- og fjarskiptastofnun fólk til að tilkynna um slíkt. 22. maí 2017 21:15 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Senda sms og bjóða 20.000 króna lán Til skoðunar er hvort fyrirtækið brjóti bæði fjarskiptalög og lög um neytendalán. Formaður Neytendasamtakanna segir markaðssetninguna algjörlega siðlausa og fordæmir vinnubrögðin. 19. maí 2017 20:00
Hefur borist kvartanir vegna sms-sendinga smálánafyrirtækja Óumbeðin fjarskipti í markaðsstarfsemi eru ólögleg og hvetur Póst- og fjarskiptastofnun fólk til að tilkynna um slíkt. 22. maí 2017 21:15