Bræðurnir sem eru hjartað í vörninni Stefán Árni Pálsson skrifar 22. maí 2017 06:00 Valsmenn fagna í leikslok. vísir/ernir „Við vorum bara tveimur mörkum undir í hálfleik og við vissum bara inni í klefa í hálfleik að það væri bara spurning um nokkrar mínútur þar til við myndum springa út,“ segir Orri Freyr Gíslason, leikmaður Vals, eftir sigurinn, 27-20, á FH í gærkvöldi í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik sem fram fór í Kaplakrika. Valur vann einvígið 3-2 og tryggði sér sinn 22. Íslandsmeistaratitil. „Við vorum bara mjög slakir inni í klefa að fá okkur Snickers og drekka Red Bull og allir pollrólegir.“ Sigurður Ingiberg Ólafsson var stórkostlegur í marki Vals í gær og varði hann fimmtán bolta og það bara í síðari hálfleiknum. „Siggi er eiginlega maður einvígisins og mér finnst eiginlega asnalegt að þessi FH-ingur hafi verið valinn maður þess,“ segir Orri en Gísli Þorgeir Kristjánsson var valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins. Orri stóð allan leikinn í hjarta varnarinnar og myndaði gríðarlega sterkt teymi með bróður sínum, Ými Erni Gíslasyni. Varnarleikur þeirra og markvarsla Sigurðar var það sem geirnegldi þennan Íslandsmeistaratitil. „Það er geggjað að hafa litla bróður við hliðina á sér í vörninni. Á 32. mínútu leiksins fórum við að rífast og öskra á hvor annan og þá kviknaði almennilega á okkur og þá fannst mér við ná að öskra vörnina í gang.“ „Vörnin hjá okkur var algjörlega frábær í þessum leik,“ segir Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Vals, og eitt allra mesta efnið í íslenskum handbolta í dag. „Við sýndum líka mjög agaðan og leiðinlegan sóknarleik í seinni hálfleiknum. Ef hann er leiðinlegur, þá er það bara í fínu lagi. Við erum Íslandsmeistarar.“ Valur er sigursælasta félag Íslandssögunnar í handknattleik. Þetta tímabil var magnað hjá Valsmönnum. Þeir komust í undanúrslit í Evrópukeppni, þeir urðu bikarmeistarar og enda sem besta lið landsins. „Við elskum svona pressuúrslitaleiki, það er klárt mál. Þeir eru orðnir svolítið margir og við bara kunnum þetta,“ segir Ýmir. „Ég er ekki alveg kominn svona langt að hugsa þetta tímabil í heild sinni en það hlýtur að vera eitt það besta í sögu Vals,“ segir Orri Freyr. „Mér finnst það algjörlega geggjað og það er gaman að troða smá sokk í þessa gömlu karla í Val,“ segir Orri léttur. „Ég er ótrúlega stoltur af þessum liði, félaginu öllu og öllum þessum frábæru áhorfendum.“ Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
„Við vorum bara tveimur mörkum undir í hálfleik og við vissum bara inni í klefa í hálfleik að það væri bara spurning um nokkrar mínútur þar til við myndum springa út,“ segir Orri Freyr Gíslason, leikmaður Vals, eftir sigurinn, 27-20, á FH í gærkvöldi í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik sem fram fór í Kaplakrika. Valur vann einvígið 3-2 og tryggði sér sinn 22. Íslandsmeistaratitil. „Við vorum bara mjög slakir inni í klefa að fá okkur Snickers og drekka Red Bull og allir pollrólegir.“ Sigurður Ingiberg Ólafsson var stórkostlegur í marki Vals í gær og varði hann fimmtán bolta og það bara í síðari hálfleiknum. „Siggi er eiginlega maður einvígisins og mér finnst eiginlega asnalegt að þessi FH-ingur hafi verið valinn maður þess,“ segir Orri en Gísli Þorgeir Kristjánsson var valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins. Orri stóð allan leikinn í hjarta varnarinnar og myndaði gríðarlega sterkt teymi með bróður sínum, Ými Erni Gíslasyni. Varnarleikur þeirra og markvarsla Sigurðar var það sem geirnegldi þennan Íslandsmeistaratitil. „Það er geggjað að hafa litla bróður við hliðina á sér í vörninni. Á 32. mínútu leiksins fórum við að rífast og öskra á hvor annan og þá kviknaði almennilega á okkur og þá fannst mér við ná að öskra vörnina í gang.“ „Vörnin hjá okkur var algjörlega frábær í þessum leik,“ segir Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Vals, og eitt allra mesta efnið í íslenskum handbolta í dag. „Við sýndum líka mjög agaðan og leiðinlegan sóknarleik í seinni hálfleiknum. Ef hann er leiðinlegur, þá er það bara í fínu lagi. Við erum Íslandsmeistarar.“ Valur er sigursælasta félag Íslandssögunnar í handknattleik. Þetta tímabil var magnað hjá Valsmönnum. Þeir komust í undanúrslit í Evrópukeppni, þeir urðu bikarmeistarar og enda sem besta lið landsins. „Við elskum svona pressuúrslitaleiki, það er klárt mál. Þeir eru orðnir svolítið margir og við bara kunnum þetta,“ segir Ýmir. „Ég er ekki alveg kominn svona langt að hugsa þetta tímabil í heild sinni en það hlýtur að vera eitt það besta í sögu Vals,“ segir Orri Freyr. „Mér finnst það algjörlega geggjað og það er gaman að troða smá sokk í þessa gömlu karla í Val,“ segir Orri léttur. „Ég er ótrúlega stoltur af þessum liði, félaginu öllu og öllum þessum frábæru áhorfendum.“
Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira