Samþykktu að auka ekki framleiðslu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. maí 2017 07:00 Svartagullið mun halda áfram að flæða á sama tempói. vísir/epa Stjórnvöld í Írak samþykktu í gær að olíuframleiðsla landsins yrði ekki aukin á næstu níu mánuðum. Aðgerðin er liður í áframhaldandi niðurskurði OPEC-ríkjanna á olíuframleiðslu. Í lok nóvember síðastliðins samþykktu OPEC-ríkin að draga úr olíuframleiðslu um sem nemur 1,2 milljónum tunna á dag. Aðgerðin hófst um áramótin og átti að vara í hálft ár. Nú hefur verið ákveðið að framlengja hana um níu mánuði. Önnur olíuríki, utan OPEC, þar á meðal Rússland, fylgdu í kjölfarið og drógu seglin saman um sem nemur 560 þúsund tunnum á dag. Gripið var til aðgerðanna í kjölfar þess að viðskiptaþvingunum gagnvart Íran var aflétt. Þá streymdu olíubirgðir Írana inn á markaðinn, framboðið rauk upp úr öllu valdi og olli því að verð lækkaði. „Ákvörðun þessi er tekin í samráði við Sádi-Arabíu. Á ríkisstjórnarfundi í dag var samþykkt að auka ekki framleiðsluna,“ sagði Jabbar al-Luay, olíumálaráðherra Íraks, á fréttamannafundi þar sem niðurstaðan var tilkynnt. Við hlið hans sat Khalid al-Falih, orkumálaráðherra Sáda. Fulltrúar OPEC-ríkjanna og Rússa munu hittast á fimmtudag þar sem samkomulagið verður formlega undirritað. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Olíuverð nær fyrri hæðum Olíuframleiðendur hafa náð samkomulagi um að draga úr framleiðslu 12. desember 2016 10:46 Mest lesið Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Stjórnvöld í Írak samþykktu í gær að olíuframleiðsla landsins yrði ekki aukin á næstu níu mánuðum. Aðgerðin er liður í áframhaldandi niðurskurði OPEC-ríkjanna á olíuframleiðslu. Í lok nóvember síðastliðins samþykktu OPEC-ríkin að draga úr olíuframleiðslu um sem nemur 1,2 milljónum tunna á dag. Aðgerðin hófst um áramótin og átti að vara í hálft ár. Nú hefur verið ákveðið að framlengja hana um níu mánuði. Önnur olíuríki, utan OPEC, þar á meðal Rússland, fylgdu í kjölfarið og drógu seglin saman um sem nemur 560 þúsund tunnum á dag. Gripið var til aðgerðanna í kjölfar þess að viðskiptaþvingunum gagnvart Íran var aflétt. Þá streymdu olíubirgðir Írana inn á markaðinn, framboðið rauk upp úr öllu valdi og olli því að verð lækkaði. „Ákvörðun þessi er tekin í samráði við Sádi-Arabíu. Á ríkisstjórnarfundi í dag var samþykkt að auka ekki framleiðsluna,“ sagði Jabbar al-Luay, olíumálaráðherra Íraks, á fréttamannafundi þar sem niðurstaðan var tilkynnt. Við hlið hans sat Khalid al-Falih, orkumálaráðherra Sáda. Fulltrúar OPEC-ríkjanna og Rússa munu hittast á fimmtudag þar sem samkomulagið verður formlega undirritað.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Olíuverð nær fyrri hæðum Olíuframleiðendur hafa náð samkomulagi um að draga úr framleiðslu 12. desember 2016 10:46 Mest lesið Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Olíuverð nær fyrri hæðum Olíuframleiðendur hafa náð samkomulagi um að draga úr framleiðslu 12. desember 2016 10:46