Nefnd í stað fjármagns Katrín Jakobsdóttir skrifar 25. maí 2017 07:00 Stærsta mál hverrar ríkisstjórnar er fjármálaáætlun sem er rammi utan um útgjöld og tekjuöflun samfélagsins til næstu fimm ára. Sú fjármálaáætlun sem nú er til umfjöllunar á Alþingi afhjúpar dapra framtíðarsýn þessarar óvinsælu stjórnar. Stjórnmálaflokkarnir fengu skýrar leiðbeiningar frá almenningi fyrir kosningar þegar ríflega 86.500 manns skrifuðu undir áskorun um verulega aukin framlög til heilbrigðisþjónustu. Því miður er þeirri áskorun ekki mætt. Til dæmis er ekki gert ráð fyrir að mæta uppsafnaðri viðbótarfjárþörf Landspítalans þó að allar upplýsingar liggi fyrir um hana frá stjórnendum spítalans. Í staðinn leggur meirihluti fjárlaganefndar til að spítalanum verði skipuð pólitísk stjórn. Háskólarnir bera skarðan hlut frá borði. Fjármálaráðherra hefur beinlínis lýst þeirri framtíðarsýn að stefnt verði að „heilbrigðri fækkun“ háskólanema. Aukning til háskólanna felur fyrst og fremst í sér nýja húsbyggingu sem hefði verið mun ódýrara að ljúka við fyrir nokkrum árum en aukningin verður engin árið 2018 og aðeins 2,1% árið 2019. Þetta er fjarri samþykktum markmiðum Vísinda- og tækniráðs. Þetta er líka fjarri því sem talað var um fyrir kosningar. Í ágúst síðastliðnum samþykkti þáverandi meirihluti Alþingis fjármálaáætlun. Tekist var á um margt í þeirri áætlun en þar var þó skýrt sagt að áætluð hagræðing vegna ákvörðunar ráðherra um að stytta nám til stúdentsprófs myndi skila sér til skólanna. Í núverandi áætlun verða þessi framlög orðin ríflega 1,4 milljörðum lægri árið 2021 en í síðustu áætlun. Varla þarf að taka fram að flokkarnir voru þöglir um þennan niðurskurð fyrir kosningar. Enn vantar fullnægjandi greiningu á áhrifum skattabreytinga á ferðaþjónustu og varhugavert er að lækka efra þrep virðisaukaskatts í þeirri þenslu sem nú er í íslensku samfélagi. Í stuttu máli byggist þetta stærsta plagg ríkisstjórnarinnar á veikum tekjugrunni og snýst um óboðaðan niðurskurð en ekki þá uppbyggingu íslensks velferðarsamfélags sem almenningur kallaði eftir í seinustu kosningum. Við Vinstri-græn leggjumst gegn þessari áætlun því að hún er ekki aðeins metnaðarlaus heldur beinlínis skaðleg. Við viljum samfélagsuppbyggingu fyrir alla og sanngjarna tekjuöflun. Það er hægt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Jakobsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Stærsta mál hverrar ríkisstjórnar er fjármálaáætlun sem er rammi utan um útgjöld og tekjuöflun samfélagsins til næstu fimm ára. Sú fjármálaáætlun sem nú er til umfjöllunar á Alþingi afhjúpar dapra framtíðarsýn þessarar óvinsælu stjórnar. Stjórnmálaflokkarnir fengu skýrar leiðbeiningar frá almenningi fyrir kosningar þegar ríflega 86.500 manns skrifuðu undir áskorun um verulega aukin framlög til heilbrigðisþjónustu. Því miður er þeirri áskorun ekki mætt. Til dæmis er ekki gert ráð fyrir að mæta uppsafnaðri viðbótarfjárþörf Landspítalans þó að allar upplýsingar liggi fyrir um hana frá stjórnendum spítalans. Í staðinn leggur meirihluti fjárlaganefndar til að spítalanum verði skipuð pólitísk stjórn. Háskólarnir bera skarðan hlut frá borði. Fjármálaráðherra hefur beinlínis lýst þeirri framtíðarsýn að stefnt verði að „heilbrigðri fækkun“ háskólanema. Aukning til háskólanna felur fyrst og fremst í sér nýja húsbyggingu sem hefði verið mun ódýrara að ljúka við fyrir nokkrum árum en aukningin verður engin árið 2018 og aðeins 2,1% árið 2019. Þetta er fjarri samþykktum markmiðum Vísinda- og tækniráðs. Þetta er líka fjarri því sem talað var um fyrir kosningar. Í ágúst síðastliðnum samþykkti þáverandi meirihluti Alþingis fjármálaáætlun. Tekist var á um margt í þeirri áætlun en þar var þó skýrt sagt að áætluð hagræðing vegna ákvörðunar ráðherra um að stytta nám til stúdentsprófs myndi skila sér til skólanna. Í núverandi áætlun verða þessi framlög orðin ríflega 1,4 milljörðum lægri árið 2021 en í síðustu áætlun. Varla þarf að taka fram að flokkarnir voru þöglir um þennan niðurskurð fyrir kosningar. Enn vantar fullnægjandi greiningu á áhrifum skattabreytinga á ferðaþjónustu og varhugavert er að lækka efra þrep virðisaukaskatts í þeirri þenslu sem nú er í íslensku samfélagi. Í stuttu máli byggist þetta stærsta plagg ríkisstjórnarinnar á veikum tekjugrunni og snýst um óboðaðan niðurskurð en ekki þá uppbyggingu íslensks velferðarsamfélags sem almenningur kallaði eftir í seinustu kosningum. Við Vinstri-græn leggjumst gegn þessari áætlun því að hún er ekki aðeins metnaðarlaus heldur beinlínis skaðleg. Við viljum samfélagsuppbyggingu fyrir alla og sanngjarna tekjuöflun. Það er hægt.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun