Innlent

Íslendingar horfðu mest, miðað við höfðatölu

Samúel Karl Ólason skrifar
Salvador Sobral og systir hans Luísa.
Salvador Sobral og systir hans Luísa. Vísir/EPA
Um 98 prósent þeirra Íslendinga sem voru að horfa á sjónvarpið fylgdust með Eurovision söngvakeppninni í ár. Það er „enn eina ferðina“ hæsta hlutfall allra þjóða þar sem keppnin er sýnd. Á vef keppninnar segir að alls hafi 150 þúsund manns horft og það sé mesti fjöldinn frá árinu 2014, þegar við komum síðast í úrslitakeppnina.

Annars voru nokkrar þjóðir sem horfðu á Eurovision sem aldrei fyrr. Ekki hafa fleiri Portúgalar horft á keppnina frá árinu 2008. Alls horfði 1,4 miljón Portúgala á Eurovision. Þjóðverar voru samt flestir, áttunda árið í röð, eða 7,8 milljónir.

Alls horfðu rúmlega 182 milljónir manna í 42 löndum á keppnina. Sú tala hefur oft verið hærri, en keppnin var ekki sýnd í Rússlandi að þessu sinni.

Þá horfðu sex milljónir manna á keppnina í beinni útsendingu á netinu og er það rúmlega tvöföldun á milli ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×